Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Side 39

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Side 39
öðlast gildi alþjóðleg einkamálaréttarákvæði í samningi milli Islands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, um hjúskap, ættleiðingu og lögráð. b) Lög nr. 21/1934 um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta öðlast gildi ákvæðin í samningi milli Islands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um gjaldþrotaskipti. c) Lög nr. 108/ 1935 um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta öðlast gildi ákvæð- in í samningi milli Islands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóð- ar, urn erfðir og skipti á dánarbúum. d) Lög nr. 93/1962 um heimild fyrir ríkisstjórnina til að láta öðlast gildi ákvæði í samningi milli Is- lands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, um innheimtu meðlaga. 2) Erlendir skilnaðardómar. Eins og áður segir, hefur því verið haldið fram í fræðiritum hér á landi,31) að viðurkenna beri erlenda skilnaðardóma, þótt settar laga- reglur skorti um það efni. Er þetta í samræmi við norrænar fræði- skoðanir32) og má segja, að íslenskir dómstólar hafi í úrlausnum sín- um staðfest þetta viðhorf, sbr. Hrd. 1972.1061 (skilnaðardómur) og Hrd. 1985.599 (ógildingardómur). Rök þess, að viðurkenna beri erlenda skilnaðardóma, hafa fyrst og fremst verið talin þau, að þar sem dómurinn breytir því réttarástandi, sem er og skapar nýtt, gæti það leitt til mikillar óvissu um hjúskapar- stöðu manna, ef viðurkenningar yrði synjað.33) Synjun viðui’kenn- ingar gæti m.ö.o. leitt til þess, að hjón yrðu sums staðar talin í hjú- skap, en annars staðar ekki, allt eftir því hvar í landi reyndi á slíkt álitaefni. I viðurkenningu erlends skilnaðardóms felst það hvort tveggja, að dómurinn hefur frávísunaráhrif og fordæmisáhrif.34) I frávísunar- áhrifum felst það, að skilnaðarmál verður ekki höfðað hér á landi, ef 31) Magnús Thoroddsen, áður tilvitnað rit á bls. 356-357. 32) Um danskan rétt sjá t.d. Allan Philip, áður tilvitnað rit á bls. 120. Um norskan rétt sjá t.d. Torstein Eckhoff, áður tilvitnað rit á bls. 128 og um sænskan rétt sjá t.d. Michael Bogdan, áður tilvitnað rit á bls. 246. 33) Um rökstuðning fyrir viðurkenningu erlendra skilnaðardóma sjá t.d. Bernhard Gomard, áður tilvitnað rit á bls. 477-478 og Torben Svenné Schmidt, International skilsmisse- og separationsret á bls. 451. Synjun viðurkenningar gæti t.d. haft þær afleiðingar f för með sér, að maður, sem treyst hefði á gildi erlends skilnaðardóms og gengið í hjúskap að nýju, yrði talinn í tvíkvænishjúskap. 34) Torben Svenné Schmidt, International skilsmisse- og separationsret, bls. 448. Eins og þar er rakið hafa mismunandi viðhorf komið fram um það hjá fræðimönnum, livort erlendur skilnaðardómur hafi bæði frávfsunar- og fordæmisáhrif eða einvörðungu for- dæmisáhrif. Almennt er við það miðað, að erlendir dómar hafi báðar þessar réttar- verkanir. 33

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.