Ægir - 01.06.1995, Qupperneq 24
KOMUR ERLENDRA
FISKISKIPA
DRJÚG BÚBÓT
Tveir milljarðar - varlega áætlað
Þórarinn Árnason, elsti starfsmaður Fiski-
félags íslands, varpar Ijósi á nýja tekjulind
I samantekt skýrsludeildar Fiskifélags
Islands um landaöan afla erlendra
skipa hérlendis sem fer áfram til
vinnslu annars staðar (transit-afla)
kom mörgum á óvart hve miklar
tekjur íslenskir þjónustuabilar hafa af
þjónustu við þessi skip. Eins og fram
kom í síðasta tölublaði Ægis var um
ab ræða alls 39.199 tonn árið 1994 og
á feröinni voru 58 skip sem alls lönd-
uðu 140 sinnum. Fiskifélagiö áætlar
ab umrædd skip hafi að lágmarki
keypt þjónustu fyrir samtals um 2
milljarba króna. En hvaða Jrjónusta
er þab einkum sem skipin kaupa?
12-14 milljónir í tekjur af
hverju skipi
„Fragtin fyrir aflann áfram til Evrópu
er stærsti þátturinn. Ég safnaði þessum
tölum saman héðan og þaban og áætl-
aði að hvert skip skildi eftir 12-14
milljónir í hvert sinn. Ég tel reyndar að
þetta sé heldur lág tala vegna þess að
tölur um viðgerðakostnað liggja ekki
fyrir," sagði Þórarinn Árnason í samtali
við Ægi. Þórarinn hefur starfað í
skýrsludeild Fiskifélags íslands í 46 ár,
frá árinu 1949, og segja kunnugir að
enginn hefði getað dregið saman þessar
tölur nema hann í krafti yfirgripsmik-
illar þekkingar sinnar á atvinnu-
greininni og fjölþættra persónulegra
tengsla. Engin formleg tilkynninga-
skylda er um þessi viðskipti í líkingu
við það sem tíðkast um landanir ís-
lenskra skipa.
Þórarinn tekur sem dæmi erlendan
togara sem hefur viðkomu á íslandi og
kaupir olíu fyrir 5,2 milljónir, flutning
á afla til Evrópu fyrir 4 milljónir, ýmis
vörukaup skips nema 1,5 milljón, vara-
hlutir og vinnulaun kosta 2 milljónir og
þjónustu- og afgreiðslugjöld til ríkis og
bæjarfélaga eru 400 þúsund. Alls verða
þetta 13,2 milljónir. „í þessum tölum
sem ég tek saman er ekkert tillit tekiö til
hugsanlegra veiðarfærakaupa," segir
Þórarinn.
Rússneskir togarar eru stærstir í þess-
um efnum, en 20 slíkir komu 43 sinn-
um til íslands árið 1994. Grænlenskir
rækjutogarar fylgja fast á eftir meb 14
skip og 30 landanir. Sex þýsk skip komu
20 sinnum en skip annarra þjóða
sjaldnar.
24 ÆGIR