Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Blaðsíða 45
1974. Ef heildartekjum jarðarbúa hefði verið skipt jafnt á milli þeirra allra það ár, þá hefðu meðaltekjur breskra launþega lækkað um 60% og bandarískra um 80%.42 Hefðu launþegar í Bretlandi og Bandaríkjunum sætt sig þegjandi og hljóðalaust við það? Um það efast ég stórlega. Við getum ímyndað okkur, hvílíkan herskara af eftirlits- og lögreglumönnum hefði þurft til þess að framkvæma svo stórfellda kjaraskerðingu. Hætt er einnig við, að einstaklingsfrelsið hefði ekki dafnað mjög vel við þetta. Slíkar afleiðingar eru áreiðanlega að flestra dómi óviðunandi. En þar sem mannréttindi verða að vera almenn eða algild til þess að kafna ekki undir nafni, þá eru stuðnings- rnenn félagslegra réttinda ekki sjálfum sér samkvæmir, ef þeir eru ekki tilbúnir til að færa þau út fyrir landamæri eigin ríkja. Við höf- um aftur á móti sýnt fram á, að félagsleg réttindi geta ekki náð til allra jarðarbúa, án þess að það hafi almenna eymd og kúgun í för með sér. Félagsleg frjálshyggja er þannig óframkvæmanleg eða að minnsta kosti illframkvæmanleg. Félagsleg réttindi standast með öðr- um orðum ekki prófstein Kants um algildi með sama hætti og hefð- bundin frelsisréttindi. Félagsleg réttindi eru einnig óskynsamleg í þeim skilningi, að þau rekast á og útrýma öðrum réttindum, þótt talsmenn þeirra segi að vísu, að frelsi aukist fremur en minnki með viðurkenningu þeirra. Umfram allt rekast þau á sjálfseignarrétt manna. Ef sumir eru skatt- lagðir til að tryggja öðrum félágsleg réttindi, þá felur það augljóslega í sér, að hinir fyrrnefndu neyðast til að nota hluta tíma síns til að vinna fyrir hina síðarnefndu og geta aðeins notað hluta hans til að vinna fyrir sjálfa sig. Eins og Nozick bendir á, er ekki mikill munur á slíkri skattlagningu og ánauð að fornum sið.43 Ef þú hefur góðar tekjur og ert skattlagður til þess að tryggja láglaunamanni eins og mér mannsæmandi afkomu í nafni félagslegra réttinda, þá ert þú neydd- ur til að nota hluta tíma þíns í mína þágu. Félagsleg réttindi fela með öðrum orðum í sér, að ég öðlast nokkurn eignarrétt á þér (og þú auð- vitað með sama hætti eignarrétt á mér), en þeirri hefð er hins vegar hafnað, að menn eigi sjálfa sig, hæfileika sína og þær tekjur, sem þeir geta aflað sér með slíkum hæfileikum. Félagsleg réttindi eru í eðli sínu réttindi til annars fólks. Þau eru ekki eins og hefðbundin frelsis- réttindi krafa til annars fólks um að láta mig í friði, ef ég læt það líka í friði, heldui' um, að það tryggi mér mannsæmandi afkornu með vinnu sinni. Slík réttindi eru ekki aðeins bönn, heldur líka boð. Svo að heimspekilegt orðalag sé notað, leggja þær ekki aðeins á okkur taumhald, heldur skylda okkur líka til verknaðar. 199
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.