Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 9

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 9
þessu. En ef ég get keypt mér meiri kvóta fyrir þennan styrk þeirra þá tek ég hann sjálfsagt. Það þurfa þetta sjálfsagt margir frekar en ég. Við sem höfum tórt við þessi slæmu kjör eigum skil- ið að fá einhverja leiðréttingu. Ef ég fengi 10 tonn væri ég kátur. Svo fékk ég bréf frá Fiskveiða- sjóði þar sem mér var boðið lán. Ég segi nú ekki hvar mér finnst að þeir megi setja þetta bréf. Þeir vildu ekki lána mér þegar ég þurfti á því aö halda. Það má ekki stækka flotann og ekki gera neitt. Það er ekkert aö gera við þennan Fiskveiðasjóð nema leggja hann niður." Vil helst ekki vera í neinu félagi Jón er félagi í samtökum smá- bátaeigenda og segist að mörgu leyti vera sáttur við þau samtök þó hann eigi strangt tekið ekki samleið með flestum þeirra sem þar eru vegna þess að hann er ein- stakur í sinni röð. „Ég vil helst ekki vera í neinu félagi. Þetta eru vinir mínir og félagar en okkar hagsmunir fara ekki alltaf saman og manni finnst réttlætið oft fjarri. Ég er með tæp 20 tonn af þorski á Sindra eftir að hafa gert hann út í 17 ár. Ég horfi á krókabátana fiska margfaldan þann afla utan við kerfið, sumir fara upp í 300 tonn yfir árið. Auðvitað er þetta ekkert réttlátt. Það eru mörg dæmi um að menn sem hafa gert út kvótabáta hafi selt kvót- ann fyrir milljónir og flutt sig yfir í krókakerfið þar sem þeir vilja fá að vera frjálsir. Ég hef aldrei selt gramm af kvóta og mér datt aldrei í hug að flytja mig á krókaveiðar. Handfæra- veiðar henta mér ekki. Netaveið- arnar eru langbestar fyrir það sem ég er að fást við. Ef maður vandar sig og hugsar vel um afl- ann þá eru netin afbragðs veið- arfæri þó línufiskurinn verði óneitanlega hvítari upp úr salt- inu. Á móti kemur að það kem- ur mikið af smáfiski á línuna meðan þú getur ráðið því með möskvastærðinni hvað stór fisk- ur kemur í netin." Jón fer aldrei lengra í skamm- deginu en að línu milli Akraness og Gróttu en á sumrin fer hann mun lengra og þegar viðtalið fer fram á hann net í sjó við Hvals- eyjar undan Mýrum. Hann liggur aldrei úti á Sindra heldur kemur í land á hverju kvöldi. Á vorin flyt- ur hann sig stundum til og rœr frá Þorlákshöfh og liggur þar í ýsu- veiði en í vor varð stutt íþví vegna mikillar þorskgengdar. Reglunum fæst aldrei breytt „Ég er nú samt ekki sáttur við að mega ekki leggja ýsunet með smærri möskva en sex tommu hér í Flóanum. í þessi net kemur svo stór ýsa að hún er ekki vel góður matfiskur. Svo sér maður togbátana leggja upp ýsu á fisk- mörkuðum sem er í kringum 800-1200 grömm stykkið. Og þetta segja menn að sé allt í lagi. En það er svo skrýtið í þessum sjávarútvegi að þegar kerfið einu sinni setur reglur þá fæst þeim aldrei breytt." En hvemig blasir framtíðin við Jóni. Er hann bjartsýnn eða svart- sýnn? „Við eigum óskaplega góð fiskimið og það verða bjartir tím- ar á íslandi þegar við bemm gæfu til að umgangast þau af skyn- semi. Ég er bjartsýnn á framtíö- ina. Mér finnst gaman að veiða en mér finnst það skylda okkar að koma öllu í verð sem við veiö- um. Það sem við gerum, verðum við að gera vel. Ég vil bara hafa afkomu mína í lagi og hafa frið við mína vinnu og geta tekið mér frí ann- að slagið." □ Við mælum með Mörenót
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.