Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1995, Qupperneq 39

Ægir - 01.10.1995, Qupperneq 39
hjá nýveiddum fiskum en fölnar fljótt í geymsluvökvum og verður grár eöa hvítur. Geislar B: 19-22, R: 15-18, E: 13-14, K: 6, fjöldi hryggjarliða er 40-43 og tálknbogatindar eru 5-6+14-16. Heimkynni: Rauðskinni hefur m.a. fundist í Mexíkóflóa, undan SV-Afríku, við Madagaskar og í norðvestur Kyrra- hafi. Þá hefur einn fundist á 1100 metra dýpi undan Fiskanesi við SV- Grænland og tveir hafa veiðst suðaust- ur af Hvarfi við Grænland. Þeir veidd- ust báðir í flotvörpu íslenskra togara árið 1994. Sá fyrri veiddist í júní á stað sem næst 58°N og 35”46’V og var 22 cm langur. Hinn veiddist í júlí á 586-714 m dýpi á stað sem næst 57”50'N og 36”00'V. Hann var 33 cm að sporði. Veiðiskip voru Örfirisey RE og Haraldur Kristjánsson HF. Báðir þessir fiskar eru varðveittir á Hafrannsókna- stofnun. i maí á þessu ári veiddist síðan fyrsti rauðskinninn sem vitað er um á íslandsmiðum. Hann veiddist í flot- vörpu Breka VE djúpt SV af Reykjanesi (62”19'N og 29”43'V) á 714 metra tog- dýpi (botndýpi var 1830 m). Hann var 37 cm langur. Þessi fiskur er varðveittur í Náttúrugripasafni Vestmannaeyja. Lífsliœttir: Miðsævis-, úthafs- og djúpfiskur sem lítið er vitað um. Þeir fiskar sem veiðst hafa á norðurslóð fengust á 600-1100 metra dýpi og fisk- ar veiddir undan ströndum S-Afríku voru á 550-1500 metra dýpi. Fiskar af sama œttbálki, Cetunculi (Cetomimiformes), og rauðskinni sem einnig hafa fundist á íslandsmiðum eru rauðskoltur, Rondeitia loricata, og sæ- greifar en af þeim hafa sennilega fund- ist þrjár tegundir á íslandsmiðum (sæ- greifi, margreifi og rauðgreifi). Ætt: Þorskaætt, GADIDAE Ósaþorskur, Arctogadus borisovi Drjagin, 1932 Stcerö: 55 cm eða stærri. Lýsing: Langvaxinn og hausstór fisk- ur, jafnskolta eða með neðri skolt að- eins lengra framteygðan en þann efri. A neðri skolti er ein röð stórra tanna og á miðskolti eru tvær raðir frekar smárra og þéttstæðra tanna og eru tennur í ytri röð nokkru stærri en þær í innri röð. Á plógbeini og gómbein- um er röð stórra tanna. Augu eru í meðallagi stór. Hökuþráður á að sjást en virðist geta vantað stundum. Bakuggarnir allir þrír og raufaruggarn- ir tveir eru frekar stuttir og gott bil er á milli ugga. Eyr- og kviðuggar eru frekar stuttir - ná ekki aftur að fremri rauf- arugga. Rák er greinileg, ósamfelld og liggur í sveig yfir eyruggum frá haus og aftur á móts við rauf en þaðan aftur að sporði er hún bein. Litur er dökkleitur á haus baki og of- anverðum hliðum með brúnum og gulleitum blettum. Á neðanverðum hliðum er liturinn dökkgrár og kviður er ljósgrár með fjölda svartra depla. Uggar eru gráir, raufaruggar eru Ijósari. Geislar Bl: 11-12, B2: 18-21, B3: 21-24, Rl: 20-24, R2: 20-23, hryggjar- liðir: 59, gelgjur 6(7), tálknbogatindar: 32-34. Heimkynni: Norðan Síberíu á milli 70” og 80”N. Hefur einnig fundist norðan Alaska og Kanada og e.t.v. víð- ar. Lífshœttir: Lifir bæði í sjó og í söltu árósavatni. Atluigasemd: Af þessari ættkvísl þekkjast tvær tegundir, þ.e. ósaþorskur sem lýst er hér á undan og ísþorskur, A. glacialis. Heimkynni hans eru austan og vestan Grænlands norðan 70°N og norðan Kanada og Alaska. Auðvelt á að vera að greina þessa fiska í sundur því ósaþorskur á að vera með hökuþráð og lóðrétt þvermál augna er 6,2-8,5% af sk. „standard"-lengd, þ.e. lengd að sporði en ísþorskur er án hökuþráðs og þvermál augna er 8-11% af „standard"- lengd. Þá getur ósaþorskur orðið 55-60 cm langur en ísþorskur verður ekki lengri en 40-45 cm. I janúar á þessu ári var okkur á Haf- rannsóknastofnun sendur fiskur sem við héldum fyrst ab veiðst hefbi í „Smugunni" frægu í Barentshafi því hann líktist svo ósaþorski í útliti. Með- fylgjandi upplýsingar sýndu þó að tog- arinn Stakfell ÞH hafði veitt fisk þennan í botnvörpu þann 10. janúar á 275 metra dýpi á Fætinum svonefnda und- an Suðausturlandi. Fiskurinn var 52 cm langur og 1,2 kg á þyngd. Reyndar var þessi fiskur frábrugbinn ósaþorski í því að hökuþráð vantaði og engin merki sáust þess ab hann hefði slitnað af. En stærð fisksins, lögun og augnstærð, allt var þetta í meira samræmi við ósaþorsk en ísþorsk. Við munum því telja fisk þennan vera ósaþorsk frekar en ísþorsk þar til og ef annað kemur í ljós. Geta má þess að 1954 eða 1955 veiddist við SV-Grænland, skammt frá Narssaq, fisk- ur sem líktist ósaþorski í öllu nema hökuþráb vantaði. Þessi fiskur hefur verið talinn vera ósaþorskur. Ætt: Móruætt, MORIDAE Stórriddari, Lepidion guentheri Giglioli, 1880 Stœrð: 90-100 cm. Lýsing: Hausstór fiskur og þykkvax- inn um miðju en mjókkar aftur eftir. Spyrðustæði er grannt. Bakuggi er tví- skiptur og teygist fremsti geisli fremri ÆGIR 39

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.