Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Side 23

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Side 23
aðili að og veitt hefur verið lagagildi hér á landi.25) Samningar þessir eru: 1) Um hjúskap, ættleiðingu og lögráð, sbr. 1. 29/1931.2C) 2) Um viðurkenningu dóma og fullnægju þeirra, sbr. 1. 20/1932. 3) Um gjaldþrotaskipti, sbr. 1. 21/1934. 4) Um erfðir og skipti á dánarbúum, sbr. 1. 108/1935. 5) Um innheimtu meðlaga, sbr. 1. 93/1935. Gildis- svið samninga þessara er bundið við Norðurlönd, þeir taka aðeins til aðila, sem annað hvort eru ríkisfastir eða heimilisfastir í einhverju Norðurlandanna. Þegar skráðum réttarheimildum er ekki til að dreifa koma til álita aðrar heimildir réttarins svo sem fordæmi, réttarvenja og eðli máls. Gildir hér hið sama, sem um aðrar greinar lögfræðinnar. Dómar eru fáskrúðugir hér á landi á þessu réttarsviði, en erlendir dómar, einkum frá hinum Norðurlöndunum geta haft hér fordæmisgildi, enda þótt þar sé ekki heldur um auðugan garð að gresja í þessu efni. Ymsar reglur lagaskilaréttar eru taldar eiga rætur sínar í venjurétti, eins og t.d. heimilisfestireglan, sem beitt hefur verið oft og lengi, bæði af dómstólum og stjórnvöldum. Þá getur þurft að byggja á eðli máls, ef aðrar réttarheimildir skortir. í þessu sambandi má nefna Irma- Mignon kenninguna, sem svo er nefnd. Hún er grundvölluð á norskum hæstaréttardómi frá árinu 1923 og rétt þykir að víkja aðeins nánar að.27) Málsatvik voru þau, að tvö norsk skip, Irma og Mignon, rákust á er þau voru á siglingu á fljótinu Tyne í Englandi. Áreksturinn varð vegna mistaka við stjórn annars skipsins (Irma), sem breskur hafn- sögumaður stjórnaði. I málinu var deilt um það, hvort útgerð skips- ins, sem árekstrinum olli, bæri ábyrgð á mistökum hafnsögumannsins, en mismunandi reglur giltu um það, eftir því hvort beitt var enskum eða norskum lögum. Samkvæmt enskum sjóréttarreglum bar útgerð- in ekki slíka ábyrgð, andstætt því sem gilti að norskum rétti. Hæsti- réttur Norégs taldi að beita bæri norskum lögum í þessu tilviki og byggði þá niðurstöðu á því, að bæði skipin voru norsk, sömuleiðis að- ilar málsins, og engin þjóðaréttarleg sjónarmið mæltu gegn því að 25) í Hrd. 1984:1444 reyndi m. a. á það hvort Norðurlandasamningur um hjúskap, ætt- leiðingu og lögráð, sbr. lög nr. 29/1931, hefði öðlast lagagildi hér á landi. Meiri hluti Hæstaréttar taldi svo vera, eins og segir í dóminum: „Með hliðsjón af því, að sér- stök lög voru sett um samninginn, og eftir auglýsingu nr. 85/1931 tók hann gildi 1. janúar 1932, verður að telja, að hann hafi lagagildi hérlendis." 26) í Hrd. 1984:1444 kom til álita 11. gr. fyrrnefnds Norðurlandasamnings um ættleið- ingu, og snerist málið um það, hvort íslenskur námsmaður, sem dvaldi við nám i Sviþjóð, hefði átt heimilisfesti á Islandi eða Svíþjóð þegar hann sótti um ættleiðingu. Um dóm þennan vísast til greinar Þorgeirs Örlygssonar í Tímariti lögfræðinga, 1984 4. hefti bls. 216. 27) Karsten Gaarder, sama rit bls. 29—30. NRT 1923 bls. 59. 17

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.