Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 40

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 40
bakugga alllangt aftur. Aftari bakuggi er langur - nær frá á móts við miðjan eyrugga langleiðina aftur að sporð- blöðku. Raufaruggi er um 2/3 af lengd aftari bakugga. Sporður er í meðallagi stór. Eyruggar eru stórir en kviðuggar grannir og langvaxnir. Þeir ná aftur á móts við aftari enda eyrugga eða lengra. Á neðri skolti er stuttur en greinilegur hökuþráður. Nasaop eru smáspöl framan við augu. Rák er greinileg. Litur er brúnleitur eða öskugrár. Geislar B2: 54-58, R: 49-53. Heimkynni: Stórriddari hefur fundist undan Norðvestur-Spáni, við Asóreyjar og Madeira en er hvergi algengur og fáir hafa fundist til þessa. í september 1994 veiddist einn á línu á grá- lúðuslóð vestan Víkuráls (á.a.g. 65°30’N og 28°15'V). Veiðiskip var Tjaldur II SH. Því miður brotnaði aft- asti hluti fisksins af í frystiklefa og týndist svo ekki fékkst nákvæm lengd en sá hluti fisksins sem skilaði sér var 88 cm. Það sem týndist gæti hafa verið um 10-12 cm. Lífshœttir: Lítið er vitað um lífshætti stórriddara því svo fáir hafa veiðst. Skyldleiki við aðrar tegundir: Fiskar sömu ættar sem þekkjast á íslandsmið- um eru móra, Mora rnoro, fjólumóri, Antimora rostrata, silfurþvari, Hal- argyreus johnsonii, mórubróðir, Laemo- nema latifrons, og bláriddari, Lepidion eques, en þeirri tegund líkist stórridd- ari mest. Þeir greinast þó auðveldlega í sundur á því að augu bláriddara eru mun stærri, fremsti geisli í fremri bakugga er lengri, kviðuggar styttri og spyrðustæðið er grennra. Þá getur ver- ið mikill stærðarmunur á þeim því blá- riddari verður ekki lengri en 50 cm en stórriddari getur náð 90-100 cm lengd eins og þegar hefur komið fram. Ætt: Galtarætt, oreosomatidae Durgur, Allocyttus verrucosus Gilchrist, 1906 Stœrð: A.m.k. 38 cm. Lýsing: Hávaxinn og þunnvaxinn, tígullaga fiskur. Mesta hæð er um helm- ingur af heildarlengd fisksins. Haus er mjög stór, um þriðjungur heildarlengd- arinnar. Augu eru mjög stór, stærri en þriðjungur hauslengdar. Kjaftur er ská- settur og á skoltum eru mjög smáar tennur. Tálknalok eru smágeislagárótt. Uggar eru allir vel þroskaðir. í bakugga eru fimm til sjö broddgeislar fremst og er annar broddgeislinn stærstur. í rauf- arugga eru tveir broddgeislar fremst. í hvorum kviðugga er einn broddgeisli. Spyrðustæði er grannt. Hreistur er kambhreistur. Tálknalok er hreistur- laust. Mjög ungir fiskar eru með tvær raðir stækkaðra hreisturblaða neðarlega á kvið. Þau verða ógreinileg með vax- andi aldri en merki um þau sjást hjá stórum fiskum. Rák er greinileg og ligg- ur í stórum sveig yfir eyruggum og sveigir niður aftan þeirra og virðist vera óregluleg rétt fyrir aftan eyrugga en bein þaðan og aftur að sporði. Litur er svartfjólublár og ljósbrúnn hjá fullorðnum fiskum en silfraður hjá ungviöi og grænleitur á baki með stór- um gráum skellum sem hverfa hjá fisk- um sem eru lengri en 12 cm. Geislar B: V-VI+29-33 (V+31), R: II- 111+27-31 (11+29), E: 17-20 (19), K: 1+6 (1+6). (í sviga eru tölur sem eiga við fisk þann sem veiddist á Islandsmiðum. Rómverskar tölur sýna fjölda brodd- geisla.) Heimkynni: Fisktegund þessi er algeng á 400-1500 metra dýpi frá Walvis-flóa í Namibíu suður fyrir Afríku til Mósam- bik-sunds. Einnig finnst tegundin í Guineu-flóa, undan Máritaníu, í vestan- verðu Atlantshafi og við Ástralíu. Hér veiddi togarinn Runólfur SH einn fisk þessarar tegundar 34 cm langan í botn- vörpu í maí 1994 á 1150 metra dýpi á grálúðuslóð vestan Víkuráls (65°16'N og 28°15'V). Þessi fisktegund mun aldrei hafa veiðst svona norðarlega áður. Lífshættir: Sennilega miðsævis-, djúp- og botnfiskur sem lifir á rækjum, smokkfiski og ýmsum fisktegundum. Aðrar fisktegundir sömu ættar sem fundist hafa á íslandsmiðum eru gölt- ur, Neocyttus helgae, sem fannst hér fyrst árið 1989, og blákjammi, Pseudocyttus maculatus, sem veiddist hér 1993. Á meöan verið var að ganga frá þessari grein bárust tvær fisktegundir sem ekki höfðu áður veiðst á íslands- miðum til Hafrannsóknastofnunar. Önnur tegundin er af hyrnuætt, oneirodidae, en af þeirri ætt þekkjast a.m.k. sex tegundir fiska á íslandsmið- um. Hin tegundin er af ætt trjónu- nefa, gigantactinidae, og er sá fiskur önnur tegund þeirrar ættar sem finnst hér á íslandsmiðum. Fiska þessa veiddi togarinn Vigri á grálúðuslóð vestan Víkuráls í júlí sl. Eftir er að rannsaka þá nánar. □ 40 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.