Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Síða 52
varðandi viðurkenningu erlendra dóma. Þessi sjónarmið eru: 1) Vilji
til þess að koma í veg fyrir þann tvíverknað, sem felst í ónauðsynlegri
endurtekningu málaferla varðandi deiluefni, sem þegar hefur verið
útkljáð fyrir dómstólum. 2) Verndun hagsmuna þess málsaðilja, sem
haft hefur betur í málaferlum, gegn undanbrögðum af hálfu þess, sem
tapað hefur máli, hvort heldur um er að ræða sóknar- eða varnaraðilja.
3) Að fullnusta dóms í dómstólslandinu eigi ekki að vera allsráðandi
við val stefnanda á varnarþingi. 4) Vilji til að skapa festu og öryggi í
samskiptum manna, þar sem hagsmunir þeirra hafa oft alþj óðleg tengsl
og eru ekki einvörðungu tengdir lögsögu einstaks ríkis. 5) Að dóm-
stólslandið sé oft eðlilegri vettvangur fyrir málarekstur en viðurkenn-
ingarlandið, hvort heldur það er vegna þæginda, meiri tengsla við sak-
arefnið eða af öðrum ástæðum.
Menn kann að greina á um réttmæti einstakra atriða í kenningum
hinna bandarísku fræðimanna. Hinu verður þó ekki neitað, að gildandi
fyrirkomulag í þessum efnum hér á landi hefur í för með sér marg-
víslegt óhagræði og óvissu fyrir málsaðilja. Er því eðlilegt, að spurt sé,
hvort það skref, sem hér var stigið 1932, hafi ekki fremur verið skref
aftur á bak en fram á við.
Aðild íslands að fyrrgreindum viðurkenningarsamningi EBE og
EFTA yrði tvímælalaust til bóta, þar sem hún myndi rýmka um gild-
andi viðurkenningarreglur hér á landi. Eftir sem áður yrðu dómar
uppkveðnir í ríkjum utan Norðurlanda og utan EBE og EFTA þó ekki
viðurkenndir hér á landi. Það er hins vegar umhugsunarefni, hvort rétt
sé að gera viðurkenningu erlendra dóma á Islandi alfarið háða því, að
til staðar sé tvíhliða eða fjölþjóðlegur samningur um slíka viðurkenn-
ingu. I tengslum við hugsanlega aðild okkar að EBE og EFTA-samn-
ingnum er eðlilegt að sú spurning komi fram, hvort rétt sé að stíga
enn stærra skref og taka upp það fyrirkomulag, sem hér gilti fram til
ársins 1932, þ.e.a.s. viðurkenna erlenda dóma, sem eru í samræmi við
góða siði og allsherjarreglu. Verður ekki annað séð af dómi Landsyfir-
réttar í dómasafni Lyfrd. V. 164 en að það fyrirkomulag hafi bæði
reynst hættulaust og hagkvæmt.
SKRÁ YFIR TILVITNUÐ RIT.
Alþingistíðindi.
Allan Pliilip. Dansk international privat- og procesret. Kanpraannahöfn 1976.
Arthur Taylor von Mehren. Recognition of foreign adjudications: A survey and a suggested
approach. Harvard Law Review, Volume 81, June 1968. [Ásamt Donald T. Trautman].
46