Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 46
NY FISKISKIP
2206
Frá tæknideild.
í lok ársins 1993, eða 18. desember, kom BaldurEA 108 til
heimahafnar sinnar, Dalvíkur. Skip þetta, sem upphaflega hét
Nokasa (síðar Nattoralik), er smíðað árið 1978 (afirentí októ-
ber) fyrir Grœnlendinga hjá Sterkoder Mek. Verksted A/S, Krist-
iansund í Noregi, smíðanúmer 51 hjá stöðinni. Skipið er hann-
að af Skipsteknisk A/S í Álesund og er smíðað sem skuttogari
með búnað til rœkjuvinnslu. Árið 1984 var skipið lengt um
11.0 m og byggð íbúðarhœð undir brú.
Eftir að skipið kom til landsins vom gerðar ýmsar breytingar
á því, m.a. var rcekjuvinnslubúnaði breytt og varþað gert í júní
á s.l. ári. Þá var m.a. skipt um flokkunarbúnað, kör og fœri-
bönd og settur lausfrystir í stað lóðrétts plötufrystitœkis. Þá
voru settar í skipið hjálparvindur (smávindur) og ýmis tœki og
búnaður í brú.
Hinn nýi Baldur EA 108 (2206), sem kom í árslok 1993,
var keyptur til landsins afSnorra Snorrasyni á Dalvík og leysti
afhólmi skip með sama nafni, Baldur EA (1449), sem upp-
haflega hét Erlingur GK (síðar Þórhallur Daníelsson SF). Það
skip var einnig smíðað hjá Sterkoder Mek. Verksted A/S, afhent
í árslok 1975. Skipið er nú í eigu Sœbergs h.f. Óiafsfirði, en eig-
andaskipti áttu sér stað í mars s.l. Snorri Snorrason var upp-
haflega skipstjóri á skipinu, en eftir eigandaskipti er skipstjóri
nú Þorbjörn Sigurðsson og yfirvélstjóri Svanur Rafhsson. Fram-
kvœmdastjóri Sœbergs h.f. er Gunnar Þór Sigvaldason.
Almenn lýsing
Almennt: Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og
undir eftirliti Det Norske Veritas í flokki * 1A1, Stern Trawler,
Ice C, * MV. Skipið er skuttogari með tvö heil þilför stafna á
milli, skutrennu upp á efra þilfar, hvalbak á fremri hluta efra
þilfars og íbúðarhæð og brú aftantil á hvalbaksþilfari.
Mesta lengd........................................ 45.30 rn
Lengd miili lóölína................................ 40.20 m
Breidd (mótuð)...................................... 9.30 m
Dýpt ab efra þilfari................................ 7.10 m
Dýpt aö neöra þilfari............................... 4.75 m
Eiginþyngd.......................................... 1018 t
Særými (djúprista 4.75 m)........................... 1270 t
Buröargeta (djúprista 4.75 m)........................ 252 t
Lestarrými.................................... um 500 m3
Brennsluolíugeymar................................. 168.2 m3
Ferskvatnsgeymar.................................... 12.5 m3
Brúttótonnatala...................................... 826 BT
Rúmlestatala......................................... 475 Brl
Rúmtala........................................... 1775.8 m3
Skipaskrárnúmer..................................... 2206
Rými undir neðra þilfari: Undir neðra þilfari er skipinu skipt
með fjórum vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rými,
talið framan frá: Stafnhylki fyrir sjókjölfestu; hágeyma fyrir
brennsluolíu; fiskilest með botngeymum fyrir brennsluolíu;
vélarúm meö botngeymum í síðum fyrir ferskvatn o.fl., og
aftast skutgeyma fyrir brennsluolíu ásamt daggeymum.
Neðra þilfar: Fremst á neðra þilfari er geymsla (með aðgangi
frá efra þilfari) og keðjukassar, en þar fyrir aftan íbúðir, sem
fremst ná yfir breidd skipsins en aftantil meðfram b.b.-síðu.
Aftan við íbúðir og til hliðar við er vinnuþilfar (fiskvinnslu-
46 ÆGIR