Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 49
Frá tæknideild.________________________________________
/ lok ársins 1993, eða nánar tiltekið 22. desember, kom Hafra-
fell ÍS 222 til heimahafnar sinnar, ísafjarðar. Skip þetta, sem upp-
haflega hét Nagtoralik (síðar Perquk), er smíðað árið 1978 (af-
hent í nóvember) fyrir Grœnlendinga hjá Esmaden Aps í Esbjerg,
Danmörku, smíðanúmer 114 hjá stöðinni. Árið 1984 var skipið
lengt um 7.0 m.
Eftir að skipið kom til landsins voru gerðar á því ýmsar breyt-
ingar og lagfœringar, en það fór í fyrstu veiðiferðina í mars 1994.
Á móti Hafrafelli ÍS voru úrelt skipin Geysir RE 182 (12), ísborg
BA 477 (498) ogDröfn ÍS 44 (1368).
Skipið er í eigu Kögurfells h.f., ísafirði. í upphafi var skipstjóri
á skipinu Pétur Birgisson en Jónas Hallgrímsson er nú með skipið.
Yfirvélstjóri var í upphafi Valur Sveinsson en í dag Halldór Har-
aldsson. Framkvœmdastjóri útgerðar er Amar Krístinsson
Almenn lýsing
Almennt: Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og
undir eftirliti "Skibskontrollen" í Danmörku, en er nú alfarið
undir eftirliti Siglingamálastofnunar ríkisins. Skipið er skut-
togari með tvö heil þilför stafna á milli, skutrennu upp á efra
þilfar, hvalbak á fremri hluta efra þilfars, og þilfarshús og brú
tétt framan við miðju, slitið frá hvalbak.
Rými undir neðra þilfari: Undir neðra þilfari er skipinu skipt
með þremur vatnsþéttum þverskipsþiljum í eftirtalin rými,
talið framan frá: Stafnhylki fyrir ferskvatn; hágeyma fyrir
brennsluolíu ásamt keðjukössum; fiskilest með botngeymum
Mesta lengd........................................ 37.95 m
Lengd milli lóblína................................ 33.25 m
Breidd (mótuð)...................................... 7.70 m
Dýpt ab efra þilfari................................ 6.20 m
Dýpt ab neðra þilfari............................... 4.00 m
Eiginþyngd........................................... 530 t
Særými (djúprista 4.00 m)............................ 734 t
Burbargeta (djúprista 4.00 m)........................ 196 t
Lestarrými........................................... 340 m3
Brennsluolíugeymar................................. 112.8 m3
Ferskvatnsgeymar..................................... 8.9 m3
Brúttótonnatala...................................... 390 BT
Rúmlestatala......................................... 272 Brl
Rúmtala........................................... 1024.1 m3
Skipaskrárnúmer..................................... 2204
fyrir brennsluolíu; vélarúm með botngeymum í síðum fyrir
ferskvatn o.fl.; og aftast skutgeyma fyrir brennsluolíu.
Neðra þilfar: Fremst á neðra þilfari er geymsla en þar fyrir
aftan íbúðir, sem fremst ná yfir breidd skipsins en aftantil
meðfram b.b.-síðu. Aftan við íbúðir og til hliðar við er vinnu-
þilfar (fiskvinnslurými) með fiskmóttöku aftast, stýrisvélar-
rými þar fyrir aftan og kælivélarými o.fl. til hliðar við. B.b,-
megin aftast á vinnuþilfari er vélarreisn og verkstæði.
Efra þilfar: Fremst á efra þilfari er hvalbaksrými (geymsla)
og nokkru aftar er þilfarshús, þar sem eru íbúðir. Aftast á efra
þilfari, s.b,- og b.b,- megin, eru skorsteinshús. Vörpurenna
kemur í framhaldi af skutrennu og greinist hún í tvær
bobbingarennur sem liggja fram eftir þilfari til hliðar við yfir-
byggingu og fram að hvalbak. Yfir afturbrún skutrennu eru
ÆGIR 49