Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Blaðsíða 18
beitt íslenskum réttarreglum við úrlausn sakarefnis hér á landi og er fasteignavarnarþing 78. gr. laga nr. 85/1936 eitt skýrasta dæmið um það. Skiptir þá ekki máli hver á fasteignina, íslenskur maður eða er- lendur.8) 1 þessu sambandi má einnig benda á varnarþingsreglur í hjúskaparmálum, sbr. 66. gr. laga nr. 60/1972, í þeim málum yrði einungis beitt íslenskum réttarreglum án tillits til erlendra tengsla aðilanna. Sama regla gildir einnig samkvæmt dönskum og norskum rétti.9) Um er að ræða fleiri takmarkanir varðandi beitingu erlendra réttarreglna, sem ekki er efni til að rekja frekar hér, en rétt er þó að benda á þann almenna varnagla, sem „ordre public“ reglan felur í sér, sem sé að erlendri réttarreglu er ekki beitt, ef hún samrýmist ekki réttarvitund okkar, en nánar verður vikið að þessari reglu síðar.10) IV. UM UPPRUNA FRÆÐIGREINARINNAR OG AÐFERÐAFRÆÐI. Kenningasaga alþjóðlegs einkamálaréttar er löng. Hana má rekja allt aftur til miðalda og þeirrar réttarþróunar sem varð í samskiptum borgríkjanna á Norður-Ítalíu, þar sem samgangur var mikill vegna verslunar og viðskipta. Menn komust að því, að óeðlilegt og ósann- gjarnt væri að dómstóll beitti ávallt eigin reglum, ef í hlut ætti borg- ari annars ríkis. Þegar á þessum tíma komu fram kenningar hjá ítölsk- um fræðimönnum, sem enn eru í fullu gildi.* 11) Fræðikenningar á þessu réttarsviði, meginreglur og hugtök, hafa þróast í aldarua rás á megin- landi Evrópu, á Ítalíu, sem fyrr getur, en einnig í Frakklandi, Hollandi og Þýskalandi og komu margir fræðimenn við þá sögu, sem ekki verð- ur rakin hér.12) Ef sakarefni er þannig vaxið, að til álita kemur að beita erlendum réttarreglum við úrlausn þess, þá kemur til kasta lagaskilaréttar, svo 8) Sjá hér 11. gr., 2. tl., í Norðurlandasamningi um viðurkenningu dóma og fullnægju þeirra, sbr. lög nr. 30/1932: „Samningur þessi nær ekki til dóma, úrskurða né sætta um: ... „eignarrétt eða annan rétt yfir fasteign í einhverju hinna ríkjanna, skyldu til að gera ráðstafanir um slík réttindi, eða afleiðingar af vanrækslu skyldunnar." Sbr. hér einnig það er segir í Hrd. 1951:268: „Skuldaskipti aðila, þau sem nú var lýst, áttu rót sína að rekja til kaupa og sölu íslenskrar fasteignar og annarrar innan- landssölu verðmæta. Lutu skipti þessi því íslenskum lögum að öllu leyti." 9) Karsten Gaarder, sama rit bls. 6 og 136. 10) Erik Siesby, Lærebog i international privatret, Khöfn 1983, bls. 14. 11) O. A. Borum, sama rit bls. 17—18, Karsten Gaarder, sama rit bis. 18. 12) Um sögu fræðigreinarinnar visast til áður tilvitnaðra rita: O. A. Borum, bls. 17—23, Allan Philip, bls. 5-7 og Karsten Gaarder, bls. 16-23. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.