Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Page 50

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Page 50
eftir kenningu Lockes sem einstaklingarnir hafi erigar aðrar óumsamdar skyldur við aðra menn en þá að virða sömu réttindi þeirra og þeir njóta sjálfir. Sú skylda er skynsemiskrafa og leiðir beint af réttinda- hugsjóninni. Locke veit einnig, að sitt er hvað þörfin, sem einstakl- ingar kunna að hafa í ríki náttúrunnar fyrir lög til tryggingar rétt- indum sínum, og samþykki þeirra við slík lög. Munurinn á frjálsum mönnum og ófrjálsum er einmitt, að hinir frjálsu velja sjálfir um það, hvaða þörfum þeir fullnægja og hvernig. Þótt ég lýsi til dæmis fjálg- lega þörf þinni fyrir óperugöngur, hef ég ekki sýnt með því fram á lagalega eða siðferðilega skyldu þína til að stunda slíkar göngur. Áður en lengra er haldið, verður, hygg ég, að gera strarigan grein- armun á borgaralegu skipulagi annars vegar og ríkinu hins vegar. Þegar einstaklingarnir stofna borgaralegt skipulag, semja þeir sam- kvæmt kenningu Lockes um það sín á milli að afsala sér tilteknum réttindum (eða, sem er hin hliðin á málinu, taka á sig tilteknar skyld- ur). En þeir semja hins vegar ekki í neinum skilningi við ríkið. Tök- um hér eftir muninum á kenningum Hobbes og Lockes. Hobbes hafði hugsað sér, að borgararnir létu frelsi sitt af hendi við valdhafa gegn því að öðlast öryggi. En Locke gerir ráð fyrir, að borgararnir séu viðsemjendur hver annars. Hvert er þá eftir kenningu Lockes sam- band borgaranna við valdhafa? Svarið er, að þeir treysta þeim fyrir valdinu og ætlast til þess af þeim, að þeir beiti því til tryggingar réttindum sínum, og ef þeir reynast ekki traustsins verðir, þá mega borgararnir reka þá af höndum sér. Samband borgaranna hvers við annan er reist á samkomulagi, en samband borgaranna við valdhafa hvílir á trausti.59 Þetta má orða á annan hátt. Mönnum ber umsamin og afdráttarlaus skylda til að hlýða lögunum, en þeim ber ekki skylda til að lúta ríkisvaldinu, ef því er beitt gegn lögunum, því að þá hafa valdhafarnir brotið það samkomulag, sem þeir höfðu ásamt öðrum borgurum gert við stofnun borgaralegs skipulags. Þá hafa þeir í raun og veru sagt sig úr lögum við samborgara sína, sjálfir gerst upp- reisnarmenn. Geymum okkur uppreisnarkenningu Lockes um stund, en hyggjum betur að samkomulagskenningu hans. Hvað telst samkomulag? Hvern- ig veita einstaklingarnir samþykki sitt við stofnun borgaralegs skipu- lags? Ekki er annað að sjá í fljótu bragði en svör Lockes við þessari spurningu megi greina í þrjár ólíkar kenningar. Hann talar í fyrstu köflum bókar sinnar eins og bókstaflegt eða yfirlýst samþykki manna sé nauðsynlegt skilyrði fyrir öllum skyldum þeirra öðrum en þeirri að virða almenn mannréttindi, en af því leiðir, að yfirlýst samþykki 204

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.