Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 5

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 5
óhikaö á rétti sínum hvort sem þab er í Smugunni, á Reykjanes- hrygg, Flæmska hattinum eða á rækjumiðum við Svalbarða, og afli sér veibireynslu sem nýtist í framtíöinni meb óhjákvæmi- legri kvótaskiptingu. íslendingar sváfu á verðinum Þegar viðtalið fer fram hafa nýlega borist fréttir af fundi Norður-Atlants- hafsfiskveiðiráðsins, NAFO, en rábið setti fyrstu hömlurnar sem koma fram á rækjuveiðar á Flæmska hattinum og er íslendingum nú aðeins heimilt að hafa 18 skip á veiðum. Jóhann er ekki hrif- inn. „Á þessum fundi var lagt fram vís- indaálit um að draga þyrfti úr veiðun- um á þessu svæði. Með fullri virðingu fyrir Arnóri Halldórssyni, sem þarna var fyrir hönd ráðuneytisins, þá virðist eng- inn hafa átt von á að þarna væri veriö að taka miklar ákvarðanir. Mér sýnist að íslendingar hafi þarna sofið á verðinum og ekki gætt hagsmuna sinna sem skyldi. Það er markvisst unnið að því af hálfu Kanadamanna að takmarka þessar veiðar og kvótasetja þær. Veiðarnar fara fram á litlum hluta svæðisins og hing- að til hefur ekki verið talib naubsynlegt að takmarka veiðarnar." Er ekki óumflýjanlegt að öll út- hafsveiði verði sett undir kvóta? „Þab hefur sýnt sig að við getum ekki alltaf stjórnab atburðarás í þeim efnum. Aðalatriðið er að sækja af fullum krafti á þessi opnu svæði meðan veibarnar eru frjálsar. Við fengum leyfi fyrir 18 skip á Flæmska hattinum. Ef þau hefðu verið fleiri þar í sumar þá hefðum vib fengið fleiri. Ef við hefðum aldrei sótt þangað til veiða þá hefbum við nú verið ævar- andi útilokaðir frá veiðum þar. Það er miklu mikilvægara að sækja í úthafið heldur en ab sækja þennan kvóta sem við eigum hér innan landhelginnar. Það er nægur tími til þess ab veiða hann. En úthafsveiðarnar eru forgangsmál." En hefði ekki samtökum útgerðar- manna verið í lófa lagið að senda full- tnia á þetta NAFO-þing til að gœta hags- muna okkar? „Kannski má segja það en það hefur ekki venjan að LÍÚ sendi fulltrúa á slík þing. Því má eflaust breyta." Megum ekki gleyma rækjunni eins og þorskinum í Barentshafi Stakfellið, skip Hraðfrystistöðvarinn- ar á Þórshöfn, hafði rækjutroll meðferð- is þegar það fór í Smuguna í sumar. Ætl- unin var að prófa rækjuveibar við Sval- barða innan norska fiskverndarsvæðis- ins. Ekki er hægt að segja að Norömenn hafi tekið því vel og því var hætt vib að þessu sinni. „Það er ekkert sjálfgefið að góðar rækjuveiðar haldist við ísland. Við eig- um auðvitað að stunda rækjuveiðar á Svalbarðasvæðinu með okkar ágætu skipum. Við megum ekki missa sjónar af þessum möguleika þó við höfum sæmilega veiði heima fyrir eins og við gleymdum þorskinum í Barentshafi meðan við höfðum þorsk hér við ís- land. Stakfellið ætlaði að nýta dauðan tíma í Smugunni ti! rækjuveiða við Sval- barða. Við höfðum áður kynnt Fiskerikontrolinu í Bergen ætlanir okk- ar. Þeir sögðu að stofninn væri fullnýtt- ur af þeim sem nú veiða þar. Síðan kom varbskipið og spurði hvort við hefðum ekki fengið boð frá Fiskerikontrolinu. Skipstjórinn kvaðst vera í fullum rétti og bað varðskipsmenn að koma um borð og staðfesta að búnaður hans til veiöanna væri í samræmi við norskar reglugerðir. Þeir neituðu því og það töldum við að þýddi að ef vib hefðum kastað trollinu þá myndu þeir koma um borð og finna eitthvað að, eitthvað smáatriði því það hafði gengið erfiðlega ab fá á hreint hvaba skilyrði búnabur- inn þyrfti að uppfylla. Þess vegna var ákveðið að taka ekki þá áhættu þó við teldum okkar búnað standast kröfur. Við hefðum þurft ab hafa óyggjandi upplýsingar komnar frá norskum stjórnvöldum gegnum þau íslensku." Við brutum ísinn við Svalbarða „Síðan hafa Norðmenn sagt í orbi við íslensk stjórnvöld að okkur væru heim- ilar veiðar þarna að uppfyiltum skilyrð- um þó þeir hindruðu okkur á sínum tíma. Þannig tel ég að við höfum brotið ísinn að einhverju leyti." Nú veiða Rússar, Færeyingar og Norðmenn rækju við Svalbarða. Jóhann telur staðhæfingar um að stofninn sé fullnýttur ekki byggðar á rannsóknum því veiðarnar hafa ekki staðið lengi og rækjumibin séu tæplega fullkönnuð. Rækjuveibar á þessum slóðum eru erfið- ÆGIR 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.