Ægir - 01.12.1994, Side 44
Tafla 3
Raunvextir af iánum fjárfestingarlánasjóða, bankakerfis
og lánasjóða ríkis tii sjávarútvegs í milljónum króna
1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993
Gengistryggðir 1080 1160 1658 2312 2066 1788 2363 2784
Verðtryggðir 320 375 510 581 1118 1341 1347 1211
Aörir innlendir 87 91 295 245 257 414 568 555
Alls 1487 1627 2462 3138 3441 3543 4278 4550
Hlutfallsskipting 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993
Gengistryggðir 72,65% 71,34% 67,32% 73,69% 60,02% 50,46% 55,24% 61,20%
Verðtryggöir 21,53% 23,08% 20,70% 18,51% 32,50% 37,85% 31,48% 26,61%
Aðrir innlendir 5,82% 5,58% 11,98% 7,80% 7,48% 11,69% 13,29% 12,20%
Alls 100,00% 100,00% 100,00% 100,00% 100,00% 100,00% 100,00% 100,00%
Raunvextir % 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993
Gengistryggðir 6,14% 5,44% 5,13% 5,20% 4,10% 3,66% 4,47% 4,63%
Verötryggðir 7,12% 7,88% 9,07% 8,14% 7,68% 8,10% 8,08% 7,96%
Aörir innlendir 4,32% 4,24% 11,21% 7,83% 7,23% 10,52% 12,58% 11,54%
Alls 6,17% 5,76% 6,07% 5,73% 5,02% 5,11% 5,78% 5,68%
samdráttar um 2,6% á yfirstandandi
ári, sem gert var ráð fyrir í spám frá
fyrra hausti, eru nú horfur á 1,9% hag-
vexti samkvæmt spám Þjóðhagsstofn-
unar. Aðrar spár gera ráð fyrir allt að
4% hagvexti. Um er að ræða bata sem
nemur frá 5,4% til 6,8% af þjóðartekj-
um eftir því við hvaða spár er miðað.
Sú spurning hlýtur því að vakna í ijósi
reynslu hvernig bregðast skuli við þar
eð slíkar aðstæður hafa yfirleitt haft í
för með sér hækkandi raungengi og
versnandi samkeppnisstöðu annarra
greina. Á hinn bóginn hefir samdrátt-
ur í sjávarútvegi leitt til lækkandi
raungengis, bættrar samkeppnisstöðu
og aukinnar markaðshlutdeildar inn-
lendra greina. Á þensluskeiði áranna
1986-1987 nýttist batinn ekki til að
bæta stöðu landsins út á við heldur
varð mun meiri aukning innlendrar
verðmætaráðstöfunar en nam aukn-
ingu þjóðarframleiðslu. Sannast hið
fornkveðna að sterk bein þurfi til að
þola góða daga. Sveiflujöfnun í sjávar-
útvegi er því brýn nauðsyn þar sem
greinin býr við skilyrði óvissu á flest-
um sviðum rekstrar, bæði hvað varðar
vexti, gengi, aflamagn, verð afurða,
launakostnað við vinnslu, verð þeirra
aðfanga sem greinin notar eins og
orku, veiðarfæra, umbúða og flutn-
ingskostnaðar.
Aðferöir til að slá á þenslu
Af ótta við verðhækkanir hafa seðla-
bankar ýmissa landa gripið til hækk-
unar forvaxta til að slá á þenslu þegar
verulegur efnahagsbati verður. Ólíklegt
er að sú ieið eigi fylgi að fagna við ríkj-
andi aðstæður enda forsendur vaxta
nokkru aðrar en víða erlendis og vextir
almennt taldir háir. Gengishækkun
hefir verið reynd við svipaðar aðstæð-
ur. Áhrif hennar yrðu að lækka vöru-
verð og lánskjaravísitölu og þar með
greiðslubyrði verðtryggðra lána. Sam-
keppnisstaða innlends iðnaðar myndi
versna að einhverju leyti en á móti
kæmi lækkun erlendra aðfanga hans
og sjávarútvegs.
Aflagjald heföi svipuð áhrif á af-
komu sjávarútvegs og gengishækkun
en breytti ekki samkeppnisstöðu inn-
lends iðnaðar. Kæmi það i stað virðis-
aukaskatts að einhverju leyti ætti það
að bæta hlut neytenda á svipaðan hátt
og gengishækkun um leið og það létti
af þeim þrýstingi sem virðist ætíð vera
fyrir hendi til aukningar afkastagetu í
sjávarútvegi þrátt fyrir takmarkaðar
aflaheimildir. Ennfremur veldur slíkt
gjald ekki sama óhagræöi í notkun
framleiðsluþátta og skattar á vinnuafl
og framleiðslufjármuni sem draga úr
notkun þeirra samkvæmt þeim athug-
unum sem gerðar hafa verið. Aflagjald
gæti einnig orðið til að draga úr halla
ríkissjóðs og minnka lánsfjárþörf hans.
Loks væri mögulegt að beita aflagjaldi
til að örva úreldingu fiskiskipa en
Kanadamenn telja nú ástæðu til að
verja 15 milljörðum króna til að skerða
afkastagetu flota Atlantshafsstrandar
landsins með því að kaupa upp áður
veitt veiðileyfi. Ein leið til sveiflujöfn-
unar er verðjöfnun í gegnum Verð-
jöfnunarsjóð en hún á sér áratuga sögu
og var tekin upp vegna biturrar
reynslu undir lok sjöunda áratugarins.
Markmið hennar er aö jafna þær
sveiflur sem verða innan vissra marka
á verði sjávarafurða en alls ekki að
greiða niður kostnaðarliði eins og gert
hefir verið þegar viðmiðunarverð til
verðjöfnunar er ákveðið hærra en
markaðsverð afurða hefir nokkurn
tímann orðið. □
Tafla 4
Áætlaðar skuldir sjávarútvegs við lánakerfið í júní árið 1994 (millj. kr.)
Innlent Erlent Alls
Innlánsstofnanir:
Eigin útlán 12.046 9.006 21.052
Endurlánað erl. lánsfé 0 21.526 21.526
Innlánsstofnanir alls 12.046 30.532 42.578
Beinar erlendar lántökur Ö 1.482 1.482
Fjárfestingarlánasjóöir:
Fiskveiöasjóöur 297 22.536 22.833
Byggöastofnun 971 4.001 4.972
Framkvæmdasjóöur 77 99 176
Fjárfestingarlánasjóöir alls 1.345 26.636 27.981
Lánasjóbir ríkis:
Atvinnutryggingasjóbur 4.705 2.660 7.365
Orkusjóbur 22 0 22
Ríkisábyrgöasjóbur 148 495 643
Endurlán ríkissjóös 867 972 1.839
Lánasjóbir ríkis alls 5.742 4.127 9.869
Eignarleigur 969 704 ~1.673
Skuldir vib lánkerfib alls 20.102 63.481 83.583
Skuldir utan lánakerfisins 23.622 0 23.622
Skuldir alls 43.724 63.481 107.205
44 /EGIR DESEMBER 1994