Ægir - 01.06.1995, Page 23
í stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva. Stjórnarformaður
Vestfirsks skelfisks hf.
Finnur Ingólfsson
Alþingismaður Reykvíkinga síðan 1991 fyrir Framsókn-
arflokk. Varaþingmaður Reykvíkinga nóv.-des. 1987,
okt.-nóv. 1988, maí 1989, jan.-febr. 1990. Aðstoðarmaður
sjávarútvegsráðherra 1983-1987.
Guðjón Guðmundsson
Alþingismaður Vestlendinga síðan 1991 fyrir Sjálfstæðis-
flokk. Starfsmaður hjá Haraldi Böðvarssyni & Co. 1959. í
stjórn Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness i 20 ár. í
stjórn Heimaskaga hf. í 12 ár. Stjórnarformaður útgerðarfé-
lagsins Hafbjargar.
Guðmundur Hallvarðsson
Alþingismaður Reykvíkinga síðan 1991 fyrir Sjálfstæðis-
flokk. Farmannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík
1966. Sjómennska á ýmsum fiskiskipum og kaupskipum
1957-1965. Stýrimaður á vitaskipinu Árvakri 1965-1970.
Starfsmaður Sjómannafélags Reykjavíkur síðan 1972. í
stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur síðan 1972, formaður
síðan 1978. Varaformaður Sjómannasambands íslands og
varaformaður Sjómannadagssamtakanna í Reykjavík og
Hafnarfiröi. Formaður hafnarstjórnar Reykjavíkurhafnar.
Hefur á undanförnum árum átt sæti í fjölmörgum nefnd-
um er lúta að sjávarútvegi og siglingum. í stjórn Lifeyris-
sjóðs sjómanna.
Halldór Ásgrímsson
Alþingismaður Austurlands 1974-1978 og síðan 1979 fyr-
ir Framsóknarflokk. Varaþingmaður Austurlands nóv.-des.
1978. Sjávarútvegsráðherra 1983-1991.
Kristján Pálsson
Alþingismaður Reyknesinga síðan 1995 fyrir Sjálfstæðis-
flokk. Farmannapróf Stýrimannaskólanum í Reykjavík
1967. Próf í útgerðartækni TÍ 1977. Sjómaður á fiskiskipum
og farskipum 1960-1976. Framkvæmdastjóri Útvers hf. í
Ólafsvík 1980-1986. í stjórn Útvers hf. í Ólafsvík 1986-
1988, formaður um skeið.
Magnús Stefánsson
Alþingismaður Framsóknarflokks á Vesturlandi 1995.
Sjómennska 1987-1988.
Þorsteinn Pálsson
Alþingismaður Sunnlendinga síðan 1983 fyrir Sjálfstæðis-
flokk. Sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra frá 1991.
Við þennan lista má hugsanlega bæta Halldóri Blöndal,
sem vann mörg sumur við hvalskurð, Jón Baldvini Hanni-
balssyni, sem stundaði sjómennsku bæði með námi og eftir
að því lauk, og Friðriki Sophussyni, sem var starfsmaður
Hraðfrystihússins í Hnífsdal nokkur sumur eftir að hann varð
þingmaður.
Vera kann að fleiri alþingismenn hafi unnið við sjávarút-
veg en ekki séð ástæðu til að geta þess í starfsferilsskrá
sinni. □
WESTING
SNURPUHRINGIR
MEÐ STÁLHJÓLI
Hólmaslóö 4, Reykjavík, sími 552 3333, telefax 552 3334
Sími í söludeild eftir kl. 5: 552 3336
Sími á netaverkstæði eftir kl. 5: 552 4127
ÆGIR 23