Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Qupperneq 28
unaráhrif) og í öðru lagi, að dómur verður án nýrrar rannsóknar á
staðreyndum og lagareglum lagður til grundvallar í öðrum dómsmál-
um, þar sem hann hefur þýðingu (jákvæð áhrif eða íordæmisáhrif.)5)
Til grundvallar reglunum um réttaráhrif dóma liggur það sjónar-
mið, að endir skuli vera allrar þrætu, og helgast það bæði af hags-
munum málsaðilja og hins opinbera.1 2)
Reglur XIV. kafla laga nr. 85/1936 um frávísunaráhrif3) dóma er
að finna í 2. mgr. 196. gr. laganna, en reglurnar um fordæmisáhrif3)
eru leiddar af upphafsákvæði 195. gr. laganna og koma einnig fram
í niðurlagi 117. gr. þeirra. Reglur þessar eiga einvörðungu við um
dóma íslenskra dómstóla. Ef frá eru talin þau lög, er veita lagagildi
Norðurlandasamningum á sviði alþjóðlegs einkamálaréttar og einka-
málaréttarfars, eru ekki í íslenskum rétti settar heimildir um réttar-
áhrif erlendra dóma og úrskurða.
I umfjöllun þeirri, sem hér fer á eftir, er ætlunin að kanna, hverjar
reglur gildi hér á landi um réttaráhrif erlendra dóma í þeim skilningi,
sem að framan er rakið. Jafnframt verður tekið til athugunar, hvort
ákvarðanir annarra erlendra úrlausnaraðilja en dómstóla geti haft
réttaráhrif hérlendis; hverjar reglur ætla megi, að gildi hér á landi
um þýðingu og réttaráhrif erlendra sátta, og er þá bæði átt við réttar-
sáttir og utanréttarsáttir. Eins verður um það álitaefni fjallað, hvort
málshöfðun erlendis geti haft svokölluð „litis pendens“ áhrif á máls-
höfðun hér á landi. Loks verður að því vikið, hvort gildandi réttar-
reglur þarfnist endurskoðunar og í því sambandi hugað að fjölþjóðlegu
samstarfi. Umfjöllunin takmarkast við dóma, úrskurði og ákvarðanir
á sviði einkaréttar.
II. HVAÐ FELST í VIÐURKENNINGU ERLENDRA DÓMA?
Þegar þannig er tekið til orða, að erlendur dómur sé viðurkenndur,
er fyrst og fremst átt við það, að dómurinn hafi réttaráhrif eða
réttarverkanir í því landi, sem viðurkenningu veitir. Réttarreglurnar
um viðurkenningu erlendra dóma eru hluti landsréttar hvers ríkis,
1) Þór Vilhjólmsson, Rcttarfar III. Reykjavík 1975, bls. 63; Einar Arnórsson, Almenn með-
ferð einkamóla í héraði. Reykjavík 1941, bls. 285-286.
2) Á Norðurlandamálum er talað um „retskraft" eða „res judicata" verkanir. Sjá t.d.
Bernhard Gomard, Civilprocessen. Kaupmannahöfn 1984, bls. 464-467.
3) Urn liugtaksnotkunina „fordæmisáhrif" (præjudicerende virkning) og „frávísunaráhrif"
(afvisningsvirkning), sjá Bernhard Gomard, áður tilvitnað rit, bls. 466 og Torben
Svenné Schmidt, International formueret. Kaupmannahöfn 1987, bls. 120.
22