Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 48

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 48
Frystitcekjabúnaður: í skipinu eru eftirtalin frystitæki: þrír láréttir 15 stöðva Jackstone plötufrystar, afköst 5 tonn af rækju á sólarhring hver; og einn Sabroe lausfrystir, afköst 10 tonn af rækju á sólarhring. Fiskilest (frystilest) Lestarými er um 500 m3 og er lestin búin fyrir frystingu. Lestin er einangruð með ull og klædd með krossviði. Kæling er með kælileiðslum í lofti lestar. Lestinni er skipt í hólf með tréborðauppstillingu. í lest er lyfta sem flytur afurðir frá vinnslurými. Aftantil á lest er eitt lestarop með lúguhlera, og tilsvarandi losunarlúga á efri þilfari með stálhlera slétt við þilfar. Fyrir affermingu er losunarkrani, s.b.-megin á bakkaþilfari. Vindubúnaður, losunarbúnaður Almennt: Vindubúnaður skipsins er vökvaknúinn (lág- þrýstikerfi) frá A/S Hydraulik Brattvaag og er um að ræða tvær togvindur, þrjár grandaravindur, tvær hífingarvindur, hjálpar- vindu afturskips fyrir pokalosun og akkerisvindu. Þá er skipið búið þrem Pullmaster smávindum og Hiab krana. Togvindur: Aftast á togþilfari, aftan við þilfarshús s.b.- og b.b.-megin, eru tvær togvindur (splittvindur) af gerð DM 6300, hvor vinda búin einni tromlu og knúin af einum vökvaþrýstimótor. Tæknilegar stærðir (hvor vinda): Tromlumál............................ 324 mmo x 1500 mmo x 800 mm Víramagn á tromlu.................... 1830 m af 24 mmo vír Togátak á miðja (800 mmo) tromlu..... 8.0 tonn Dráttarhraði á miðja (800 mmo) tromlu.. 82 m/mín Vökvaþrýstimótor..................... M 6300 Afköst mótors........................ 147 hö Þrýstingur........................... 40 kp/ cm2 Olíustreymi.......................... 2200 1/mín Grandaravindur: Fremst í gangi fyrir bobbingarennur eru tvær grandaravindur af gerð DSM2202, hvor búin einni tromlu (380 mmo x 1200 mmo x 400 mm) og knúin af ein- um M2202 vökvaþrýstimótor, togátak á tóma tromlu er 5.6 tonn og tilsvarandi dráttarhraöi 87 m/mín. Á milli þessara tveggja er þriðja grandaravindan af gerð DSM2202, búin tveimur útkúplanlegum tromlum (380 mmo x 1200 mino x 400 mm) og knúin af einum M2202 vökvaþrýstimótor, tog- átak á tóma tromlu er 5.6 tonn og tilsvarandi dráttarhraði 87 m/mín. Hífingarvindur: Á bakkaþilfari, aftan við yfirbyggingu, eru tvær hífingarvindur af gerð DMM2202, hvor búin einni tromlu (380 mmo x 600 mmo x 400 mm) og knúin af einum M2202 vökvaþrýstimótor, togátak vindu á tóma tromlu er 5.6 tonn og tilsvarandi dráttarhraði 87 m/mín. Pokalosunarvinda: Á framlengdu bakkaþilfari, b.b.-megin er pokalosunarvinda af gerð DMM2202, búin tromlu (380 mmox 600 mmo x 400 mm) og koppi, togátak á tóma tromlu 5.6 tonn og tilsvarandi dráttarhraði 23 m/mín. Smávindur: Til að draga út vörpuna er ein Pullmaster H8 vinda á toggálgapalli, og fyrir bakstroffuhífingar eru tvær Pullmaster PL-4 vindur. Losunarkrani: Á framlengdu bakkaþilfari, s.b.-megin, er los- unarkrani af gerð 180 "Sea Crane". Akkerisvinda: Fremst á bakkaþilfari er akkerisvinda af gerð B4, búin tveimur útkúplanlegum keðjuskífum og tveimur koppum, togátak á kopp 3 tonn. Rafeindatæki, tæki í brú o.fl. Ratsjá: Furuno FRM64 (3 cmX). Ratsjá: Furuno FR-1262S (10 cm S). Ratsjá: Furuno FCR-1411 (3 cm X), 72 sml litaratsjá með dagsbirtuskjá og AD10S gyrótengingu. Segidáttaviti: Spegiláttaviti í þaki. Gyróáttaviti: Sperry SR-120. Sjálfstýring: Cetrek 747. Sjálfstýring: Robertson AP7. Vegmœlir: Sagem LHS. Miðunarstöð: Furuno FD-521 (VHF). Loran: Furuno LC80. Loran: Raynav 750 MK II. Gervitunglamóttakari: Furuno GP 500 (GPS). Gervitunglamóttakari: Magnavox MX100D (GPS) með CSI leiðréttingarbúnaði. Leiðariti: Furuno GD2000 með MT 100 segulbandi. Leiðariti: Shipmate RS2000. Leiðariti: Sodena, Turbo 2000. Dýptarmœlir: Elac LAZ72, pappírsmælir. Dýptarmœlir: Elac LAZ72, pappírsmælir með fisksjá. Dýptarmœlir: Furuno FCV-161 litamælir tengdur við Elac botnstykkisbúnað. Höfuðlínumcelir: Kaijo Denki, KCN200. Aflmcelir: Scanmar 4004. Talstöð: Sailor 1000 B, 400 W mið- og stuttbylgjustöð. Talstöð: Skanti TRP6000, 400 W miðbylgjustöð. Örbylgjustöðvar: Tvær Sailor RT2047 (duplex). Veðurkortamóttakari: Furuno FAX108. Sjávarhitamœlir: Furuno T 2000. Af öðrum tækjabúnaði má nefna Phonico kallkerfi, Skanti WR 6000 vörð, Sailor H 1240 telex, Standard C gervi- tunglasamskiptatæki og Hyundai tölvubúnað með Epson prentara. í skipinu er olíurennslismælir frá íseind og sjón- varpstækjabúnaður með einni tökuvél á þilfari og einum skjá í brú. í brú eru stjórntæki frá Brattvaag fyrir togvindur, grand- aravindur og hífingarvindur, en jafnframt eru togvindur bún- ar átaksjöfnunarbúnaöi frá Brattvaag af gerðinni Synchro 1010. Af öryggis- og björgunarbúnaði má nefna: Einn Zodiac slöngubát með utanborðsvél; tvo 16 manna Viking gúmmí- björgunarbáta, flotgalla og reykköfunartæki. □ 48 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.