Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Page 27
Þorgeir Örlygsson
prófessor:
UM VIÐURKENNINGU
ERLENDRA DÓMA
Á ÍSLANDI
EFNISYFIRLIT
I. Inngangur............................................................21
II. Hvað felst í viðurkenningu erlendra dóma? ...........................22
III. íslenskar viðurkenningarreglur fram til ársins 1932................. 23
IV. Þróun viðurkenningarreglna eftir 1932............................... 26
V. Meginregla íslensks réttar um viðurkenningu erlendra dóma. 27
1. Frávísunaráhrif..................................................27
2. Fordæmisáhrif. ..................................................28
3. Sönnunaráhrif. .. 29
VI. Undantekningar frá meginreglunni.....................................31
1. Samningur milli íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og
Svíþjóðar um viðurkenningu dóma og fullnægju þeirra
frá 16. mars 1932................................................ 31
2. Erlendir skilnaðardómar..........................................33
VII. Almenn skilyrði viðurkenningar.......................................36
VIII. Erlendar sáttir. ...................................................37
IX. Skilnaðarúrlausnir yfirvalda. .......................................39
X. „Litis pendens" áhrif málshöfðunar erlendis..........................39
XI. Fjölþjóðlegt samstarf................................................43
XII. Lokaorð. ............................................................45
I. INNGANGUR.
I XIV. kafla laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði er að
finna reglur um réttaráhrif eða réttarverkanir dóma. 1 reglum þess-
um felst það m.a., að dómur er hin endanlega afgreiðsla viðkomandi
dómstóls á því dómsmáli, sem til umfjöllunar er, og felur í sér bind-
andi úrlausn þess máls, sem um er deilt. 1 samræmi við þetta er sagt,
að dómur hafi réttarverkanir eða réttaráhrif. 1 réttaráhrifum dóma
í þessum skilningi felst það í fyrsta lagi, að sama ágreiningsefni verð-
ur ekki borið undir dómstóla á nýjan leik (neikvæð áhrif eða frávís-
21