Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Qupperneq 35

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Qupperneq 35
áhrif, eins og Einar Arnórsson hélt fram. Sjónarmið Einars stangast þó á við sjónarmið fræðimanna eins og 0. A. Borums, sem telur það fel- ast í meginreglunni, að erlendir dómar hafi hvorki frávísunar- né for- dæmisáhrif.22) Um fordæmisáhrif erlendra dóma segir Borum, að hafi það álitaefni, sem erlendur dómstóll tók afstöðu til, þýðingu við úr- lausn máls fyrir dönskum dómstóli, verði danski dómstóllinn að taka sjálfstæða afstöðu til álitaefnisins og sé þá óbundinn af niðurstöðu erlenda dómstólsins. Niðurstaða'Borums virðist að mörgu leyti rökréttari en niðurstaða Einars. Fyrst út frá því er gengið, að erlendur dómur hafi ekki frá- vísunaráhrif, er það eðlilegri ályktun, sem horfir til meira samræmis, að dómurinn hafi ekki heldur fordæmisáhrif hér á landi, þ.e. að hann verði ekki án rannsóknar á staðreyndum og lagareglum lagður til grundvallar í öðrum dómsmálum. 3. Sönnunaráhrif. Þótt niðurstaðan samkvæmt framansögðu sé sú, að erlendir dómar hafi hvorki frávísunar- né fordæmisáhrif hér á landi, er engan veg- inn hægt að fullyrða, að þeir séu með öllu þýðingarlausir. Ljóst er, að sú afstaða, sem fram kemur í erlendum dómi, getur með ýmsum hætti haft þýðingu við málarekstur út af sama sakarefni fyrir dóm- stólum hér á landi. Skal nú að því atriði vikið. Ef höfðað yrði fyrir íslenskum dómstóli mál út af sakarefni, sem erlendur dómstóll hefur þegar dæmt um og íslenski dómstóllinn ætti samkvæmt íslenskum lagaskilareglum að beita sömu erlendu réttar- reglunum og erlendi dómstóllinn gerði, er ólíklegt, að íslenski dóm- stóllinn komist að annarri efnisniðurstöðu en sá erlendi. það eru m.ö.o. litlar líkur til þess, að íslenskur dómstóll beiti hinni erlendu réttar- reglu með öðrum hætti en erlendi dómstóllinn gerði.23) Eins hlýtur erlendur dómur að hafa aukna þýðingu hér á landi í þeim tilvikum, þar sem stefndi hefur með varnarþingssamningi sam- ið sig undan lögsögu íslenskra dómstóla og fallist á að hlíta lögsögu dómstóla í erlendu ríki. Má um það deila, hvort í slíkum tilvikum sé um að ræða beinar réttarverkanir eða einvörðungu það, sem hér hef- ur verið nefnt sönnunaráhrif. Tvímælalaust er, að erlendur dómur, þar sem Islendingur hefur ver- ið dæmdur á grundvelli slíks varnarþingssamnings, hefði frávísunar- 22) O. A. Borum, áður tilvitnað rit, bls. 201. 23) Sjá um þetta atriði í dönskum rétti t.d. O. A. Borum, áður tilvitnað rit, bls. 201-202. 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.