Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Page 43

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Page 43
kallaður „ordre public“ fyrirvari.42) Með þessu er átt við, að dómur- inn bjóði ekki neitt það, sem ólöglegt teldist eða ósiðlegt samkvæmt íslenskum lögum og íslenskri réttar- og siðferðisvitund.43) VIII. ERLENDAR SÁTTIR. Samkvæmt 2. tl. 2. gr. Norðurlandasamningsins frá 16. mars 1982, sbr. lög nr. 80/1982, teljast sættir gerðar fyrir sáttanefnd eða rétti á Norðurlöndum jafnsettar aðfararhæfum dómum. I þessu felst það, að sættir gerðar fyrir dómi eða sáttanefnd í Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og Noregi hafa beint aðfararhæfi44) hér á landi með sama hætti og dómar frá þessum löndum. Þarf því ekki milligöngu hinna almennu dómstóla, til þess að fara megi í aðför samkvæmt þeim. Samkvæmt orðanna hljóðan tekur samningurinn frá 1932 ekki til utanréttarsátta og hafa þær því hér á landi sama gildi og hver annar samningur, sem gerður er erlendis.45) Rétt er að vekja athygli á því, sem áður er fram komið III), að Norðurlandasamningurinn um viðurkenningu dóma frá 1977, sem Is- lendingar hafa undirritað en ekki veitt lagagildi, tekur auk réttar- sátta einnig til utanréttarsátta. Samkvæmt þeim samningi hafa því utanréttarsáttir, sem gerðar eru í einu samningsríkjanna, beint að- 42) Allan Pliilip, áður tilvitnað rit á bls. 115. Það stæði viðurkenningu erlends skilnaðar- dóms væntanlega ekki í vegi hér á landi, þótt erlendur dómstóll hafi f úrlausn sinni beitt öðrum réttarreglum en íslenskur dómstóll liefði gert í sambærilegu tilviki. Þá má og ætla, að aðeins í undantekningartilvikum leiddi það til synjunar á viðurkenn- ingu erlends skilnaðardóms, að erlendi dómurinn veitti skilnað á grundvelli skilnaðar- ástæðu, sem ekki þekkist í íslenskum rétti. Um þetta efni í dönskum rétti sjá Torben Svenné Schmidt, International skilsmisse- og separationsret, bls. 371 og 377. Að áliti höfundar í sama riti á bls. 378 er ekki ljóst, livort danskir dómstólar myndu viður- kenna erlendan skilnaðardóm, sem beitt hefði dönskum réttarreglum í úrlausn sinni og augljóslega misskilið réttarreglumar, t.d. veitt skilnað, þar sem skilyrði hans skv. dönskum rétti voru ekki fyrir hendi. 43) „Ordre public“ fyrirvarinn hefur sjálfsagt mesta þýðingu að því er varðar mótbárur vegna annmarka á réttarfarslegri meðferð málsins í dómstólslandinu. Er þá fyrst og fremst átt við, að erlendi dómstóllinn hafi vikið til hliðar grundvallarreglum íslensks réttar um rétt stefnda til þess að halda uppi vörnum í rnálinu. Sjá nánar Torben Svenné Schmidt, International skilsmisse- og separationsret á bls. 379. f 11. gr. Norður- landasamningsins um viðurkenningu dóma og fullnægju þeirra, sbr. lög nr. 30/1932, er þetta orðað svo, að af samningnum leiði ekki skyldu til þess að viðurkenna eða fullnægja dómi, úrskurði eða sætt, þegar augljóst er, að það myndi vera ósamrýman- legt réttarskipulagi landsins. 44) Með beinu aðfararhæfi er átt við aðfararhæfi án milligöngu hinna almennu dómstóla. 45) Stefán Már Stefánsson, Réttarsáttir, Tímarit lögfræðinga, 1. hefti 1971, bls. 25. 37

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.