Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1995, Page 19

Ægir - 01.06.1995, Page 19
sókn en stjúpfaðir hans, Magnús Steinþórsson, fékkst við sjó- róðra og var þaulkunnugur miðum í Breiðafirði. Lúðvík hóf sinn eigin sjómennskuferil 1926 sem háseti á skútu frá Pat- reksfiröi. Áriö 1928 var hann á enskum togara, King's Grey, sem geröur var út frá Hafnarfirði, eitt sumar á mótorbát frá Hrísey og síöar fjögur sumur á síld á Kveldúlfstogurunum. í eftirmála fimmta bindis íslenskra sjávarhátta lýsir Lúövík nokkuð kynnum sínum af sjómönnum og sjómennsku og hvernig það atvikaðist að hann réðist í ritun þess mikla verks. Þar segir: „Tólf ára gamall var ég vetrartíma hjá Bjarna Árnasyni föð- urbróður mínum í Einarsbúð á Brimilsvöllum. Hann hafði bátaútveg, var afiasæll formaður og margfróður um allt er vissi að sjómennsku á opnum skipum. Brimilsvellir voru fyrr- um stór verstöð. Þá er ég kynntist mannlífi á Völlum voru sjávarhættir þar með sama brag og verið hafði um aldir." Það var síðan um borð í togaranum King’s Grey að Alex- ander Jóhannesson, sem þar var fiskiskipstjóri, leiddi í tal vib Lúðvík nauðsyn þess að færa til bókar fróðleik um sjó- mennsku árabátaaldarinnar. Lúðvík segir að sú ábending hafi blundað með honum alllengi síðar en Alexander þekkti tím- ana tvenna á þessu sviöi. Stuðningur frumkvöðlanna Síðan þegar Lúðvík hóf störf sem ritstjóri Ægis kynntist hann fiskifræðingunum Bjarna Sæmundssyni og Árna Frið- rikssyni. Þessir tveir merku vísindamenn, sem unnu mikið brautryðjendastarf í þágu þjóðarinnar með störfum sínum hjá Fiskifélagi íslands, hvöttu Lúbvík til dáða á þessu sviði. Þegar hann lét af starfi ritstjóra Ægis 1954 hóf hann að vinna af fullum krafti að efnisöflun og aðdráttum vegna íslenskra sjávarhátta. „Þeir eggjuðu mig báðir áfram. Sérstaklega ræddi ég mikið við Bjarna og notaði mikib heimildir frá honum." Lúðvík skrifaði fyrstu greinina um efnið 1932 en telur að um 1955 hafi hann verið búinn að setja niður þann ramma sem síðar var fyllt upp í. Hann ferðaðist víða um landið vegna skrifanna og skráðir heimildarmenn em um 400, marg- ir fæddir á öldinni sem leið. „Það væri þýðingarlaust að ætla að vinna þetta verk nú. Það væri of seint. Ég hefði ef til vill þurft að byrja fyrr." Ég les Ægi Lúðvík hefur því setið við skriftir alla sína ævi og liggur beint við að spyrja hvort hann hafi lagt pennann á hilluna. „Ég er aö mestu hættur að fást við stærri verk. Ég hef skrif- að ritgerðir hér og þar síðan ég lauk við íslenska sjávarhætti en ekkert sem orð er á gerandi." Fylgist þú enn með því sem er að gerast í sjávarútvegin- um? „Ég les Ægi og það sem birtist í Verinu í Morgunblaðinu og veit þannig í stórum dráttum hvað er að gerast." □ Fiskveiðasjóður íslands, sem þjónaó hefur sjóvarútvegi íslendinga í nær 90 ór færir Námskeið Ægi, blaói Fiuskifélags íslands, Slysavarnaskóli sjómanna verður með bestu órnaóaróskir í tilefni almenn og smábátanámskeið á eftirtöldum stöðum í sumar: 90 óra afmælisins. - Neskaupstaður 27.-30. júní - Húsavík 4.-7. júlí ✓ - Akureyri 29. ág. - 1 .sept. Árnaðaróskir vegna 90 ára afmælis Ægis. Þökkum góð samskipti. WTi FISKVEIÐASJOÐUR íslands Slysavarnaskóli sjómanna Sími 91-624884 • 985-20028 ÆGIR 19

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.