Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1994, Qupperneq 43

Ægir - 01.12.1994, Qupperneq 43
hlutfalli á milli erlends og innlends verðlags. Yrði eingöngu tekið tillit til innlendra verð- breytinga við staðvirðingu við slík skilyrði hlyti þetta hlutfall að raskast og erlendar skuldir fyrri ára yrðu ofmetnar. Gott að skulda í erlendum gjaldeyri Tafla 3 sýnir þá raunvexti sem fyrirtæki í sjávarútvegi greiða af skuldum sínum við lána- kerfið. Eins og áður hefir verið tekið fram er hér örlítill hluti undanskilinn. Þess ber að geta að hér er lántökukostnaöi sleppt en hann getur numið verulegum fjárhæðum í hlutfalli við vexti þegar um lágar skammtímaskuldir er að ræða en skiptir minna máli þegar fjallað er um stofnlán til langs tíma. í ljós kemur að sjávarút- vegur nýtur góðs af því að skulda hlutfallslega mikið í erlendum gjaldeyri þar eð raunvextir af gengistryggðum lánum eru yfirleitt mun lægri en af innlendum lánum. Sérstaklega eru raun- vextir innlendra nafnvaxtalána háir og hafa verið það frá árinu 1991. Ástæður hárra inn- lendra vaxta verða raktar til þeirrar viðleitni innlánsstofnana og fjárfestingarlánasjóða að vinna upp þær fjárhæðir sem lagðar hafa verið í afskriftasjóði útlána vegna tapaðra útlána und- anfarinna ára. Að þessu leyti nýtur sjávarútveg- ur betri kjara en ýmsar innlendar greinar sem eru með óhagkvæmari samsetningu skulda, eins og verslun, iðnaður, þjónusta og ýmsar greinar sem skulda aðallega í íslenskum krónum. Veruleg uppsveifla í þjóðarbúskapnum Raunvextir hafa hér verið reiknaðir með til- liti til breytinga á verölagi almennt. Einnig er fyrir hendi sá kostur að miða við breytingar á verði sjávarafurða. Sú aðferð hefði sýnt gerólíka mynd, einkum árin 1992 og 1993 þegar erlent verðlag hækkaði um 3,5% fyrra árið en 2,5% hið síðara en þessi ár varð verulegt verðfall sjávarafurða eða um 9% fyrra árið en um 12% hið síðara. Nú hefir þróunin snúist við þar sem verðvísitala sjávarafurða hefir hækkað um 7,6% frá júlí á þessu ári fram í nóvember og reiknað er með frekari hækkun á verði sjávarafurða þeg- ar fram líða stundir. Þessi verðhækkun sjávaraf- urða á rætur sínar að rekja til hagvaxtar meðal viðskiptalanda okkar, aukinnar eftirspurnar eft- ir sjávarafurðum samfara skorti þeirra og þess að verð sjávarafurða var lágt framan af árinu. Meðal annars af þessum sökum, veiða á fjarlæg- um miðum og landana erlendra skipa til vinnslu hér innanlands hefir orðið veruleg uppsveifla í íslenskum þjóðarbúskap. í stað Mynd 1. Lánveitingar sjávarútvegs á föstu verði í milljónum króna frá bankakerfi, fjárfestingarlánasjóðum og lánasjóðum ríkis. 19801981198219831984198519861987198819891990199119921993 Erlend gengistryggð Innlend verðtryggð Mynd 2. Hlutfallsleg skipting lána bankakerfis, fjárfestingarlánasjóða og lánasjóða ríkis til sjávarútvegs. ----1---|---i--------1— -----i---i---i........ ...i------- 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 H Erlend gengistryggð □ Innlend verðtryggð □ Innlend óverðtryggð Mynd 2. Raunvextir af lánum bankakerfis, fjárfestingarlánasjóða og lánasjóða ríkis til sjávarútvegs. 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 H Árlegir vextir □ Þriggja ára meðaltal ÆGIR DESEMBER 1994 43

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.