Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1994, Síða 10

Ægir - 01.12.1994, Síða 10
Kaldbakur frá Akureyri var fyrsta skipið sem Auðunn var skipstjóri á. Fylkir RE 171 smíðaður í stað annars með sama nafni sem sökk norður af Horni. Sigurður RE - að sögn Auðuns besta sjóskip sem hann hefur kynnst. að Hafró vissi ekki alla söguna. Ég er sjálfur viss um aö þorskurinn hrygnir víðar við ísland en sagt er, t.d. fyrir norðan." Talið berst að vinnubrögðum við fiskirannsóknir og Auðunn telur að ým- islegt megi athuga við togararallið svo- kallaða. „Það er þekkt fyrirbæri að eftir langa friðun gefur fiskurinn sig ekki alltaf til þó hann sé þar. í togararall- inu er tekið eitt tog og það gefur ekki rétta mynd að mínu áliti." Hvar eru helvítis togararnir? „Vestmanneyingarnir vildu helst vera á netabátum í námunda við tog- ara því þar var betri afli. Þegar var tregfiski hjá þeim þá heyrðist alltaf: Hvar eru helvítis togararnir. Þeir vildu vera í námunda við þá því það kom hreyfing á fiskinn við togið og þeir fengu helmingi meira í netin. Það er hægt að telja mýmörg dæmi um þetta. Fyrir Austfjörðum voru eitt sinn góð trillumið rétt við fjögurra mílna mörkin. Þegar þau voru færð út hvarf fiskurinn af slóöinni og trillum- ar uröu að fara út á tólf mílurnar þar sem veiðin var. Ég held að við langvarandi friðun verði breyting á lífríkinu. Við sjáum núna hvernig þaraskógarnir verða íg- ulkerum að bráð og þau taka völdin. Trollin muldu ígulkerin á botninum svo fiskurinn komst að ætinu. Slógið sem var hent er fóður fyrir fiskinn. Síðasti togarinn sem hífði þegar Faxaflóanum var lokað tók 50 tonn af þorski í síðasta holi. Síðan hefur ekki sést fiskur hér. Ég held að algjör friðun sé ekki endilega til góðs, ég hef ekki enn séð það sannað." Nú tala smábátamenn mikið um að krókaveiðar séu vistvcenar og mun betri en togveiðar sem eyöileggi veiðislóðir. Hvað finnst þér um þessar kenningar? „Þetta er ákaflega hæpið. Þaö er ekkert vit í því að treysta á smábátaút- gerð. Þeir geta talað digurbarkalega núna eftir eitt besta árferði sem ég man eftir. En sum ár eru teljandi á fingrum þeir dagar sem gefur á sjó fyr- ir svona fleytur." 10 ÆGIR DESEMBER 1994

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.