Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 38
En hvað um fyrri fyrirvarann? Skaðar einn maður ekki óhjákvæmi- lega annan með því að taka gæði úr sameign og banna öðrum afnot af þeim? Hann gerir það auðvitað ekki, eins og Locke bendir á, ef nægi- legt jarðnæði er til fyrir alla. En segjum sem svo, að allt jarðnæði sé fullnumið. Bíða þeir, sem síðar fæðast eða koma að landi, ekki tjón við það? Locke svarar neitandi. Þeir tapa ekki, þar sem hinir, sem fyrir exm, hafa aukið og ávaxtað hinn sameiginlega sjóð mannkyns, og það hafa þeir gert, af því að þeir hafa búið við séreign á eigin hæfileikum og gæðum náttúrunnar. Verðmætasköpun er mildu meiri við séreign á fjármagni og framleiðslutækjum heldur en sameign. Locke bendir sjálf- ur á þá alkunnu staðreynd þessu til stuðnings, að menn hafa tilhneig- ingu til að í’ækta og bæta eigin gæði, en skeyta síður urn þau, sem eru í sameign. „Eða hvort munu þúsund ekrur af villiskógum og ói'æktuð- um víðáttum Ameríku, sem liggja í hendi náttúrunnar án neinna jarð- ai’bóta, plægingar eða búsýslu, veita þeim þurfandi og vesælu mönnum sem þar búa jafn mikil lífsþægindi og tíu ekrur af jafn frjósömu rækt- arlandi í Devonskíi’i?“20 Hágfræðingar og heimspekingar nútímans kunna að nefna margar viðbótarskýringar á því, að verðmætasköpun er meiri við séreign en sameign.21 Ein er, að í frjálsum viðskiptum færist fjármagn sjálfkrafa úr höndum óhagsýnna manna í hendur hagsýnna, þar sem hinir fyrr- nefndu tapa og hinir síðarnefndu græða. Samkeppni á mai’kaði má líkja við síu, sem hleypir aðeins hinum hagsýnni áfram.22 1 öðru lagi eiga menn með nýjar og stundum snjallar hugmyndir ekki eins erfitt uppdráttar, þégar fjái'magn dreifist á hendur margra aðila og er þeir þurfa að sannfæra fámennar úthlutunarnefndir fjármagns, sem hugsa eðli málsins samkvæmt á hefðbundinn hátt, um hugmyndir sínar. Sú tih’aunastarfsemi, sem hleypir allir framþróun af stað, er því miklu auðveldari við séreign en sameign.23 Enn er það, að séreignarréttur býr í haginn fyrir borgara framtíðarinnar, því að hans vegna leggja menn fyrir, fi’esta neyslu sinni urn stund. En síðar í þessari ritgerð eigum við eftir að koma betur að méginskýringu margra hagfræðinga og þá ekki síst Friedrichs Augusts von Hayeks, en hún er í sem fæstum orðum, að sérhæfing eða notkun hinnar sérstöku þekkingar og kunn- áttu einstaklinganna, sem engin tölva getur safnað saman, sé miklu auðveldari við séreign en sameign.24 Rétt er að taka fram, áður en lengra er haldið, að þau rök Lockes og annarra frjálshýggjumanna, að verðmætasköpun sé miklu meiri við séreign en sameign, svo að einn maður þui'fi ekki að skaðast, þótt annar taki gæði til sín út úr náttúrunni, eru ekki af ætt nytjahyggju 192
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.