Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 35
þá og þroski, af því að aðrir kunna að meta þá, eru þeir hæfileikar þeirra og ekki annarra. Til dæmis getur verið, að góð óperusöngkona þurfi á sérstakri tónlistarhefð að halda til þess að geta þjálfað rödd sína og komist ekki heldur af án smekkvísra og vandlátra áheyrenda. Samt sem áður má gera greinarmun á þeim og henni og segja með sanni, að hún eigi sörigrödd sína. Við megum alls ekki rugla saman þeim hæfileikum, sem einstaklingar hafa til að bera, og þeim farvegi, sem slíkir hæfileikar lenda í af völdum umhverfisins. Við getum auðvitað ekki sannað, að menn eigi náttúrlegt tilkall til sjálfra sín, svo að þeir þurfi til dæmis ekki að þola öðrum afnot af líkama sínum. En ef við samþykkjum þessa forsendu ekki, þá göng- um við hins vegar í berhögg við viðteknar siðaskoðanir Vesturlanda- manna. Sjálfur ætla ég þess vegna ekki að hafa fleiri orð um sjálfs- eignarréttinn, heldur ganga að honum vísum í því, sem eftir er ritgerð- arinnar. Þá vakna ýmsar spurningar, en ein varðar mestu. Hvernig í ósköpunum getur eignarhald manna á hlutum leitt af tilkalli þeirra til eigin líkama, hugvits, verkvits og annarra hæfileika ? Þótt okkur finnist sjálfsagt, að kona eigi líkama sinn og óperusöngkona því rödd sína, þurfum við alls ekki að telja það eðlilegt eða réttlátt, að gæðum jarðar sé svo misskipt sem raun ber vitni. Er sá, sem tekur til sín gæði jarð- ar, ekki að taka þau frá öðrum? Margir hafa sennilega orðið til þess um dagana að taka undir vísuna alkunnu: Það er dauði og djöfuls nauð, er dyggðasnauðir fantar safna auð með augun rauð, en aðra brauðið vantar. Locke segir einmitt á einum stað í Ritgerð um ríkisvald, að í náttúr- unni sé jöfnuður með mönnum,11 og í kaflanum um eignarrétt tekur hann það sérstaklega fram, að Guð hafi gefið mönnunum jörðina í sam- einingu.12 En hvernig getur hann þá haldið því fram, að eignarréttur manna á hlutum sé náttúrlegur? Hvernig getur hann réttlætt ójafna eignaskiptingu ? Hitt virðist sönnu nær, að minnsta kosti við fyrstu sýn, að eignarréttindi rekist stundum á frelsisréttindi. Hvar er til dæm- is komið frelsi manna, ef einn maður á öll gögn og gæði jarðar eins og hugsanlegt virðist samkvæmt kenningu Lockes? Ræður hann þá ekki lögum og lofum? Svar Lockes við slíkum spurningum sýnist sáraeinfalt, en er í raun og veru mjög flókið, þegar betur er að gáð. „Hvaðeina sem hann hefur fært úr skauti náttúrunnar hefur hann blandað með vinnu sinni og 189
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.