Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 45

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 45
Einar bendir á að auk almennra styrkja og lána frá Byggða- stofnun sé starfræktur innan hennar sjóður sem nefnist Statens nærings- og distriktudviklingsfond (Þróunarsjóður matvælaiðnaðarins, skammtafað SND). Sá sjóður hefur til ráð- stöfunar í styrki um 9,2 milljarða íslenskra króna í ár. Þar af renna 4,6 milljarðar í fjárfestingarstyrki og 4 milljarðar í þró- unarstyrki. Ekki renna þó allir þessir styrkir til fiskvinnslunn- ar heldur fá önnur fyrirtæki í matvælaiðnaði hluta af þeim. Auk þessa rekur SND lána- og hlutafjárdeildir þar sem fyrir- tæki í sjávarútvegi eiga aðgang að lánum og áhættufjármagni. Einar dregur þessa styrkveitingar saman og segir að ef maður gefi sér að helmingur fjárfestingar- og þróunarstyrkja frá SND renni til fiskvinnslu og fiskeldis geri það 4,2 millj- arða íslenskra króna á ári. Við þetta bætast styrkir til útgerö- arinnar sem Einar segir að séu 2 milljaröar en Sigbjörn Lomelde segir að séu aðeins 1 milljarður og fari ört lækkandi. En ef tölur Einars eru réttar nýtur norskur sjávarútvegur rík- isstyrkja að upphæð 6,2 milljarðar íslenskra króna á ári. Þetta er um 3% af veltu norsks sjávarútvegs og ef við heimfærum það upp á ísland myndu stærstu fyrirtækin hér á landi, Grandi og ÚA, fá um 100 milljónir króna í styrk á ári. í erindi sinu dregur Einar ýmsar ályktanir af því hvernig ríkisvaldið gerir við íslenskan sjávarútveg í samanburði við það sem tíðkast í Noregi og öðrum Evrópuríkjum. Hér verð- ur ekki farið nánar út í þá sálma en áhugasömum bent á að nálgast erindið hjá Samtökum fiskvinnslustööva. Litlibróðir olíunnar En þótt norskur sjávarútvegur sé stöndugur um þessar mundir þá er ekki úr vegi að benda á að hann er langt frá því að vera í því aðalhlutverki í norsku efnahagslífi sem ís- lenskur sjávarútvegur er hér á landi. Árið 1993 var heildarút- flutningur vöru frá Noregi 206,2 milljarðar norskra króna. Þar af nam útflutningur á fiski og sjávarafurðum tæpum 17 milljörðum eða 7% af heildinni. Olían er meira en helming- ur af vöruúflutningnum, en verðmæti hennar var 116 millj- arðar árið 1993, og bæöi málmar og vélar skiluðu meiri út- flutningstekjum en sjávarafurðirnar. Hins vegar er bjart framundan í norskum sjávarútvegi og þar skín ljósiö skærast á fiskeldið sem nú skapar um það bil helming útflutningsverðmætis sjávarafurða. Ef spár sérfræð- inga rætast gætu verðmætin þrefaldast innan 10 ára og þá verður sjávarútvegurinn orðinn næststærsta gjaldeyrislind Norðmanna. □ < RKS GASSKYNJARAR FYRIR FREON OG AMMONÍ AK SPARNAÐUR UMHVERFIS- VÆNT * ISLENSKT HUGVIT ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Gasskynjararnir eru til þess að gera viðvart um leka í fyrsti- og kælikerfum. Þeir eru gerðir fyrir erfiðar aðstæður og henta vel I t.d. frystihúsum og frystitogurum. Þeir spara tíma, fé og fyrirhöfn < RKS Skynjaratækni Borgarflöt 27 - 550 Sauðárkrókur S: 453 6054 - Fax: 453 6049 MITSUBISHI DIESELVÉLAR MITSUBISHI diesel- vélarnar taka mun minna pláss en flestar aðrar vélar- tegundir, sé miðað við afköst þeirra. SPARNEYTINN OG TRAUSTUR AFLGJAFI ATH. NÝTT HEIMILISFANG OG SÍMANÚMER MDvÉLAR HL FISKISLÓÐ 135 B • PÓSTHÓLF 1562 • 121 REYKJAVÍK SÍMI: 561 0020 • FAX: 561 002 ÆGIR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.