Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 10

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 10
Fleiri munu flagga út næst / sjómannaverkfalli í vor voru nokkur dœmi um að útgerðarmenn flögguðu skipum sínum út úr tandhelginni til þess að losna við verkfallið. Fyrr á þessu ári heyrðust raddir úr röðum útgerðarmanna um að endurskoða þyrfti frá grunni launakjör sjómanna og jafnvel varpa hlutaskiptakerfinu fyrir róða. Tilheyrir þú flokki þessara herskáu útgerðarmanna? „Ég skal ekkert segja um það. Hitt er annað mál ab úreldingarkerfið hefur kennt mönnum að flagga skipum inn og út úr landhelginni eftir hentugleik- um og það er ekkert við því að segja. Komi til verkfalls á ný munu fleiri nýta sér þennan möguleika. Erlent vinnuafl er komið hér í fisk- vinnsluna, um borð í fragtskipin og það kemur í veiðarnar líka. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær. Við búum vib þær reglur að við get- um ekki haft tvö launakerfi í gangi um borð í skipi undir íslenskum fána. Horf- um til þess ab íslendingar eru að gera út skip á Reykjaneshrygg undir erlendum fána með blandaðri áhöfn eins og t.d. Heinaste. Launahlutfall um borð í slík- um skipum er helmingur af því sem er um borð í íslenskum skipum. Gáum svo að því að þegar veiðireynsla Islendinga á svæðinu verður gerð upp þá kemur reynsla skipa eins og Heinaste ekki í hlut íslendinga þó íslendingar geri skip- ið út. Mér finnst illt ab veiðireynsla íslend- inga nýtist öðrum þjóbum aðeins vegna þess ab við notuðum fánann til þess að fá lægra launahlutfall. Þessi skip ættu að fá að vera undir íslenskum fána. Við erum á krossgötum í þessum efn- um. Mestu hagsmunir þjóðarinnar hljóta að vera að fá sem mesta veiði- reynslu." Erum stöðugt að tapa veiðireynslu Ert þú hlynntur því að slakað verði á reglum sem kveða á um íslenska kjara- saminga undir íslenskum fána og veiði- leyfi innan landhelgi, eða hvernig skal leysa þetta mál? „Ég hef enga patentlausn á reiðum höndum en vib skulum ekki loka aug- unum fyrir raunveruleikanum. Menn gagnrýndu það í sjómannaverkfalli að við misstum á meðan veiðireynslu, t.d. á Reykjaneshrygg. Forsætisráðherra tók undir þessa gagnrýni en það gleymdist í umræðunni að við erum stöðugt að tapa veiðireynslu vegna þess að íslensk skip eru undir erlendum fána." „ Við töpum engu á því að bíða [með umsókn að ESB] og sjá hvernig málin þróast. “ Er það ekki óheillaþróun að leyfa að flagga íslenskum skipum út eins og gert hefur verið við fragtskipin og manna þau með vinnuafli sem er tilbúið tii að vinna fyrir nokkra þúsundkalia á rnánuði? „Við erum í samkeppni á alþjóða- markaði. Við getum ekki lokað augun- um fyrir því hvernig kaupin gerast á eyrinni því þá dögum við uppi. Þetta eru flókin mál og mörg sjónarmið en umræba um launamál sjómanna í víð- ara samhengi þarf að fara fram. Það eiga ekki að vera neinar heilagar kýr í þessu máli, hvort sem þær eru kallaöar hluta- skiptakerfi eða eitthvað annað." Trillukarl eða ekki trillukarl Jóhann A. Jónsson hefur gert út tœp- lega fjögurra tonna trillu, GarðarÞH, allt frá 1976 og stundað veiðar á þorski og grásleppu. Hann segist hafa sinnt veið- unum afmiklum áhuga fyrstu árin en annir í öðrum störfum hafa gert það að verkum að annar skipstjóri hefur séð um fleyið undanfarin ár. Jóhann valdi afla- mark á Garðar samkvœmt nýjum reglum um krókabáta ogfékk úthlutað tólftonn- um. Er það nóg til þess að útgerðin beri sig? „Með grásleppunni ætti þab að duga mér í ellinni." Ert þú aldrei vœndur um að sitja báð- um megin við borðið þar sem þú semur jafnframt við trillukarla um fiskverð á Þórshöfn? „Ég hef sagt félögum mínum fyrir norðan ab ég sé helsti talsmaður þeirra. Ég hef ekki alltaf fengið mikinn skiln- ing á þessu sjónarmiði og félagar mínir skamma mig iöulega fyrir að vilja ekki borga hærra verð. Þeir segja að veröið mótist af því á hvaba veiðarfæri ég sé en samt er það alltaf jafnslæmt. Það eru afar skýrar línur hjá okkur. Við borgum 70 krónur fyrir kílóið af þorski og sætti menn sig ekki við það geta þeir selt einhverjum öðrum og sumir gera það. Heimurinn er að verba einn markað- ur og við verðum að gæta okkar að standa ekki þar einir og sér. Verðið á Rússafiskinum er miðað við dollar sem hefur staðið lágt að undanförnu og verði svo áfram þá fer þessi fiskur að flæða í auknum mæli inn á markaðinn í bullandi samkeppni við íslenskan fisk og þá verða þessar 70 krónur út úr kort- inu." Er þá krafa sjómannasamtakanna um að fiskverð miðist alltafvið markaðsverð óraunhœf? „Það þýðir ekkert að vera meb kröfur um þetta og hitt. Við einfaldlega kaup- um ekki á óraunhæfu verði heldur leit- um annarra leiða og á fiskmarkaði. Einu sinni var miðað við, í hefðbundinni vinnslu, að hráefnisverð væri 50%, launakostnaður 25% og allur annar kostnaður 25%. í dag eru þessi hlutföll þannig að hráefnið kostar 60-70%, vinnulaunin eru 20% og svo verða menn að bjarga sér á þessum 10% sem eftir eru og menn bjarga sér ekkert á því eins og dæmin sanna." ESB - töpum engu á aö bíða Nú verður þér tíðrœtt um að ísland sé hluti af alþjóðlegum markaði og við verð- um að taka tillit til þess. Finnst þér raun- hœft að ísland sœki um aðild að Evrópu- sambandinu? „Mín skoöun hefur verið sú að við töpum engu á því að bíða og sjá hvern- ig málin þróast. Það eru að mörgu leyti nýir og spennandi tímar í sjávarútvegi á íslandi og fjöldi nýrra möguleika hefur opnast á undanförnum árum og eru í þann veginn að opnast." □ 10 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.