Ægir - 01.06.1995, Qupperneq 41
Nýtt ráð við sjóveiki
Sjóveiki er vel þekktur kvilli sem sumir
sægarpar losna aldrei viö að fullu. Mýmörg
ráö gömul og ný eru til viö sjóveiki. Ýmis-
legt var talið gott aö taka inn til að fyrir-
byggja sjóveiki, t.d. söl, hráan kuðungafisk
eða marflær. Einnig mátti drekka spýju
blandaða sjó, leggja grassvörð úr kirkjugarði
í skó sína eða drekka malurtarsoð.
Yrðu menn sjóveikir mátti reyna að löðr-
unga þann veika með blautum sjóvetting,
láta hann sjúga þumalinn á blautum sjóvett-
ling eða dýfa höfði hans á kaf í sjóinn.
Eitt hið allra nýjasta ráð við sjóveiki bygg-
ir á ævafornri kínverskri speki. Sérstökum
böndum er brugðið á hvorn úlnlið þrjár
fingurbreiddir frá lófanum. Plasthnúður
áfastur við bandið þrýstir á innanverðan
handlegginn á punkt sem heitir Nei-Kuan
eða „hið innra hlið" á kínversku. Við þetta
jafnast orkuflæði líkamans og ógleði hverf-
ur eba verður ekki vart.
Það er Landsbjörg sem flytur sjóveiki-
böndin inn undir vörumerkinu Sea-Band.
Böndin eru seld í flestum apótekum en
einnig um borð í ferjum og kosta um 2.000
krónur.
Við bjóðum þjónustu
á eftirtöldum verksviðum:
Viðgerðir á stýrisvélum af öllum gerðum og stærðum, bjóðum nýjar stýrisvélar
og varahluti í eldri gerðir.
Viðgerðir á tjökkum og dælukerfum bíla og skipskrana.
Smíði á dælukerfum fyrir vökvakerfi stýrisvéla og spilkerfa.
Viðgerðir á línu og netaspilum jafnt og togspilum.
Seljum sjálfstýringar frá Scan Steering og ComNav,
stýrisvélar frá Scan Steering, Tenfjord, Emil Bolsvik og Frydenbö.
Seljum TREFJA skipshurðir í fjórum stærðum með gluggum, læsingum,
körmum úr áli eða stáli og snerlum úr rústfríu stáli.
Smíðum eldvarnarhurðir eftir pöntunum.
Tökum að okkur hverskonar háþrístilagnir, viðgeröir á ventlum, lokum og
hverskonar rennismíði.
Frá Scan Steering APS. Danmörku.
Stýrisvélar, dælusett, sjálfstýringar og vökvakerfi.
Önnumst uppsetningar og þjónustu.
GARÐAR SIGURÐSSON
STÝRISVÉLAÞJÓNUSTA
Stapahrauni 5 - Pósthólf 301 - 222 Hafnarfiröi
Simi 555 4812, heimasimi 555 1028. fax 565 3166
Umboðsaðili fyrir Tenfjord og
Frydenbö stýrisvélar.
Varahlutir og viðgerðarþjónusta
allan sólarhringinn.
Látið fagmenn vinna verkið.
GÚMMÍBÁTAÞJÓNUSTAN
Eyjarslóð 9, Örfirisey - sími 551 4010
Pósthólf 1042 - fax 562 4010
Skoðun og viðgerðir gúmmíbáta allt árið svo
og viðgerðir á björgunarbúningum
og vinnubúningum.
ÆGIR 41