Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1994, Side 18

Ægir - 01.12.1994, Side 18
 /ærum |únir að missa Blikann ef ekki væru Smuguveiðarnar Ottó Jakobsson framkvæmdastjóri útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Blika hf. á Dalvík Bræðurnir Ottó og Matthías úti fyrir fiskverkunarhúsi Blika hf. en þeir eru stundum nefndir Jackson-bræður manna á meðal á Dalvík. eins og Ottó segir skiptu veiðamar í Barentshafi sköpum fyrír þá. Hann vill kenna kvótakerfinu um það, eða kannski vœrí réttara að segja hvemig það kerfi hefur þróast. 60.000 tonn í bitlinga stjórnmálamanna „Þegar kvótakerfinu var komiö á fyrir tíu árum var ég í hópi efasemdarmanna um það hvort kerfið gengi upp. Ég lét hins vegar sannfærast við þau orð fiskifræðinga og stjórnmálamanna að kerfið væri ill nauðsyn sem einungis þyrfti að vera við lýði um skamman tíma. Eftir það mætti reikna með því að íslandsmið gæfu af sér um 400.000 tonn af þorski á ári til jafnaöar. Eins og fleiri langaði mig til að trúa þessu, þess vegna beitti ég mér ekki meira gegn því á sínum tíma en raunin var. Núna finnst mér á hinn bóginn aö flestar efasemdirnar sem ég hafði um kvótakerfið séu orðnar að veruleika. Kerfið hefur breytt öllu útgerðarmynstri í landinu. Kvótinn hefur færst á hendur æ færri fyrirtækja. Það blasir við að með sama áframhaldi verða hér í landinu einungis 10-15 stór út- gerðarfyrirtæki í togaraútgerð, krókaleyfistrillur og loðnu- bátar. Önnur útgerð verður úr sögunni. Með þessu er ég þó ekki að segja að aflamarkskerfið sé al- vont. Þaö er hins vegar búið að fletja það út í atkvæðaveið- um stjórnmálamanna sem hafa tekiö af einum til að hygla öðrum. Gleggstu dæmin um þetta er línutvöföldunin og stjórnlaus fjölgun krókaleyfisbáta sem ekki var tekið á um langa hríð. Nú er svo komið að úthlutun þorskveiðiheim- ilda til aflamarksskipa er einungis fjórðungur þess sem hún var. Þaö er úthlutað 90.000 tonnum til þeirra en 60.000 tonnum í ýmsa bitlinga stjórnmálamanna, línutvöföldun, krókaleyfistrillur og Hagræðingarsjóð." Þröstur Haraldsson. Ottó Jakobsson er framkvæmdastjóri Blika hf. á Dalvík. Hann gerir út samnefndan togara sem hefur komið mikið við sögu í Smuguveiðum íslendinga. Ottó segir það ekki spurningu að þeir væru búnir að missa skipið ef veiðarnar í Barentshafi hefðu ekki komið til. Svo mjög hefði niðurskurður á aflaheimildum sorfib að fyr- irtækinu. Bliki hf. er í milliþungavigt íslensks sjávarútvegs, ef svo má segja. Hjá fyrirtœkinu vinna 35 manns, þar af 20 á Blik- anum, sem er eina skip þeirra, og 15 í landi við saltfisk- vinnslu og inniþurrkun á hausum og beinum sem seld em til Nígeríu. Bliki hf. velti 400 milljónum króna í fyrra, en Ottó og bróðir hans Matthías em aðaleigendur fyrirtœkisins ásamt Ægi Þorvaldssyni. Bliki hf. og þeir brœður em raunar eitmig í hópi stœrstu hluthafa í Sæpiasti hf. og áttu stóran þátt í að fyrírtœkið var flutt til Dalvíkur þar sem það hefur blómstrað. En Bliki hf. hefur átt á brattan að sœkja að undanfómu og Hrein eignaupptaka „Ég vil nefna dæmi um hreina eignaupptöku sem við og fleiri útgerðir hér á Norðurlandi urðum fyrir þegar settur var kvóti á úthafsrækjuveiðar árið 1988. í reglugerðina um þetta vom settar úthlutunarreglur þar sem kveðið var á um að miðað skyldi við veiðar tvö næstu ár á undan, deilt í þaö með tveimur og síðan úthlutað 90% af því. Einn klókur stjórnmálamaður lét skeyta við reglugerðina ákvæði um að hámarkskvóti yröi 200 tonn á skip, en heildarkvóti úthafs- rækju fyrsta árið 34.000 tonn. Hér á Dalvík er vagga úthafs- rækjuveiðanna og hér voru nokkur skip með veiðireynslu upp á 300-500 tonn, Bliki hafði t.d. veitt 496 tonn að jafn- aði viðmiðunarárin tvö, en við fengum einungis 200 tonna kvóta. Um þetta leyti átti loðnuflotinn í tímabundnum erfið- leikum vegna aflabrests og þessum rækjukvóta var skipt niður á loðnuskipin. Við héldum að þetta væri bara tíma- bundið, að við fengjum þennan kvóta aftur þegar úr rættist hjá loönuflotanum. Það hefur ekki orðið og ég veit dæmi 18 ÆGIR DESEMBER 1994

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.