Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Side 63
Ávíð
o£ dreif
BÓKAFREGNIR
Deilt á dómarana eftir Jón Steinar Gunnlaugsson. Útgefandi er Almenna
bókafélagið, Reykjavík 1987.
Bókin er 138 bls. í meðalstóru broti. [ henni gerir höfundur grein fyrir 6
dómsmálum fyrir Hæstarétti. Var hann málflytjandi í þeim öllum nema einu.
Ritið skiptist í 6 kafla, sem bera þessi heiti: Þegar á reynir, Tveir dómar
um tjáningarfrelsi (undirkaflar: Frjálst útvarp og Spegillinn), Skattar og vernd
eignarréttar (undirkaflar: Helztu álitaefnin, Kjarnfóðurgjaldið og Gengis-
munur), Eignarréttur í forsjá sveitarstjórna, Minnihlutaatkvæði um félaga-
frelsi og Nokkrar niðurstöður.
í bókinni kemur fram mjög hvöss gagnrýni á Hæstarétt. í lokakaflanum
eru m.a. dregnar þær ályktanir af málunum sex að 1. dómarar við Hæstarétt
íslands hafi mjög ríkar tilhneigingar til að draga taum ríkisins og takmarka
og þrengja vernd mannréttinda og 2. hæstaréttardómar séu sumir Ittt eða
ekki rökstuddir. Er slík gagnrýni vitaskuld ærið bókarefni, og má vera að
Jón Steinar Gunnlaugsson hafi með þessari bók riðið það vað sem full þörf
væri á að fleiri könnuðu.
Dómar um almennt einkamálaréttarfar eftir Markús Sigurbjörnsson. Útgef-
andi er Námssjóður Lögmannafélags fslands, Reykjavík 1988.
í bókinni eru reifaðir dómar, sem varða réttarframkvæmd við meðferð al-
mennra einkamála eftir setningu laga nr. 85/1936, þ.e. frá árinu 1937, allt til
ársins 1984.
Hér er um allmikið rit að ræða, 623 bls. í meðalstóru broti. ,,Riti þessu er
skipt í tvo meginþætti,“ segir í inngangi, „annars vegar reifanir dóma úr
dómasafni Hæstaréttar á árabilinu 1937 til 1984, og hins vegar atriðisorða-
skrá, sem er eiginlegt efnisyfirlit ritsins . .. Dómareifunum er ekki raðað
eftir efni þeirra, heldur eru dómar raktir í tlmaröð, sem ræðst af árgangi
dómasafns og blaðsíðutali .. . Atriðisorðaskránni er á hinn bóginn ætlað að
vísa á þá dóma, sem varða einstök efni.“
Dómar um almennt einkamálaréttarfar er hið eigulegasta rit og eftir því
þarflegt. Bókin fæst í Bókasölu stúdenta og kostar 5.400 krónur.
57