Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 36

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 36
raungengis. Innlendir raunvextir eru óbreyttir frá fyrri könnun eins og vib er að búast. Þar sem vextir eru ekki reikn- aðir á mánaðargrunni og gengisbreyt- ingin árið 1992 varð undir lok ársins er hér e.t.v. um nokkurt ofmat áhrifa gengisbreytingarinnar aö ræða í nokkrum tilvika og samsvarandi van- mat í öðmm en ætti þó að jafnast út þar sem ekki er um ab ræða lækkun á stofni erlendra lána yfir árið. Þeir vextir sem hér eru sýndir endur- spegla í raun gengistap og gengiságóða og snerta hinar ýmsu atvinnugreinar á mismunandi hátt. Þær greinar sem skulda í erlendri mynt eru að mestu leyti atvinnugreinar sem selja afurðir sínar á erlendum markaöi og njóta þar af leiðandi góðs af hækkandi söluverði afurða miðað við innlent verðlag. Áætlaðir meðalraunvextir yfir lánstíma Meðfylgjandi yfirlit sýna vegna raunvexti miðaða vib lánstíma. Sú ab- ferb sem hér er beitt við útjöfnun vaxta hefir misjafnlega mikil áhrif eft- ir því hvort um er að ræba lán til langs tíma eða lán til skamms tíma. Veitt lán bankakerfisins eru yfirleitt til skamms tíma, þ.e. til árs eða skemmri tíma, nema skuldabréfalán, endurlánað er- lent lánsfé og beinar erlendar lántök- ur en þær hafa verið flokkaðar með lánum bankakerfisins. Öðru máli gegnir um lán fjárfestingarlánasjóða og lánasjóða ríkisins en lán innláns- stofnana. Lánstími þeirra er yfirleitt a.m.k. áratugur eða jafnvel áratugir. Meðaltal raunvaxta lána fjárfestingar- lánasjóðanna yfir lánstíma kann því að vera töluvert annað en vaxta þeirra á lántökuári. Áhrif raungengisbreytinga áranna 1990-1993 á vexti hafa að mestu leyti jafnast út en þó gætir þeirra sveiflna sem urðu á raungengi á þeim árum og birtust í lágum raunvöxtum erlendra iána fyrstu tvö ár tímabilsins en háum raunvöxtum hin tvö síöari. Þegar á heildina er litið reynast erlend lán hagstæðari en innlend ef undan eru skilin árin 1992 og 1993. Raunvextir útlána banka reynast hæstir en vextir lánasjóða ríkis lægstir en raunvextir fjárlánasjóða nokkru hærri en lánasjóða ríkis. Gerð hefir verið tilraun til að reikna raunvexti sjávarútvegs út frá afurða- verði. í fljótu bragði verður ekki séð að raunvextir miðaðir við afurðaverð falli betur að eðlilegum raunvöxtum fyrir sjávarútveg en raunvextir miðaðir við lánskjaravísitölu. Skera árin 1992 og 1993 sig einkum úr vegna hárra raun- vaxta á báðum mælikvörðum. Or- sakanna er leitað til þess að afurðaverð í erlendri mynt lækkaði meira en nam lækkun gengis og hækkun innlends verðlags þessi tvö ár en aftur á móti eru viðskiptakjör greinarinnar hag- stæðari árin 1990 og 1994, þannig að raunvextir á mælikvarða afurðaverðs eru mun lægri en raunvextir á mæli- kvarða innlends verðlags. □ Kvótabókin er komin út í þriðja sinn og geta því þeir fjölmörgu sem beðið hafa hennar í ofvæni varpað öndinni léttar. Bókin góða er ítarlegri, fjöl- þættari og fallegri en nokkru sinni fyrr enda hefur hún hlotið verðskuldað lof hjá öllum áhugamönnum um sjávar- útveg. Aðalsmerki bókarinnar er sem fyrr hve handhæg og aðgengileg hún er og drekkhlaðin hnitmiðuðum og sam- þjöppuðum upplýsingum. Sem fyrr eru sundurliðaðar og ítar- legar upplýsingar um kvótaúthlutun sá efnisþáttur sem vekur áhuga flestra en þar er einnig að finna upplýsingar um flest sem lýtur að veiðum, aflahlutdeild og skiptingu kvóta milli útgerðar- fyrirtækja, landshluta og skipaflokka. Nýr þáttur í bókinni er eins konar alfræði sjávarútvegsins, það er orðasafn sem skýrir út ýmis grunnhugtök sem varða sjávarútveg og auðvelda áhuga- mönnum þannig að henda reiður á þeirri líflegu umræðu sem jafnan fer fram um þessa atvinnugrein. Sá sem hefur Kvótabókina upp á vas- ann verður seint rekinn á stampinn í umræðunni. Útgefandi er sem fyrr Skerpla, en ritstjóri og höfundur texta er Ari Arason. Kvótabókin fæst hjá Skerplu á Suðurlandsbraut 10 Reykjavík, pöntunarsími 568 1225, hjá Ellingsen og í bókabúðum utan Reykjavíkur. Bókin kostar aðeins 980 krónur. Leiðrétting í Kvótabók 95/96, bls. 103, eru rang- ar upplýsingar í töflu yfir kjördæma- skiptingu jöfnunarsjóða. Heildarúthlut- un aflamarks í þorskígildum á einstök kjördæmi er hins vegar rétt. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum en leiðrétt lítur taflan svona út og geta þá þeir sem vilja fært hið rétta inn í sína Kvótabók. Kjördæmi Þíg. Þorskur Suðurland 679 444 Reykjanes 1.085 733 Reykjavík 486 221 Vesturland 1.573 576 Vestfirðir 2.926 649 Norðurland vestra 854 132 Norðurland eystra 2.122 569 Austurland 2.344 681 36 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.