Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1994, Síða 34

Ægir - 01.12.1994, Síða 34
Rannsóknir og veiðar á karfa í Grænlandshafi Dr. Jakob Magnússon. Það var fyrst í kjölfar íslenskra rann- sókna áriö 1972 að bent var á að stór stofn karfa (Sebastes mentella) væri í Grænlandshafi og var stofninn strax kallaður úthafskarfi enda frábrugð- inn öðrum karfa sem til þekktist. Niðurstöður þessara rannsókna voru birtar á alþjóðavettvangi 1977 og sama ár staöfestu Þjóðverjar tilvist þessa stofns. Það var svo floti Sovét- ríkjanna fyrrverandi sem hóf veiðar 1982 úr þessum stofni en Islending- ar sinntu þessu ekkert fyrr en árið 1989 svo sem kunnugt er. Á fyrstu árum þátttöku íslendinga í úthafskarfaveiðum voru árlega birtar smágreinar í Ægi þar sem reynt var að skýra frá gangi veiðanna og helstu rannsóknum frá ári til árs. í þessari grein er leitast við að gefa aðeins ítar- legra yfirlit. Áhugi á þessum veiöum hefur farið ört vaxandi hjá Islending- um, og reyndar fleirum síðustu árin, enda eru þetta orðnar mjög alþjóðlegar veiðar. Eðli málsins samkvæmt hefur Norðaustur-Atlanthafs-Fiskveiðinefnd- in (NEAFC), sem fjallar um fiskveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum, því látiö út- hafskarfaveiðarnar og rannsóknir á stofninum sig miklu varða, enda hafa veiðarnar fram að þessu að langmestu leyti verið stundaðar á alþjóðlegu haf- svæbi. NEAFC setti því á laggirnar vinnunefnd vegna úthafskarfans sem átti að taka saman helstu vitneskju um þennan stofn en samantekt og niöur- stöður vinnunefndarinnar yrðu síðan teknar fyrir í Fiskveiðinefndinni sjálfri. íslensku rannsóknirnar eru afar mikil- vægar þegar um úthafskarfa er að ræða og kom það vel í ljós á þessum fundi. Þessi grein er að verulegu leyti byggð á samantekt sem þau Jakob Magnússon, Vilhelmína Vilhelmsdóttir og Þor- steinn Sigurðsson gerðu fyrir fundinn í karfavinnunefndinni, sem haldinn var dagana 5.-6. október 1994. Staða úthafskarfans í karfafjölskyld- unni og líffræðilegar upplýsingar Til að byrja með er rétt ab rifja stutt- lega upp nokkur atriði í líffræði þessa stofns en eins og flestir vita er lífs- hlaup karfategundanna mjög sérstætt í lífríkinu. Úthafskarfinn er annar tveggja stofna tegundarinnar Sebastes mentella. Hinn stofninn er djúpkarfi. Abrar karfategundir á okkar hafsvæði eru gullkarfi (S. marinus) og litli karfi (S. viviparus). Úthafskarfinn á lifandi Dr. Jakob Magnússon fiskifræðingur. afkvæmi, eins og aðrar karfategundir. Eðlun fer fram á haustin, eggin frjóvg- ast þó ekki fyrr en á miðjum vetri og klekjast síöan út í gotunni. Karfinn gýtur svo í apríl-maí. Hrygnur og hængar eru oft aðskilin að meira eða minna leyti, einkum um gottímann. Það er gotstofn úthafskarfans sem heldur sig í Grænlandshafi því mjög lítiö er að finna af ókynþroska fiski í stofninum þar. Mest af fiskinum er 32-40 cm að stærb og meðallengdin 36-37 cm. Stofninn er mjög sýktur af sníkjukrabbadýrinu Sphyrion lumpi, svartir og rauðir biettir í roði eru al- gengir svo og gráir biettir í holdi. Hrygnurnar eru verr leiknar af þessu en hængarnir. Hitadreifing sjávar í Grænlandshafi hefur bein eða óbein áhrif á útbreiðslu fisksins. Aðalfæðan er ýms sviflæg krabbadýr, sniglar, pil- ormar, smár smokkfiskur o.fl. Útbreiðsla Útbreiðslusvæði úthafskarfans, þ.e. kynþroska hluta stofnsins, er Græn- landshaf og nærliggjandi hafsvæði. Þekkt útbreiðsla er sýnd á mynd 1, en hún er dregin upp samkvæmt upplýs- ingum frá rannsóknum Rússa og Is- lendinga svo og gangi veiðanna. Út- hafskarfi finnst mjög sjaldan austan Reykjaneshryggs og norban 65°N eða sunnan 54°N. Nýjustu upplýsingar sýna að hann er að finna a.m.k. vestur á 48°V sunnan Grænlands eins og sjá má á mynd 4. Þegar iíður að goti þéttist út- hafskarfinn - einkum hrygnur - í aust- 34 ÆGIR DESEMBER 1994

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.