Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 43

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 43
úti fyrir vesturströndinni, en gengur síðan norður með landi, allt norður í Barentshaf. Mest er veitt af síldinni úti fyrir Lófóten á haustin og fram í janú- ar, en frá því um miðjan febrúar og til aprílloka heldur hún sig á hrygningar- svæðinu. Það er einmitt sá stofn sem nú er orðinn svo stór að hann er farinn að sækja vestur á bóginn í átt til Færeyja og íslands eins og hann gerði árlega fram á sjöunda áratuginn. Yfirleitt dreif- ir síldin sér eftir hrygningu og er óveið- anleg yfir sumarið. Langstærsti hluti ýsunnar og þorsks- ins og meirihluti rækjunnar veiðist í Barentshafi og á Svalbarða-svæðinu. Af 375.000 tonnum af þorski veiddust ein- ungis um 8.000 tonn í Norðursjó, af- gangurinn fyrir norðan 62°N, en sá breiddarbaugur er mikið notaður til að skipta veiðum Norðmanna niður eftir svæðum. Tegundir á borð við ufsa, karfa, löngu og grálúðu veiðast víða úti fyrir strönd- um Noregs, bæði sunnan og norðan við 62°N. Þess má geta að mestur afli berst á land í Egersund, syðst í landinu, en þar var landað 320.000 tonnum í fyrra. Mesta aflaverðmætið barst hins vegar á land í Álasundi, þar var landað afla að verðmæti um 11 milljarðar íslenskra króna í fyrra. Flotinn Áður en við hugum nánar að veiðun- um og kvótakerfinu skulum við líta ögn á samsetningu norska fiskiskipaflotans og norsku sjómannastéttina. Samanburður á fiskiskipaflota íslend- inga og Norðmanna í árslok 1992: Gerð/stærö ísland Noregur . Óyfirbyggö 1.748 8.954 Yfirbyggö 960 8.437 Þar af 0-24,9 t 479 7.450 25-49,9 t 76 344 50-99,9 t 74 161 100-149,9 t 68 65 Stærrier 1501 263 417 AUs 2.708 17.391 Ári siðar hafði óyfirbyggðum bátum fækkað í 7.573 en yflrbyggðum fjölgað í 8.829. Þá áttu Norðmenn 100 nótaskip yfir 90 fet að lengd, 113 togara sem stunduðu þorskveiðar, þar af 22 vinnsluskip, og 82 togara sem stunduðu veiðar á bræðslufiski í Norðursjó. Ald- ursskipting flotans var þannig að 3.303 skip voru byggð eftir 1980, 4.157 á ár- unum 1960-79, en 1.369 voru byggð fyrir 1960. Skipting flotans eftir landsvæðum var þannig að í Norður-Noregi (þ.e. Finnmörku og Troms) áttu 2.206 skip heimahöfn, 2.500 á Lófóten og í ná- grenni, 1.700 í Mæri og Romsdal og Sogni, en 1.239 á svæðinu frá Bergen til Egersund. Langmest er af trillum og smærri bátum í Norður-Noregi og þó einkum og sérílagi á Lófóten. Nótabát- arnir eru langflestir gerðir út frá Vestur- landinu þótt örfáir eigi heimahöfn fyrir norðan. Togaraflotinn skiptist nokkuð jafnt á milli norðurs og suðurs, en vinnsluskipin eru flest gerð út frá Mæri og Romsdal. Smærri togarar sem veiða bræðslufisk í Norðursjó em flestir gerðir út frá Egersund og Karmey, syðst í land- inu. Hins vegar eiga flestir línubátarnir heimahöfn á svæðinu milli Björgvinjar og Alasunds. Margir þeirra eru í stærri kantinum og stunda langar útilegur, jafnvel á fjarlægum miðum. Fiskimennirnir Munurinn á íslandi og Noregi verður ekki minni þegar litið er á mannskap- inn á þessum flota. Alls höfðu 25.388 norskir sjómenn einhverjar tekjur af fiskveiðum árið 1993. Þar af höfðu 19.068 eða 75% fiskveiðar að aðalstarfi. Til samanburðar má nefna að árið 1994 voru að meðaltali skráðir 5.713 sjó- menn um borð í íslenskum fiskiskipum, en yfir sumartímann fór fjöldinn upp í tæplega 7.000. Alls voru ársverk við fiskveiðar 6.354 í fyrra. En þótt norskir sjómenn séu 3-4 sinnum fleiri en ís- lenskir hefur orðið umtalsverð fækkun á síðustu árum og áratugum. Árið 1948 höfðu 85.500 manns tekjur af fiskveið- um í Noregi, þar af 68.400 sem aðal- starf. Þeir 19.000 sjómenn sem hafa fisk- veiðar að aðalstarfi skiptust nokkuð jafnt þannig að helmingur þeirra býr í Norður-Noregi og á Lófóten, en hinn helmingurinn sunnar í landinu. Alls drógu norskir sjómenn fisk að verðmæti rúmlega 72 milljarðar íslenskra króna upp úr sjó í fyrra, en þá sköpuðu 6.354 ársverk íslenskra sjómanna tæplega 50 milljarða króna aflaverðmæti upp úr sjó. í báðum tilvikum er miðað við verð yfir borðstokk. Með öðrum orðum: hver norskur sjómaður skapar aflaverðmæti upp á tæpar 4 milljónir króna á meðan hver íslenskur sjómaður skapar verð- mæti upp á 8 milljónir króna. Enda hef- ur afkoma norska fiskiskipaflotans, einkum smærri skipanna, verið heldur rýr. Veiðistjórnunin Þegar skipta á takmörkuðum auð- lindum milli skipa verður málið heldur flóknara í Noregi en hér á landi. Helsta ástæðan er sú að Norðmenn deila 80% fiskistofnanna með öðmm þjóðum. Það þarf því að byrja á því að semja um skiptingu þeirra áður en hægt er að ákvarða kvótann innanlands. Það eru fyrst og fremst Rússland og ríki Evrópu- sambandsins sem semja þarf við, en einnig Færeyjar, ísland og Grænland. Norska kvótakerfið er ansi flókið, en til þess að einfalda málið skulum við einskorða okkur við þorskinn í Barents- hafi. Þegar Norðmenn og Rússar setjast niður til að skipta honum á milli sín byrja þeir á að hlusta á ráðleggingar frá Alþjóðahafrannsóknastofnuninni. Heildaraflanum sem veiða má er í upp- hafi skipt til helminga milli landanna, en svo fá Norðmenn tiltekinn hlut af þorskinum til baka svo á endanum fá þeir meirihluta kvótans. Auk þess er hluta heildarkvótans úthlutað til ann- arra ríkja sem teljast eiga sögulegan rétt á að veiða í Barentshafi, en þar er um að ræða nokkur ríki ESB, Færeyjar, Græn- land og Eystrasaltslöndin. Fyrir árið 1995 lítur þetta þannig út: Heildarkvótinn var ákveðinn 740.000 tonn. Af því var 88.000 tonn- um úthlutað til annarra ríkja sem skipt- ast þannig að 28.000 tonn má veiða á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða, en 60.000 tonn í norskri og rússneskri lög- sögu. Næst er afganginum skipt á milli ÆGIR 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.