Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 25
Fyrst ber að nefna hagkvæm atriði eins og að láta bréfbera birta stefnur. Fróðlegt væri að gera athugun á því hvernig stefnubirtingar eru hér í raun framkvæmdar. Að fenginni niðurstöðu mætti taka á- kvörðun um að breyta núverandi fyrirkomulagi ef æskilegt þætti. Spyrja má hvort ekki væri til bóta í ákveðnum tilvikum að heimila endurupptöku mála eftir dómsuppsögu. Sýnist það heldur þunglama- legt fyrirkomulag að þurfa að áfrýja máli til Hæstaréttar til að fá leið- réttingu dóms þégar vörnum hefur af eðlilegum orsökum ekki orðið komið við í héraði. Athugandi er hvort ekki ætti að vera heimild í einkamálalögunum til að dómkveðja einn matsmann til matsstarfa. Slík breyting yrði bæði til að flýta matsgerðum og til sparnaðar. Er það miður að aðilar skuli iðulega veigra sér við að láta framkvæma mat á málum sínum vegna kostnaðar. Engin ástæða er til að ætla að matsgerð eins manns sé lakara sönnunargágn en tveggja. Á það má benda að í þeim málum þar sem matsgerðar er þörf, sitja oft sérfróðir meðdómsmenn í dóm- inum og að dómurinn leggur sjálfstætt mat á matsgerð sé henni mótmælt. Lög nr. 97/1978 um áskorunarmál voi’u merkur áfangi í þá átt að auðvelda málsmeðferð og flýta henni í einfaldari málum. Að fenginni góðri reynslu af þeim lögum má hugleiða hvort ekki er tímabært að undirbúa næsta skref í þeirri málsmeðferð, en það mundi vera að árita áskorunarstefnur án þess að gögn væru lögð fram. Tímabært gæti verið að athuga breytingar á meðferð ýmissa mála- flokka innan fógetaréttarins og má þar sérstaklega nefna fjárnám, lögtök og vörslusviptingar. Ekki er hér lagt til að farið yrði að hætti Þjóðverja og þessi störf falin ólöglærðum mönnum. Hins vegar er hverjum þeim ljóst er til þekkir, að í framkvæmd eiga þessi störf lítið skylt við dómarastörf. Það er athyglisvert hversu afkastamiklir þeir dómstólar eru sem at- hugunin náði til. Er það skoðun höfundar að afköstin séu mun meiri í sambærilegum málaflokkum en við íslenska dómstóla. Er það ekki síst merkilegt vegna þess að skriffinnska er mikil innan þýskra dóm- stóla. Þá eru störf dómara við einstök mál að mörgu leyti viðameiri en við sambærileg mál hér á landi. Má í því sambandi benda á lariga og flókna vitnaúrskurði og samningu matsbeiðna undir rekstri mála. Við lestur greinarinnar má hins vegar verða ljóst að yfirstjórn dóms- mála í Bayern er með öðrum og markvissari hætti en við eigum að venjast. Frá dómsmálaráðuneytinu koma kröfur um ákveðin afköst og markviss vinnubrögð í dómstólunum, og það fylgist með því að 179
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.