Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 19

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 19
En hann fékk bæði seint og illa greitt fyrir þessar rennur. En nú mun svo hafa farið að norskur línuveiðari kom að landi við Nýhöfn og var skipstjórinn að leita eftir viðgerö á einhverju sem bilað hafði. Þessi norski skipstjóri sá útbúnað Kristins á trillunni og fær hann til þess að búa skip sitt þess- ari nýjung. Var nú sem við manninn mælt, mikill hluti norskra linuveiðara var á næsta ári búinn línurennu byggðri á hugmynd Kristins. En íslenskir sjómenn vissu ekkert af þess. En nú segir Tryggvi Helgason frá: Þorsteinn nefndur Eyfirðingur, annál- aður fiskimaður og síðar útgerðarmaður á ísafirði, var á línuveiðum á línuveiðaran- um Fróða fyrir sunnan, eða nánar í Faxa- flóa, þar sem kallast vestur á köntum. Þorsteinn var kappsfullur og hélst vel á góðum mönnum. Hjá honum var þá lagningarmaöur, sem hafði þjálfað upp þá aðferð við lagningu að hafa prik, sitt í hvorri hendi, og liðka línuna út með prik- unum og gekk betur að leggja á Fróða en öðrum skipum og hægt að leggja á meiri ferð. Var það mikils um vert að geta hald- ið góðri ferö við að leggja, vera á undan öðrum og geta valið legu línunnar. Þarna við hraunkant var fiskisæld en þröngt og því um að gera að vera fyrstur. Þetta var á vertíöinni 1928 og þeir eru að leggja og eru að venju á undan öðmm. En kemur þá ekki siglandi línuveiðari, að leggja línu, á fullri ferð. Var þar komið skip sem hét þá Namdal og nýkeypt, þó gamalt, frá Noregi. Nú skilur Þorsteinn ekkert í því að þeir á Namdal sigla fram úr þeim og það er sama hvernig Þorsteinn brýnir Torfa, hvað þetta sé eiginlega, að hann, Torfi, frægasti lagningarmaður á íslenska flotan- um, skuli ekki hafa við þeim. En ekkert dugði. Þegar í land kom fer Þorsteinn strax að kynna sér málavexti. Þar sem Namdal kom frá Noregi var það eins og flest norsk línuskip búið línurennu Kristins í Ný- höfn. Þorsteinn var nú fljótur til að láta gera sér rennu og íslenski fiotinn var á skömmum tíma búinn á sama hátt. En að sjálfsögðu urðu íslendingar að læra af Norðmönnum að nota uppfinn- ingu norðan af Sléttu. En línurennan var fyrst kölluð „Torfi" eftir Torfa Halldórssyni, hinum mikilvirka lagningarmanni hjá Þorsteini Eyfirðingi. Torfi varð síðar frægur útgerðarmaður og sjósóknari á eigin skipi, Þorsteini RE 21. Einhvern styrk eða verðlaun fékk Kristinn löngu seinna frá Alþingi. En hver var þessi Kristinn í Nýhöfn? Kristinn Kristjánsson fæddist í Leir- Höfundur greinarinn- ar, Benedikt Gunnars- son, lést meðan á vinnslu blaðsins stóð, þann 29. sept. sl. Hann var fæddur 26. júní 1921. Benedikt lauk lokaprófi í verk- fræði (mannvirkja- gerð) frá Oslo tekn- iske skole 1949. Eftir það vann hann við kennslu, landmæl- ingar og hjá Raforku- málaskrifstofunni. Hann var deildarstjóri og rekstrarráðgjafi Industri Konsulent a/s í Ósló 1962- 1966. Hann var framkvæmdastjóri undirbúningsnefndar hægri umferðar sem gekk í gildi 1968. Benedikt stofnaði rekstrarráðgjafarfyrirtækið Hannarr sf. 1968 og var framkvæmdastjóri þess til 1984 er hann seldi hlut sinn í fyrirtækinu. Eftir það starfaði hann að ýmsu, var t.d. framkvæmdastjóri Fiskmats ríkisins og síðan framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum. höfn á Melrakkasléttu 17. ágúst 1885. Hann var næst elstur 6 bræðra, sonur hjónanna Kristjáns Þorgrímssonar og seinni konu hans, Helgu Sæmundsdóttur. Kristján átti 12 börn með fyrri konu sinni. Kristinn hóf snemma að fást við járnsmíði alls konar. Haustið 1908 fór hann í kynnisferð til Reykjavíkur og vann um nokkurra mánaða skeið í Vélsmiðju Þorsteins Jónssonar. Eftir heimkomuna reisti hann sér smiðju og fór að búa hana tækjum og verkfærum. Stóran hluta af handverkfærum gerði hann sjálfur og smíðaöi meðal annars hefilbekk og renni- bekk fyrir trésmíði. Eftir það vom smíðar starfsvettvangur hans. Árið 1914 keypti hann stóran rennibekk austan af Mjóa- firði. Mun sá bekkur hafa verið í hval- veiðistöð þar. Bekkur þessi vóg 1100 pund og það leið eitt og hálft ár frá því Kristinn eignaðist hann og þar til hann loks komst norður í Leirhöfn. Kristinn þótti strax hinn mesti völund- ur og barst orðstír hans vegna þess víða um, þó sérstaklega meðal þeirra sjó- manna sem fiskuðu fyrir Norðurlandi, bæði innlendra sem erlendra. Sérstaklega var við brugöið færni hans við að bræða í legur úr bátavélum. Árið 1924 reisti Kristinn íbúðarhús og smiðju niður við höfnina í Leirhöfn og nefndi Nýhöfn. Við þaö nafn var hann síðan kenndur og þar bjó hann til dauða- dags. Árið 1918 giftist hann Sesselju Benediktsdóttur og eignuðust þau 6 böm. Kristinn lést þann 7. ágúst 1971. □ ægir 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.