Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 39

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 39
hjá nýveiddum fiskum en fölnar fljótt í geymsluvökvum og verður grár eöa hvítur. Geislar B: 19-22, R: 15-18, E: 13-14, K: 6, fjöldi hryggjarliða er 40-43 og tálknbogatindar eru 5-6+14-16. Heimkynni: Rauðskinni hefur m.a. fundist í Mexíkóflóa, undan SV-Afríku, við Madagaskar og í norðvestur Kyrra- hafi. Þá hefur einn fundist á 1100 metra dýpi undan Fiskanesi við SV- Grænland og tveir hafa veiðst suðaust- ur af Hvarfi við Grænland. Þeir veidd- ust báðir í flotvörpu íslenskra togara árið 1994. Sá fyrri veiddist í júní á stað sem næst 58°N og 35”46’V og var 22 cm langur. Hinn veiddist í júlí á 586-714 m dýpi á stað sem næst 57”50'N og 36”00'V. Hann var 33 cm að sporði. Veiðiskip voru Örfirisey RE og Haraldur Kristjánsson HF. Báðir þessir fiskar eru varðveittir á Hafrannsókna- stofnun. i maí á þessu ári veiddist síðan fyrsti rauðskinninn sem vitað er um á íslandsmiðum. Hann veiddist í flot- vörpu Breka VE djúpt SV af Reykjanesi (62”19'N og 29”43'V) á 714 metra tog- dýpi (botndýpi var 1830 m). Hann var 37 cm langur. Þessi fiskur er varðveittur í Náttúrugripasafni Vestmannaeyja. Lífsliœttir: Miðsævis-, úthafs- og djúpfiskur sem lítið er vitað um. Þeir fiskar sem veiðst hafa á norðurslóð fengust á 600-1100 metra dýpi og fisk- ar veiddir undan ströndum S-Afríku voru á 550-1500 metra dýpi. Fiskar af sama œttbálki, Cetunculi (Cetomimiformes), og rauðskinni sem einnig hafa fundist á íslandsmiðum eru rauðskoltur, Rondeitia loricata, og sæ- greifar en af þeim hafa sennilega fund- ist þrjár tegundir á íslandsmiðum (sæ- greifi, margreifi og rauðgreifi). Ætt: Þorskaætt, GADIDAE Ósaþorskur, Arctogadus borisovi Drjagin, 1932 Stcerö: 55 cm eða stærri. Lýsing: Langvaxinn og hausstór fisk- ur, jafnskolta eða með neðri skolt að- eins lengra framteygðan en þann efri. A neðri skolti er ein röð stórra tanna og á miðskolti eru tvær raðir frekar smárra og þéttstæðra tanna og eru tennur í ytri röð nokkru stærri en þær í innri röð. Á plógbeini og gómbein- um er röð stórra tanna. Augu eru í meðallagi stór. Hökuþráður á að sjást en virðist geta vantað stundum. Bakuggarnir allir þrír og raufaruggarn- ir tveir eru frekar stuttir og gott bil er á milli ugga. Eyr- og kviðuggar eru frekar stuttir - ná ekki aftur að fremri rauf- arugga. Rák er greinileg, ósamfelld og liggur í sveig yfir eyruggum frá haus og aftur á móts við rauf en þaðan aftur að sporði er hún bein. Litur er dökkleitur á haus baki og of- anverðum hliðum með brúnum og gulleitum blettum. Á neðanverðum hliðum er liturinn dökkgrár og kviður er ljósgrár með fjölda svartra depla. Uggar eru gráir, raufaruggar eru Ijósari. Geislar Bl: 11-12, B2: 18-21, B3: 21-24, Rl: 20-24, R2: 20-23, hryggjar- liðir: 59, gelgjur 6(7), tálknbogatindar: 32-34. Heimkynni: Norðan Síberíu á milli 70” og 80”N. Hefur einnig fundist norðan Alaska og Kanada og e.t.v. víð- ar. Lífshœttir: Lifir bæði í sjó og í söltu árósavatni. Atluigasemd: Af þessari ættkvísl þekkjast tvær tegundir, þ.e. ósaþorskur sem lýst er hér á undan og ísþorskur, A. glacialis. Heimkynni hans eru austan og vestan Grænlands norðan 70°N og norðan Kanada og Alaska. Auðvelt á að vera að greina þessa fiska í sundur því ósaþorskur á að vera með hökuþráð og lóðrétt þvermál augna er 6,2-8,5% af sk. „standard"-lengd, þ.e. lengd að sporði en ísþorskur er án hökuþráðs og þvermál augna er 8-11% af „standard"- lengd. Þá getur ósaþorskur orðið 55-60 cm langur en ísþorskur verður ekki lengri en 40-45 cm. I janúar á þessu ári var okkur á Haf- rannsóknastofnun sendur fiskur sem við héldum fyrst ab veiðst hefbi í „Smugunni" frægu í Barentshafi því hann líktist svo ósaþorski í útliti. Með- fylgjandi upplýsingar sýndu þó að tog- arinn Stakfell ÞH hafði veitt fisk þennan í botnvörpu þann 10. janúar á 275 metra dýpi á Fætinum svonefnda und- an Suðausturlandi. Fiskurinn var 52 cm langur og 1,2 kg á þyngd. Reyndar var þessi fiskur frábrugbinn ósaþorski í því að hökuþráð vantaði og engin merki sáust þess ab hann hefði slitnað af. En stærð fisksins, lögun og augnstærð, allt var þetta í meira samræmi við ósaþorsk en ísþorsk. Við munum því telja fisk þennan vera ósaþorsk frekar en ísþorsk þar til og ef annað kemur í ljós. Geta má þess að 1954 eða 1955 veiddist við SV-Grænland, skammt frá Narssaq, fisk- ur sem líktist ósaþorski í öllu nema hökuþráb vantaði. Þessi fiskur hefur verið talinn vera ósaþorskur. Ætt: Móruætt, MORIDAE Stórriddari, Lepidion guentheri Giglioli, 1880 Stœrð: 90-100 cm. Lýsing: Hausstór fiskur og þykkvax- inn um miðju en mjókkar aftur eftir. Spyrðustæði er grannt. Bakuggi er tví- skiptur og teygist fremsti geisli fremri ÆGIR 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.