Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 48
Frystitcekjabúnaður: í skipinu eru eftirtalin frystitæki: þrír
láréttir 15 stöðva Jackstone plötufrystar, afköst 5 tonn af
rækju á sólarhring hver; og einn Sabroe lausfrystir, afköst 10
tonn af rækju á sólarhring.
Fiskilest (frystilest)
Lestarými er um 500 m3 og er lestin búin fyrir frystingu.
Lestin er einangruð með ull og klædd með krossviði. Kæling
er með kælileiðslum í lofti lestar. Lestinni er skipt í hólf með
tréborðauppstillingu. í lest er lyfta sem flytur afurðir frá
vinnslurými.
Aftantil á lest er eitt lestarop með lúguhlera, og tilsvarandi
losunarlúga á efri þilfari með stálhlera slétt við þilfar.
Fyrir affermingu er losunarkrani, s.b.-megin á bakkaþilfari.
Vindubúnaður, losunarbúnaður
Almennt: Vindubúnaður skipsins er vökvaknúinn (lág-
þrýstikerfi) frá A/S Hydraulik Brattvaag og er um að ræða tvær
togvindur, þrjár grandaravindur, tvær hífingarvindur, hjálpar-
vindu afturskips fyrir pokalosun og akkerisvindu. Þá er skipið
búið þrem Pullmaster smávindum og Hiab krana.
Togvindur: Aftast á togþilfari, aftan við þilfarshús s.b.- og
b.b.-megin, eru tvær togvindur (splittvindur) af gerð DM
6300, hvor vinda búin einni tromlu og knúin af einum
vökvaþrýstimótor.
Tæknilegar stærðir (hvor vinda):
Tromlumál............................ 324 mmo x 1500 mmo
x 800 mm
Víramagn á tromlu.................... 1830 m af 24 mmo vír
Togátak á miðja (800 mmo) tromlu..... 8.0 tonn
Dráttarhraði á miðja (800 mmo) tromlu.. 82 m/mín
Vökvaþrýstimótor..................... M 6300
Afköst mótors........................ 147 hö
Þrýstingur........................... 40 kp/ cm2
Olíustreymi.......................... 2200 1/mín
Grandaravindur: Fremst í gangi fyrir bobbingarennur eru
tvær grandaravindur af gerð DSM2202, hvor búin einni
tromlu (380 mmo x 1200 mmo x 400 mm) og knúin af ein-
um M2202 vökvaþrýstimótor, togátak á tóma tromlu er 5.6
tonn og tilsvarandi dráttarhraöi 87 m/mín. Á milli þessara
tveggja er þriðja grandaravindan af gerð DSM2202, búin
tveimur útkúplanlegum tromlum (380 mmo x 1200 mino x
400 mm) og knúin af einum M2202 vökvaþrýstimótor, tog-
átak á tóma tromlu er 5.6 tonn og tilsvarandi dráttarhraði 87
m/mín.
Hífingarvindur: Á bakkaþilfari, aftan við yfirbyggingu, eru
tvær hífingarvindur af gerð DMM2202, hvor búin einni
tromlu (380 mmo x 600 mmo x 400 mm) og knúin af einum
M2202 vökvaþrýstimótor, togátak vindu á tóma tromlu er 5.6
tonn og tilsvarandi dráttarhraði 87 m/mín.
Pokalosunarvinda: Á framlengdu bakkaþilfari, b.b.-megin er
pokalosunarvinda af gerð DMM2202, búin tromlu (380
mmox 600 mmo x 400 mm) og koppi, togátak á tóma tromlu
5.6 tonn og tilsvarandi dráttarhraði 23 m/mín.
Smávindur: Til að draga út vörpuna er ein Pullmaster H8
vinda á toggálgapalli, og fyrir bakstroffuhífingar eru tvær
Pullmaster PL-4 vindur.
Losunarkrani: Á framlengdu bakkaþilfari, s.b.-megin, er los-
unarkrani af gerð 180 "Sea Crane".
Akkerisvinda: Fremst á bakkaþilfari er akkerisvinda af gerð
B4, búin tveimur útkúplanlegum keðjuskífum og tveimur
koppum, togátak á kopp 3 tonn.
Rafeindatæki, tæki í brú o.fl.
Ratsjá: Furuno FRM64 (3 cmX).
Ratsjá: Furuno FR-1262S (10 cm S).
Ratsjá: Furuno FCR-1411 (3 cm X), 72 sml litaratsjá með
dagsbirtuskjá og AD10S gyrótengingu.
Segidáttaviti: Spegiláttaviti í þaki.
Gyróáttaviti: Sperry SR-120.
Sjálfstýring: Cetrek 747.
Sjálfstýring: Robertson AP7.
Vegmœlir: Sagem LHS.
Miðunarstöð: Furuno FD-521 (VHF).
Loran: Furuno LC80.
Loran: Raynav 750 MK II.
Gervitunglamóttakari: Furuno GP 500 (GPS).
Gervitunglamóttakari: Magnavox MX100D (GPS) með CSI
leiðréttingarbúnaði.
Leiðariti: Furuno GD2000 með MT 100 segulbandi.
Leiðariti: Shipmate RS2000.
Leiðariti: Sodena, Turbo 2000.
Dýptarmœlir: Elac LAZ72, pappírsmælir.
Dýptarmœlir: Elac LAZ72, pappírsmælir með fisksjá.
Dýptarmœlir: Furuno FCV-161 litamælir tengdur við Elac
botnstykkisbúnað.
Höfuðlínumcelir: Kaijo Denki, KCN200.
Aflmcelir: Scanmar 4004.
Talstöð: Sailor 1000 B, 400 W mið- og stuttbylgjustöð.
Talstöð: Skanti TRP6000, 400 W miðbylgjustöð.
Örbylgjustöðvar: Tvær Sailor RT2047 (duplex).
Veðurkortamóttakari: Furuno FAX108.
Sjávarhitamœlir: Furuno T 2000.
Af öðrum tækjabúnaði má nefna Phonico kallkerfi, Skanti
WR 6000 vörð, Sailor H 1240 telex, Standard C gervi-
tunglasamskiptatæki og Hyundai tölvubúnað með Epson
prentara. í skipinu er olíurennslismælir frá íseind og sjón-
varpstækjabúnaður með einni tökuvél á þilfari og einum skjá
í brú.
í brú eru stjórntæki frá Brattvaag fyrir togvindur, grand-
aravindur og hífingarvindur, en jafnframt eru togvindur bún-
ar átaksjöfnunarbúnaöi frá Brattvaag af gerðinni Synchro
1010.
Af öryggis- og björgunarbúnaði má nefna: Einn Zodiac
slöngubát með utanborðsvél; tvo 16 manna Viking gúmmí-
björgunarbáta, flotgalla og reykköfunartæki. □
48 ÆGIR