Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 41

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 41
Nýtt ráð við sjóveiki Sjóveiki er vel þekktur kvilli sem sumir sægarpar losna aldrei viö að fullu. Mýmörg ráö gömul og ný eru til viö sjóveiki. Ýmis- legt var talið gott aö taka inn til að fyrir- byggja sjóveiki, t.d. söl, hráan kuðungafisk eða marflær. Einnig mátti drekka spýju blandaða sjó, leggja grassvörð úr kirkjugarði í skó sína eða drekka malurtarsoð. Yrðu menn sjóveikir mátti reyna að löðr- unga þann veika með blautum sjóvetting, láta hann sjúga þumalinn á blautum sjóvett- ling eða dýfa höfði hans á kaf í sjóinn. Eitt hið allra nýjasta ráð við sjóveiki bygg- ir á ævafornri kínverskri speki. Sérstökum böndum er brugðið á hvorn úlnlið þrjár fingurbreiddir frá lófanum. Plasthnúður áfastur við bandið þrýstir á innanverðan handlegginn á punkt sem heitir Nei-Kuan eða „hið innra hlið" á kínversku. Við þetta jafnast orkuflæði líkamans og ógleði hverf- ur eba verður ekki vart. Það er Landsbjörg sem flytur sjóveiki- böndin inn undir vörumerkinu Sea-Band. Böndin eru seld í flestum apótekum en einnig um borð í ferjum og kosta um 2.000 krónur. Við bjóðum þjónustu á eftirtöldum verksviðum: Viðgerðir á stýrisvélum af öllum gerðum og stærðum, bjóðum nýjar stýrisvélar og varahluti í eldri gerðir. Viðgerðir á tjökkum og dælukerfum bíla og skipskrana. Smíði á dælukerfum fyrir vökvakerfi stýrisvéla og spilkerfa. Viðgerðir á línu og netaspilum jafnt og togspilum. Seljum sjálfstýringar frá Scan Steering og ComNav, stýrisvélar frá Scan Steering, Tenfjord, Emil Bolsvik og Frydenbö. Seljum TREFJA skipshurðir í fjórum stærðum með gluggum, læsingum, körmum úr áli eða stáli og snerlum úr rústfríu stáli. Smíðum eldvarnarhurðir eftir pöntunum. Tökum að okkur hverskonar háþrístilagnir, viðgeröir á ventlum, lokum og hverskonar rennismíði. Frá Scan Steering APS. Danmörku. Stýrisvélar, dælusett, sjálfstýringar og vökvakerfi. Önnumst uppsetningar og þjónustu. GARÐAR SIGURÐSSON STÝRISVÉLAÞJÓNUSTA Stapahrauni 5 - Pósthólf 301 - 222 Hafnarfiröi Simi 555 4812, heimasimi 555 1028. fax 565 3166 Umboðsaðili fyrir Tenfjord og Frydenbö stýrisvélar. Varahlutir og viðgerðarþjónusta allan sólarhringinn. Látið fagmenn vinna verkið. GÚMMÍBÁTAÞJÓNUSTAN Eyjarslóð 9, Örfirisey - sími 551 4010 Pósthólf 1042 - fax 562 4010 Skoðun og viðgerðir gúmmíbáta allt árið svo og viðgerðir á björgunarbúningum og vinnubúningum. ÆGIR 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.