Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 28
ÆVI LOCKES OG UMHVERFI John Locke fæddist í Wrington í Somerset-héraði í Suður-Englandi hinn 29. ágúst 1632, en þar var faðir hans málflutningsmaður og land- eigandi. Þá var Karl 1. af Stúart-ætt konungur, en konungar reyndu þá alls staðar í Norðurálfunni að færa út vald sitt, sem takmarkaðist af ýmsum arfhelgum réttindum þings og aðals. Konungsvald var þó af mörgum ástæðum veikara í Englandi en annars staðar. Locke var ekki orðinn tíu ára gamall, þégar borgarastríð þings og konungs skall á, og barðist faðir hans um skeið með her þingsins, enda var hann púrítani eða hreintrúarmaður, en konungur var þeim trúflokki and- vígur og hliðhollur kaþólskum mönnum. Locke var seytján ára skóla- sveinn í Westminster í Lundúnum, þegar borgarastríðinu lauk með aftöku konungs hinn 30. janúar 1649, enda lét hann síðar svo um mælt, að hann hefði ekki fyrr verið kominn til vits og ára en hann hefði óþyrmilega fengið að finna fyrir stormum sinnar tíðar.2 Frá West- minster-skóla lá leiðin til Oxford, þar sem hann var nemandi á Krists- kirkjugarði (Christ Church Collége). Þar kynntist hann nokkrum læknum og vísindamönnum, svo sem Robert Boyle, en raunvísindi nú- tímans voru þá í örri þróun. Locke var þá þegar hófsamur maður og efagjarn í skoðunum, þótt hann væri að vísu ekki orðinn frjálslyndur í stjórnmálum, en nákvæmur og ögn smámunasamur í háttum og öllu einkalífi. Hann var þó enginn meinlætamaður á Oxford-árum sínum eða síðar á ævinni. Að vísu var hann aldrei heilsuhraustur, en hann kunni vel að meta góð vín, og þótt hann kvæntist ekki fremur en aðrir Hannes Hólmsteinn Gissurarson lauk B.A.- prófum í sagnfræði og heimspeki og cand. mag. prófi í sagnfræði frá Háskóla íslands og dokt- orsprófi í stjórnmálafræði trá Oxford-háskóla. Síðan hefur hann verið kennari í Háskóla ís- lands og framkvæmdastjóri Stofnunar Jóns Þor- lákssonar. 182
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.