Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1995, Síða 14

Ægir - 01.06.1995, Síða 14
á 90 ára afmæli Mef) þessu tölubla&i Ægis, sem er hib 6. af 88. árgangi, má minnast 90 ára afmælis ritsins. Fyrsta tölublað Ægis leit dagsins ljós í júlímánuði árið 1905. l’að var Matthías Þórð- arson frá Móum á Kjalarnesi sem stofnaði það. Matthías var mikill framfaramaður sem starfaði við útgerb og varð síöar forseti Fiskifélagsins. Matthías stýröi blabinu sjálfur og gaf það út mánaðarlega fyrstu árin. í blaðinu var einkum fjallað um mál sem snertu fiskveiðar og farmennsku og til bóta máttu horfa fyrir íslend- inga. Útgáfan gekk ágætlega framan af en svo fór ab blaðið Fyrstu ritstjórar Ægis, Matthías Þórðarson og Sveinbjörn Egilson. Myndin er tekin í júlí 1932 í tilefni af útgáfu 25. árgangs Ægis. náði ekki að festa sig í sessi og hætti Matthías útgáfu þess í júní 1909 og lá útgáfan niðri um ríflega þriggja ára skeið. Í ársbyrjun 1912 hóf blaðib aftur göngu sína og hafði nú orðið sú breyting á að Fiskifélag íslands hafði keypt útgáfuréttinn, nafnið og blaðaleifar af Matthíasi og var kaupverðið 560 krónur. Þarna er komin skýringin á því hvernig halda má upp á níræöisafmæli þó árgangarnir séu 88. Um áramótin 1914 lét Matthías af starfi ritstjóra og Svein- björn Egilson tók við og þótti blaðið taka nokkrum stakka- skiptum undir hans stjórn og verða skemmtilegra en áður. Sveinbjörn gegndi starfi ritstjóra lengur en nokkur annar hef- ur gert, allt til ársins 1937 eba í 23 ár. Fram til 1927 var Svein- björn jafnframt eini starfsmaður skrifstofu Fiskifélagsins og sinnti öllum þáttum útgáfu Ægis auk ritstjórnar. Árib 1937 tók Lúðvík Kristjánsson fræðimaður við ritstjórn blaðsins og gegndi því embætti allt til 1954 að Davíð Ólafs- son fiskimálastjóri tók vib því. Þegar Davíð Ólafsson settist í stól fiskimálastjóra tók hann vib ritstjórn Ægis og var sá siöur hafður á lengi eftir að fiski- málastjóri var jafnan ritstjóri Ægis jafnframt. Davíð jók út- gáfutíðni blaðsins og kom það út tvisvar í mánuði um hríö. „Þér fiskimenn og sjómenn! Yður er þetta rit ætlaö, það á vera ykkur leiöarvísir og málsvari, það á að leið- beina og styðja að öllu því sem getur orðið ykkar atvinnu- veg til þrifa og framfara, að öllu því sem getur stutt að ykkar sameiginlegu velgengni, það á að vera talsmaður yðar þegar þér eruð önnum kafnir á hafi úti og hafið ekki tíma til umsvifa; það á upplýsa yður sem búið á útkjálk- um og annesjum, þar sem auðurinn er annars vegar, en því miður oft vanþekking og fátækt hins vegar. Öll þau málefni sem að einhverju leyti geta stutt ab framfömm í fiskiveiöum, veiðiaðferöum, hagnýtingu, verkun o.fl. verða rækilega rædd og útlistuð, hafandi fyrir augum bæði útlent og innlent efni sem gefur leiðbeiningar og upplýsingar í því efni..." Matthias Þóröarson ávarpar lesendur í fyrsta tölublaði Ægis í júlí 1905. Engir aöstoðarmenn eru skráðir í blaðhaus en þegar Davíð lætur af störfum 1967 þakkar hann sérstaklega Gísla Ólafs- syni starfsmanni Fiskifélags íslands fyrir vel unnin störf við útgáfu Ægis. Gísli og Davíð eru bræður. Már Elíasson varð fiskimálastjóri á miðju ári 1967 og verð- ur þá jafnframt ritstjóri Ægis. Hann er einn skráður ritstjóri allt til ársins 1973 þegar Jónas Blöndal gerist aðstoðarritstjóri og hans hægri hönd viö útgáfuna. Árið 1978 bætist þeim Má og Jónasi enn liðsauki þegar Birgir Hermannsson er ráðinn ritstjórnarfulltrúi. Birgir er bróðir Halldórs, Sverris og Gísla Jóns sem allir hafa komið að útvegsmálum, hver með sínum hætti. Þessir þrír stýra blaðinu allt til þess að Þorsteinn Gísla- son verður fiskimálastjóri í upphafi árs 1983 og verður rit- stjóri Ægis en þeir Jónas og Birgir gegna sínum störfum viö blaðið áfram. 14 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.