Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Page 30

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Page 30
hafi samkvæmt erlendum dómi þurfti að höfða mál fyrir íslenskum dómstóli til þess að fá aðfararhæfan dóm og byggja kröfur sínar í því máli á niðurstöðu hins erlenda dómstóls. Sjálfstæð prófun sakarefnis fór þá ekki fram og íslenski dómstóllinn lagði að öðrum skilyrðum fullnægðum erlenda dóminn til grundvallar niðurstöðu sinni, svo sem nú er með gerðardóma, hvort heldur um er að ræða erlenda eða inn- lenda gerðardóma.s) Til þess að varpa ljósi á réttarstöðuna eins og hún var hér á landi fram til 1932'þykir rétt að rekja dóm Landsyfirréttarins í dómasafni Lyfrd. V. 164: Eggert Briem f.h. Alexander Dichson Rennie gegn Birni Kristjánssyni. Málavextir voru þeir, að B, íslenskur kaupmaður, réði A, skoskan mann, sem umboðsmann sinn við útflutning og sölu íslensks sauðfjár til Skotlands. Þegar sauðféð kom til hafnar í Skotlandi, var bannað að flytja farminn í land og var sauðfénu slátrað í skipinu og afurð- irnar seldar með miklum afföllum. B varð fyrir tjóni af þessum sök- um og taldi hann A bera ábyrgð á því gagnvart sér vegna vanrækslu á skyldum sínum sem umboðsmaður. Höfðaði B af þessu tilefni mál á hendur A fyrir skoskum dómstóli til heimtu skaðabóta. I því máli var A sýknaður af öllum kröfum B og B dæmdur til þess að greiða A málskostnað. A höfðaði því næst mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur til þess að fá dóm hérlends dómstóls fyrir málskostnaðinum. í bæjar- þingsmálinu krafðist B sýknu af kröfum A og gagnstefndi honum til heimtu skaðabóta vegna vanrækslu í umboðsmannsstarfinu. A byggði kröfur sínar í bæjarþingsmálinu á dómi hins skoska dóm- stóls. B hélt því fram, að sá dómur væri ekki bindandi fyrir íslenska dómstóla. Undirréttur og Landsyfirréttur töldu andmæli B ekki á rökum reist. 1 dómi Landsyfirréttarins sagði, að B hefði sjálfur höfð- að málið fyrir skoska dómstólnum á hendur A og lagt það þannig undir úrskurð hans. Ekki væri um það deilt, að sá dómstóll hefði átt lögsögu í málinu. Síðan sagði orðrétt í dómi Landsyfirréttarins: ,,Dóm- 8) SjA til samanburðar um erlcnda gerðardóma t.d. Hrd.1981.1243 (Andri h/f gegn Bjerre- gaard & S0nner, Fiskeeksport A/S). Málið snerist um sölu íslensks framleiðanda A lóðumjöli til dansks kaupanda. f kaupsamningi aðilja var Akvæði um lausn Agreinings Jreirra fyrir gerðardómi GAFTA í London. Kaupandinn hélt Jjví fram, að mjölið hefði verið gallað, og var seljandinn dæmdur fyrir gerðardóminum til Jress að greiða kaup- andanum 3.732.38 sterlingspund í skaðabætur. ÞrAtt fyrir gerðardómsúrlausn þessa neitaði seljandinn að greiða hinar dæmdu skaðabætur, og höfðaði kaupandinn því mAl fyrir íslenskum dómstólum til þess að fA aðfararhæfan dóm. í Jrví mAli byggði kaupandinn kröfur sínar A niðurstöðum gerðardómsins. Framangreind fjárhæð var dæmd af fslenskum dómstólum í samræmi við niðurstöðu gerðardómsins. 24

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.