Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Qupperneq 50
október 1986 ákvað dómsmálaráðherrann, að lög nr. 325/1986 skyldu
taka gildi 1. nóvember 1986. Samkvæmt 1. mgr. 39. gr. staðfestingar-
samningsins frá 1978 öðlast hann gildi að liðnum þremur mánuðum
frá því að öll stofnríki EBE og a.m.k. eitt ríkjanna þriggja, er síðar
gerðust aðiljar, hafa staðfest samninginn. Eftir að Belgar staðfestu
samninginn og síðar Danir, öðlaðist hann gildi milli stofnríkjanna sex
og Danmerkur frá og með 1. nóvember 1986.,;1)
Ekki eru tök á því hér að skýra samning EBE-ríkjanna í einstökum
greinum. Þess skal þó getið, að samkvæmt III. kafla samningsins (við-
urkenningarkaflanum) hafa dómar og úrskurðir í einkamálum (civil
matters) og verslunarmálum (commercial matters), sem upp eru
kveðnir í einu aðildarríkjanna (dómstólsríkinu), full réttaráhrif og
eru aðfararhæfir í öðrum aðildarríkjum samningsins (viðurkenningar-
ríkjunum). Hið sama gildir um réttarsáttir og opinberlega staðfest
skjöl, sem út eru gefin í einu samningsríkjanna og eru aðfararhæf þar.
Það er meginregla samningsins, að í aðildarríki því, sem viðurkenn-
ingu veitir, er ekki lagt mat á lögsögu dómstólsríkisins, og viðurkenn-
ingarríkið endurmetur hvorki mat dómstólsríkisins á staðreyndum né
beitingu þess á lagareglum. Að því er útivistardóma varðar, eru gerðar
sérstakar kröfur um stefnubirtingu fyrir stefnda, sem eiga að tryggja,
að dómþoli hafi fengið sanngjarnt tækifæri til þess að taka til varna í
málinu. Þá er og almennur „ordre public“ fyrirvari.
Samningur EBE-ríkjanna gerir og ráð fyrir einfaldri og fljótvirkri
fullnustuleið í viðurkenningarríkinu (eksekvatur), sem öllum aðildar-
ríkjunum ber að fylgja.02) Það er skilyrði aðfarar í viðurkenningar-
ríkinu, að viðurkenningarskilyrðum samningsins sé fullnægt, þ.á m.
að dómurinn sé aðfararhæfur í dómstólsríkinu. I samningnum eru
ákvæði um það, til hvaða dómstóls í viðurkenningarríkinu beina eigi
beiðni um aðför. Samkvæmt EBE-samningnum og lögum nr. 325/1986
í Danmörku er það reglan þar í landi, að aðfararbeiðni á að bera fram
við fógetarétt á þeim stað í viðurkenningarríkinu, þar sem dómþoli á
heimilisvarnarþing.6 2)
Gerðarþoli kemur yfirleitt ekki að andmælum á fyi’sta stigi málsmeð-
ferðar, þ.e. þegar fógeti úrskurðar um, hvort skilyrðum aðfarar sé
fullnægt. Fógeti tilkynnir gerðarbeiðanda um niðurstöðu sína og gerir
gerðarþola viðvart, ef aðför nær fram að ganga. Gerðarþoli hefur heim-
ild til að áfrýja ákvörðun fógeta, ef aðför er heimiluð. Beiðni um áfrýj-
61) Torben Svenné Schmidt, Intemational formueret, bls. 46-47.
62) Torben Svenné Schmidt, International formueret, bls. 122-124
44