Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Side 37

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Side 37
ur með kanadíska heimspekinginn og félagshyggjumanninn C.B. Mac- pherson í broddi fylkingar hafa einmitt haldið því fram, að Locke að- hyllist skefjalausa sérhyggju fremur en frjálshyggju, hann sé hug- myndafræðingur borgarastéttarinnar, hlynntur alræði eignarréttar- ins.17 „Svo virðist sem árangurinn af verki Lockes hafi aðallega verið sá að finna stéttaskipulaginu siðferðilegan grundvöll í kennisetningum um jöfn og almenn mannréttindi," ritar Macpherson.ls FRJÁLSHYGGJA EÐA SÉRHYGGJA? Við verðum að rekja söguna áfram til þess að geta átt orðastað við Macpherson og skoðanabræður hans. Mörgum lesandanum hefur sést yfir, að Locke gerir greinarmun á tveimur stigum þróunarinnar, heim- ilis- eða sjálfsþurftabúskap annars vegar og viðskiptaskipulagi hins vegar, þótt hann noti ekki þessi orð sjálfur og hugtök hans séu ef til vill ekki mjög skýr. Við heimilisbúskap býr hver að sínu, lifir á gögn- um og gæðum náttúrunnar. Þá getur einn maður slegið eign sinni á land án þess að taka neitt frá öðrum, því að meira er til af landi en menn komast yfir að rækta. Hið sama er að segja um önnur náttúru- gæði. En síðan taka menn að framleiða fyrir aðra. Það merkir, að þeir leggja fyrir, safna eignum, slá sér peninga úr varanlegum og verðmæt- um málmum eins og gulli og silfri. Vísir myndast smám saman að við- skiptaskipulagi. Ilverju breytir það? Maðurinn getur þá safnað meiri eignum, svarar Locke, án þess að þurfa að óttast, að þær skemmist í höndunum á honum (og hann misfari þannig með það, sem Guð hef- ur trúað honum fyrir). „Og vildi hann skipta á hnetum og málmbút sem honum þótti litfagur, eða á sauðfé sínu og skeljum, eða á ull og gimsteini eða demanti, og halda þessum hlutum í sinni vörslu æfilangt, þá gat hann gert það án þess að ganga þar með á rétt annarra. Hann mátti sanka að sér svo miklu sem hann lysti af þessum varanlegu hlut- um, þar sem hann gat ekki farið út fyrir mörk leyfilegrar eignasöfn- unar með því einu að safna að sér miklu magni eigna, heldur aðeins með því að láta hluti skemmast til einskis gagns í vörslu sinni.“19 Eins og Locke gerir grein fyrir, missir síðari fyrirvarinn við eigna- söfnun marks, þegar í viðskiptaskipulag er komið. Með því að menn geta þar geymt verðmæti í peningum eða innstæðum, setur náttúran eignasöfnun þeirra miklu minni takmörk heldur en við frumstæðan heimilis- eða sjálfsþurftabúskap. Með eignasöfnun sinni eru þeir þá ekki að minnka hinn sameiginlega sjóð mannkyns. 191

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.