Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1995, Page 8

Ægir - 01.06.1995, Page 8
legri. Báturinn er svo helmingi meira skip eftir breytinguna." Eldskírn í suðaust- an níu vindstigum Sindri komst að því fullkLyptii skömmu eftir að hann var yfir- byggður, nánar tiltek- ið í fyrsta róðrinum þegar Jón og Kristján Ström voru á veiðum norður afAkranesi. „Eg hringdi heim um daginn, eins og ég hef fyrir reglu að gera tvisvar til þrisv- ar í hverjum róðri, og Guðrún sagði mér að það væri komið vit- laust veður í Reykja- vík. Þá var rjómalogn þar sem við vorum að draga. Við rétt náðum inn trossunni, þá var komið aftakaveður, suðaustan 8-9 vindstig og haugasjór. Þá leist mér ekki vel á blik- una. Við byrjuðum að keyra áleiðis í land en veðrið var dimmt og ég stefndi vel út fyrir Akranesið en kompásinn var skakkur vegna breytinganna á bátnum og viö lentum upp á Svið þar sem er grynnra og við fengurn hvert brotiö eft- ir annað yfir bátinn. Þaö sem gerist er að hann einfaldlega leggst á hliðina og það skolar yfir hann og hann er eldfljót- ur að rétta sig af aftur. Þá sá ég best hvað báturinn ver sig vel. En það er rétt að útlitið er sérstakt og þeir koma stundum túristarnir og spyrja hvenær næsta ferö sé því þeir halda að þetta sé lítill ferjubátur." / þessu sama veðri fórust tveir smá- bátar frá Akranesi sem voru að veiðum á sviþuðum slóðum og Sindri. Kvótakerfið, kötturinn og sinnepið Eins og nœr óumflýjanlegt er þegar rœtt er við sjómenn berst talið enn og aft- ur að kvótakerfinu. Er Jón orðinn sáttur við þetta kerfi sem hann virðist hafa lag- að sig þokkalega að. Er þetta eftir allt sarnan ágœtt kerfi? „Ég vil svara því með því að rifja upp söguna um það þegar Churchill, Roosevelt og Stalín ætluðu að gefa kett- inum sinnepið. Fyrst setti Churchill smáslettu á undirskál og bauð kisa en hann sneri upp á sig og vildi ekki sjá það. Næst prófaði Roosevelt að setja stærri slettu á undirskál og gefa kettin- um með teskeið en ekki vildi kötturinn smakka það heldur. Stalín tók hins vegar í hnakkadramb- ið á kettinum og tróð hausnum á hon- urn á bólakaf í sinnepið og makaði hann allan út í því. Kisi ræfillinn fór að sleikja sig í framan og verka af sér sinnepiö og þá sagði Stalín: „Sjáið köttinn, honum þykir gott sinnep. Hann vill þetta." Þannig er það með mig og kvótakerfiö. Ég kemst af vegna þess að ég var með þessa sérstöðu að vinna minn fisk sjálf- ur og hef keypt mér veiðiheimildir. En kerfið er alveg hræðilegt í mínum huga og ömurlegast gagnvart sjómannastétt- inni. Það eru ekki smábátar sem hafa valdið hruni þorskstofnsins. Það hafa smáfiskadráparar með togveiðarfærum gert. Þeir eru svo verðlaunaðir og fá út- hlutað kvóta fyrir að eyða þorskinum. Síðan leigja þeir kvóta til sjómanna á Suðvesturlandi sem alltaf hafa komið með stóran fisk að landi og þeir mega borga smáfiskadráp- urunum fyrir að fá að veiöa. Þetta finnst mér afar skrýtið. Það er mín skoðun að það hafi orðið þáttaskil í þessum efnum eftir að farið var að veiða smáfisk allan ársins hring meö skuttogurum fyrir Norðurlandi og Norðausturlandi. Hér áður fyrr var nægur stórfiskur á vertíðunum hér Sunnanlands og þó voru netin svo þétt að það mátti ganga á baujunum meðfram ströndinni. Togar- arnir eyddu þorskinum." Mitt lán að asnast til að byrja á þessu Sindri RE hefur ekki, frekar en aðrir afamarksbátar, farið vel út úr kvóta- skerðingu undanfarinna ára. „Ég byrjaði að verka minn fisk sjálf- ur 1981. Þá veiddi ég þorsk í net og seldi þeim í Seifi. Mér fannst ég ekki fá nógu gott verð fyrir dauöblóðgaða fisk- inn og fór að salta hann sjálfur og fór svo að verka allt sjálfur. Það hefur verið flakaður fiskur um borð í Sindra síðan 1981. Það var mitt lán að ég skyldi asnast til að byrja á þessu saltfiskdútli." Nú fer allur saltfiskur sem Jón verkar beint til Spánar gegnum SÍF og hann seg- ist til skamms tíma hafa verið með 80% affiskinum í A-flokk þó það hlutfall hafi eitthvað lœkkað með strangara mati uþþ á síðkastið. Jón segist nýlega hafa fengið bréffrá Byggðastofhun þar sem honum var boðið að sœkja um sérstakan styrk sem veita á útgerðarmönnum lítilla báta sem hafa orðið fyrir mikilli kvótaskerðingu. „Mér er nú næst skapi aö setja undir mig hausinn og skipta mér ekkert af 8 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.