Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 37

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 37
Nýjar fisktegundir á íslandsmiðum Gunnar Jónsson. í 7.-8. tbl. Ægis 1994 er greint frá sjö nýjum fisktegundum sem fundist höfðu á Islandsmiðum frá 2. útgáfu bókarinn- ar íslenskir fiskar til aprílloka ársins 1994. Síöan þá hafa nokkrar fisktegund- ir bæst við, þar af þrjár árið 1994 (maí til desember) og fjórar til júníloka á þessu ári. Þessar fisktegundir eru orðu- fiskur, Polyipnus polli, stórriddari, Lepi- dion guentheri, og durgur, Allocyttus verrucosus, sem veiddust árið 1994, og stutti silfurfiskur, Sternoptyx diaphana, faxaskeggur, Flagellostomias boureei, rauðskinni, Barbourisia rufa, og ósa- þorskur, Arctogadus borosovi, sem veiðst hafa á þessu ári. Hér á eftir verbur greint frá þessum sjö fisktegundum og sagt frá fundarstað þeirra vib ísland. Ætt: Silfurfiskaætt, sternoptychidae Orbufiskur, Polyipnus polli Schultz, 1961 Stœrð: 5-6 cm. Lýsing: Hávaxinn og þunnvaxinn sporöskjulaga fiskur með mjög stór augu og lóðréttan munn. Mest áberandi eru öll þau ljósfæri sem prýða fiskinn eins og verðlaunapeningar hangandi á hliðum hans (sjá mynd). Ljósfæri þessi eru í röðum og grúppum á haus, neðan hauss og eftir kviðrönd sem og á stirtlu. Einnig eru stór ljósfæri á hliðum. Uggar eru frekar rytjulegir en þó greinilegir. Smár veiöiuggi er á milli bakugga og sporðs. Aftan við augu eru smágaddar sem vísa upp og tveir smágaddar eru framan vib bakugga. Hreistur er laust. Sundmagi er vel þroskaður. Litur er dökkur á baki en silfraöur á hliðum. Geislar í bakugga (B) eru 14-15(16), í raufarugga (R) (15)16-17, fjöldi hryggjarliða er 32-34. Gelgjur eru 10 og tálknbogatindar á fyrsta boga eru 21-23. Heimkynni: Orðufiskur hefur einkum fundist í hlýrri hlutum Austur-Atlants- hafs á milli 20°N og 10°S. Einn hefur fundist subvestur af Madeira (30°55'N og 25°19'V) og annar við Grænland. í ágúst 1994 veiddist einn 5,5 cm langur á 400-500 metra dýpi í Grænlandshafi (63°58'N og 28°45’V). Veiðiskip var rs. Bjarni Sæmundsson RE. Annar veiddist á 531-604 metra dýpi í Háfadjúpi (63°19'N og 19°40'V). Sá var 4,4 cm og veiðiskip var Andvari VE. Lífshœttir: Úthafs- og miðsævisdjúp- fiskur sem lítið er vitað um. Ætt: Silfurfiskaætt, STERNOPTYCHIDAE Stutti silfurfiskur, Sternoptyx diaphana Hermann, 1781 Stoerð: 6-7 cm, Lýsing: Hávaxinn og þunnvaxinn fiskur með mjög stór augu og lóðréttan munn. Uggar eru allstórir nema kvið- uggi. Veiðiuggi er á milli bakugga og sporðs. Sérkennileg ljósfæri eru í grúpp- um undir nebri skolti, á kviðrönd og einnig ofan eyrugga og ofan raufar, við aftanverðan raufarugga og á milli rauf- arugga og sporðs. Framan við kviðugga eru örsmáir gaddar sem vísa fram og svipaðir gaddar eru framan við rauf- arugga. Allt útlit fisksins er hið sér- kennilegasta (sjá mynd). Fundarstaður stutta silfurfisks. ÆGIR 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.