Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 13

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 13
SJAVARSIÐAN MAÐUR MÁNAÐARINS Síldin er enn ekki söltunarhæf og því sýnt að hún fari öll í bræðslu. HW Mokveiði er af úthafskarfa á BHI Reykjaneshrygg og berast fréttir af 30-40 tonna hölum og 300 tonna veiði á tveimur sólar- hringum hjá Breka VE. M Hornfirðingar mótmæla því ■i harðlega að upphafi humarvertíðar er frestað um eina viku. Þeir telja að með þessu sé ráðuneytið að þjóna sérhagsmun- um Sunnlendinga en engar for- sendur séu fyrir frestun eystra. nS Velheppnaðri vetrarvertíð ■■fl lýkur og þótt aflakóngstitlar hafi lagst af með kvótakerfinu reikna Fiskifréttir út að Oddur Sæ- mundsson skipstjóri á Stafnesinu KE eigi skilið titilinn aflakóngur. Stafnesið fékk 1.180 tonn í netin á vertíöinni fyrir alls 80 milljónir. PM Humarvertíð fer illa af stað. ■■fl Niðurstöður úr rannsóknar- leiðangri sýna léleg aflabrögð og slakt ástand miðanna. Fiskifræð- ingar kenna of miklu álagi um og segja stofninn á niðurleið. PPS Hafrannsóknastofnun legg- IbhA ur fram árlega ráðgjöf sína um veiði á næsta kvótaári. Þau nýmæli er tekin upp að miða við aflareglu í þorskveiðum og skal stefnt að því að veiða aldrei meira en 25% af veiðistofni en þó ekki minna en 155 þúsund tonn en það er einmitt hámark næsta árs samkvæmt téðri reglu. PJJ Hafró greinir frá gífurlegum ■■I sjávarkulda fyrir öllu Norð- urlandi og hefur sjór ekki mælst svo kaldur í um 50 ár. Þetta getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir fiskistofna á svæðinu. M Stofnar karfa og grálúðu KAifl standa höllum fæti og Hafró leggur til að dregið verði verulega úr sókn í stofnana. Mælt er með 20 þús. tonna afla af grá- lúðu en áætlaður afli þessa árs er 35 þúsund tonn. Maður mánaðarins að þessu sinni er Steingrímur JÓHANN SigfÚSSON alþingis- maður sem er nýr formaöur sjávarútvegsnefndar Alþingis. Sjávarútvegsnefnd er ein af fagnefndum þingsins og til hennar umfjöllunar koma öll þingmál sem varða sjávarútveg. „Það skiptir miklu aö nefndin vinni sín störf faglega og efnislega og innan hennar finnist flest sjónarmið sem uppi eru um þennan málaflokk," sagði Steingrímur í samtali við Ægi. Formennska Steingríms í sjávarútvegsnefnd er hluti af nýjum vinnubrögðum Alþingis þar sem stjórnarandstöðuþingmenn stýra nokkrum lykil- nefndum. „Fyrir vikið starfar formaðurinn meira á faglegum grundvelli en pólitískum. Þróunin hefur verið sú að nefndir eru að gerast sjálfstæðari í störf- um og ég mun reyna að fylgja henni eftir. Þannig styrkjum við þingræðið." Steingrímur sagði í samtali við Ægi að starfs- reynsla hans í sjávarútvegi væri farin að eldast nokk- uð en fyrsta launavinna hans var í fiskvinnslu á Þórshöfn og á námsárum sínum var hann hluta úr ári háseti á togaranum Fonti frá Þórshöfn. Steingrímur ók einnig vörubíl á námsárununt en stundaði jafnframt jaröfræðistörf og var íþróttafrétta- maöur hjá Sjónvarpinu. Hann hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum á vegum Alþingis og var formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1987 til 1988 og er vara- formaður flokksins. Hann hefur setið á þingi fyrir Alþýðubandalagið frá 1983 og var landbúnaðar- og samgönguráðherra árin 1988 til 1991. Steingrímur Jóhann er fæddur 4. ágúst 1955 á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, son- ur hjónanna Sigfúsar Jóhannssonar bónda þar og Sigríðar Jóhannesdóttur konu hans. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1976 og lauk B.Sc.-prófi í jarðfræði frá Háskóla íslands 1981 og prófi í kennslu- og uppeldisfræði frá HÍ 1982. Steingrímur er kvæntur Bergnýju Marvinsdóttur og eiga þau þrjá syni, Sigfús, Brynjólf og Bjart. ORÐ í HITA LEIKSINS „Jafnvel slíkt fjölmiðlaveldi sem Morgunblaðið er nær ekki aö kasta ryki í augu kjósenda og grafa undan því skynsamlega starfi sem unnið hefur verið hér á landi á sviði fiskveiðistjórnunar með mótun aflamarkskerfis." Kristján Ragnarsson skammar Morgunblaðið í fréttabréfi LÍÚ 2. tbl. 1995. //í*að var eins og herskipaæfing hjá Nató hér úti á Breiðafirðinum unt helgina." Grásleppukarlar kvarta undan ágangi Landhelgisgæslunnar viö eftirlitsstörf. „Við íslendingar eigum langt í land með að byggja upp menntakerfið í kringum helsta atvinnuveg okkar þannig að sómi sé að og það fái staðist ströngustu kröf- ur." Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur LÍÚ lýsir skoðun sinni á mennta- kerfi sjávarútvegsins í Fiskifréttum. „Þetta hefur þróast upp í að verða reglugerðarhólf og þegar það gerist er ekki fyr- ir sjálfan Guð almáttugan að fá það opnað." JÓEIANNES Héðinsson skipstjóri á Brimnesinu frá Patreksfirði lýsir steinbítsveiðum fyrir Fiskifréttum. „I vetur er þetta búið að vera hreinn mokstur alls staðar sunnan og vestan við landið, hrein þorskmengun." Grétar Mar Jónsson skipstjóri og aflakóngur Á Suö- urnesjum lýsir þorskgengd í viðtali við Víkurfréttir. ÆGIR 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.