Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 38

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 38
Litur er dökkur á bol en silfraður á hliðum. Geislar B: 9-11, R: 13-15, hryggjarliö- ir: 29-30, gelgjur: 6 og tálknbogatindar á fyrsta boga eru (6)7(8). Heimkynni stutta silfurfisks eru hinir hlýrri og tempruðu hlutar Atlantshafs einkum á milli 45°N og 30°S. Hann hef- ur þó fundist allt norbur á 51-52”N (SV íriands) og 45°V. í apríl eða maí sl. veiddist 6,3 cm langur fiskur þessarar tegundar í flotvörpu Sléttaness ÍS um 200 sjómílur SV af Reykjanesi og mun það vera nyrsti fundarstaður tegundar- innar til þessa. Lífshœttir: Úthafs- og miðsævisdjúp- fiskur sem fundist hefur á 300-1100 metra dýpi. Fæða er ýmis smákrabbadýr (krabbaflær, ljósáta), smáfiskar o.fl. Athugasemd: Fiskur þessi barst okkur á Hafrannsóknastofnun í hendur þurrk- aður og því var erfitt að greina hann frá öðrum fiski sömu ættkvíslar, þ.e. skakka silfurfiski, S. pseudobscura Baird, 1974, en sá fiskur er mjög svipaö- ur í útliti og hefur m.a. fundist við Grænland. Aðrar fisktegundir af silfurfiskaætt sem fundist hafa á íslandsmiðum eru stóri silfurfiskur, Argyropelecus gigas, suð- ræni silfurfiskur, /1. hemigymnus, nor- ræni silfurfiskur, A. olfersi, norræna gulldepla, Maurolicus muelleri, og deplasilfurfiskur, Valenciennellus trip- unctulatus. Ætt: Kolskeggjaætt, MF.I.ANOSTOMIIDAE Faxaskeggur, Flagellostomias boureei (Zugmayer, 1913) Stœrð: Getur náð meira en 32 cm lengd. Lýsing: Langvaxinn og grannvaxinn fiskur. Haus er ávalur fyrir endann og skoltar eru jafnlangir fram (jafnskolta). Niður úr neðra skolti gengur langur hökuþráður sem er um helmingur til þrír fjórðu af lengd fisksins að sporði (sk. ,,standard"-lengd). Á enda höku- þráðar er lítil kúla og margir smáir þræðir. Kjaftur er stór. Á skoltum eru vígalegar tennur og skagar fremsta tönn neðri skolts upp fyrir efri skolt og næstfremsta tönn efri skolts nær nið- ur fyrir neðri skolt. Augu eru allstór og aftan þeirra er smátt, kringlótt ljósfæri sem er um fjórðungur af þvermáli auga eða minna. Kviðlæg röð ljósfæra nær frá haus aftur að sporði. Fjöldi þeirra frá rótum eyrugga að kviðugga- rótum er 31-34. Önnur röð ljósfæra samsíða nær að raufarugga. Engin ljós- færi eru framan við augu né neðan við þau. Bak- og raufaruggar eru mjög aft- urstæðir og andspænis hvor öðrum. Raufaruggi er þó mun stærri og nær lengra bæði fram og aftur. Eyruggar eru lágstæðir og fremsti geisli þeirra er laus við uggann og mjög langur og með smáa kúlu og þráð á enda. Geislar í eyrugga eru 1+8-11. Kvibuggar eru lágstæðir og afturstæðir. Sporbur er smár og sjúpsýldur. Litur er svartur eba mjög dökkleitur. Heimkynni: Faxaskeggur hefur fund- ist í öllum heimshöfum. í Atlantshafi hefur hann fundist frá íslandsmiðum suður til 40°S. Hans hefur þó ekki orð- ið vart í Norðursjó né á milli íslands og Noregs. í vestanverðu Atlantshafi finnst hann norðan 15°N og sunnan 28°S. í apríl á þessu ári veiddist 18 cm (mældur að sporði) faxaskeggur í botn- vörpu Þuríðar Halldórsdóttur GK á 421 m dýpi í Faxadjúpi (63°17'N og 25°28'V). Lífshœttir: Miösævis- og djúpfiskur sem heldur sig oftast á meira en 500 metra dýpi á daginn. Eftir tönnum að dæma er þetta meiriháttar ránfiskur. Aðrar fisktegundir af kolskeggjaætt sem finnast á íslandsmiðum eru klumbuskeggur, Chirostomias pliopter- us, þráöskeggur, Melanostomias bartonbeani, og kolskeggur, Trigono- lampa miriceps. Ætt: Rauöskinnaætt, barbourisiidae Rauðskinni, Barbourisia rufa Parr, 1945 Stcerð: 45 cm. Lýsing: Nokkuð langvaxinn, þéttvax- inn og straumlínulaga fiskur með stór- an endastæðan kjaft. Skoltar ná langt aftur fyrir smá augu. Á skoltum eru mjög smáar og þéttstæðar tennur. Tennur á plógbeini eru einnig mjög smáar en á gómbeini eru engar tennur. Bak- og raufaruggar eru allstórir, aftar- lega og andspænis hvor öðrum. Bakuggi er lengri en raufaruggi og nær lengra fram. Eyr- og kviðuggar eru frek- ar smáir. Kviðuggar eru um miöjan fisk. Sporður er stór og spyrðustæöi er sterk- legt. Engir gaddar eru í uggum. Hreistur er smátt og fíngaddað og nær fram á haus. Rák er mjög greinileg og með ein- faldri holuröð og er fjöldi hola frá haus aftur að sporðblöðku 28-33. Engin ljós- færi eru sjáanleg. Litur er rauður eða appelsínugulur 38 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.