Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Qupperneq 52

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1987, Qupperneq 52
ingu um, að mönnum beri skylda til að hlýða lögunum végna þeirra nytja, sem þeir hafi af því: slík nytjarök nægja tæplega eins ein- dregnum mannréttindasinna og honum. Ég hygg, að Davíð Hume, sem setti raunar á átjándu öld frarn skarpleg rök gegn samkomulags- kenningu Lockes,67 hafi bent á betri leið til að réttlæta skyldu okkar til að hlýða lögunum. Hún er í sem fæstum orðum, að í glímu okkar mannanna við eigin takmörk að ógleymdri nísku sjálfrar náttúrunnar mótist smám saman fastar reglur, sem okkur beri að hlýða, uns við finnum aðrar betri. Hume heldur því fram, að þessar föstu reglur feli einmitt í sér virðingu fyrir séreignarréttinum og öðrum mannrétt- indum. Segja má, að Hume boði þannig eins og Edmund Burke, íhalds- maðurinn mælski, kenningu hefðar fremur en samkomulags um lögin. Ef til er þj óðarsáttmáli eftir hugmyndum Humes og Burkes, þá er hann óskráður sáttmáli liðinna, lifandi og óborinna kynslóða um þær reglur, sem reynslan kennir okkur, að séu nauðsynlegar til þess að við getum lifað saman menningarlífi.68 Því er stundum haldið fram, þegar rætt er um samkomulagskenn- ingar, að við fáum allt of einhæfa og fátæklega mynd af samskiptum manna með því að horfa aðeins á þau frá sjónarmiði samninga á milli frjálsra og fullveðja einstaklinga. Eg get ekki annað en tekið undir þetta. Eins og Burke og Hegel gerðu sér ef til vill betur grein fyrir en Locke, er ríkið ekki aðeins tryggingarfyrirtæki, heldur líka einingar- afl.69 Það skiptir ekki aðeins máli, hvað menn hafa eða geta tryggt sér í samningum við aðra, heldur líka hvað þeir eru. Ég hef ekki sam- ið um það við neinn að vera íslendingur (eða Vesturlandabúi), og ég hef ekki heldur beðið um að vera fæddur á tuttugustu öld. En mér virðist, að þessar staðreyndir leggi mér einhverjar skyldur á herðar, þótt að vísu kunni líka að vera, að aðrir hafi ekki rétt til að neyða mig til að gegna slíkum skyldum. Maðurinn er ekki aðeins viðsemjandi annarra manna, heldur líka samborgari þeirra. Hann deilir með þeim siðum og lögum og öðlast þess vegna óumsamdar skyldur. Það er athyglisvert, að orðið „skylda“ er dregið af orðinu „skuld“. Sann- leikurinn er sá, eins og félagshyggjumenn þreytast raunar ekki á að segja okkur, að maðurinn skuldar því skipulagi, sem hann er borinn í, ýmislegt. Ég held hins vegar, að skuldin sé annars eðlis en félags- hyggjumenn vilja vera láta. Hún vex í hlutfalli við það frelsi eða svigrúm, sem hann hefur til þess að uppgötva og þroska hæfileika sína, og hann greiðir hana með því að sýna samborgurum sínum til- litssemi, nærgætni og umburðarlyndi, heiðra foreldra sína, hlúa að börnum sínum, girnast hvorki konu né eign náunga síns — leggja 206
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.