Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 49

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 49
Frá tæknideild.________________________________________ / lok ársins 1993, eða nánar tiltekið 22. desember, kom Hafra- fell ÍS 222 til heimahafnar sinnar, ísafjarðar. Skip þetta, sem upp- haflega hét Nagtoralik (síðar Perquk), er smíðað árið 1978 (af- hent í nóvember) fyrir Grœnlendinga hjá Esmaden Aps í Esbjerg, Danmörku, smíðanúmer 114 hjá stöðinni. Árið 1984 var skipið lengt um 7.0 m. Eftir að skipið kom til landsins voru gerðar á því ýmsar breyt- ingar og lagfœringar, en það fór í fyrstu veiðiferðina í mars 1994. Á móti Hafrafelli ÍS voru úrelt skipin Geysir RE 182 (12), ísborg BA 477 (498) ogDröfn ÍS 44 (1368). Skipið er í eigu Kögurfells h.f., ísafirði. í upphafi var skipstjóri á skipinu Pétur Birgisson en Jónas Hallgrímsson er nú með skipið. Yfirvélstjóri var í upphafi Valur Sveinsson en í dag Halldór Har- aldsson. Framkvœmdastjóri útgerðar er Amar Krístinsson Almenn lýsing Almennt: Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og undir eftirliti "Skibskontrollen" í Danmörku, en er nú alfarið undir eftirliti Siglingamálastofnunar ríkisins. Skipið er skut- togari með tvö heil þilför stafna á milli, skutrennu upp á efra þilfar, hvalbak á fremri hluta efra þilfars, og þilfarshús og brú tétt framan við miðju, slitið frá hvalbak. Rými undir neðra þilfari: Undir neðra þilfari er skipinu skipt með þremur vatnsþéttum þverskipsþiljum í eftirtalin rými, talið framan frá: Stafnhylki fyrir ferskvatn; hágeyma fyrir brennsluolíu ásamt keðjukössum; fiskilest með botngeymum Mesta lengd........................................ 37.95 m Lengd milli lóblína................................ 33.25 m Breidd (mótuð)...................................... 7.70 m Dýpt ab efra þilfari................................ 6.20 m Dýpt ab neðra þilfari............................... 4.00 m Eiginþyngd........................................... 530 t Særými (djúprista 4.00 m)............................ 734 t Burbargeta (djúprista 4.00 m)........................ 196 t Lestarrými........................................... 340 m3 Brennsluolíugeymar................................. 112.8 m3 Ferskvatnsgeymar..................................... 8.9 m3 Brúttótonnatala...................................... 390 BT Rúmlestatala......................................... 272 Brl Rúmtala........................................... 1024.1 m3 Skipaskrárnúmer..................................... 2204 fyrir brennsluolíu; vélarúm með botngeymum í síðum fyrir ferskvatn o.fl.; og aftast skutgeyma fyrir brennsluolíu. Neðra þilfar: Fremst á neðra þilfari er geymsla en þar fyrir aftan íbúðir, sem fremst ná yfir breidd skipsins en aftantil meðfram b.b.-síðu. Aftan við íbúðir og til hliðar við er vinnu- þilfar (fiskvinnslurými) með fiskmóttöku aftast, stýrisvélar- rými þar fyrir aftan og kælivélarými o.fl. til hliðar við. B.b,- megin aftast á vinnuþilfari er vélarreisn og verkstæði. Efra þilfar: Fremst á efra þilfari er hvalbaksrými (geymsla) og nokkru aftar er þilfarshús, þar sem eru íbúðir. Aftast á efra þilfari, s.b,- og b.b,- megin, eru skorsteinshús. Vörpurenna kemur í framhaldi af skutrennu og greinist hún í tvær bobbingarennur sem liggja fram eftir þilfari til hliðar við yfir- byggingu og fram að hvalbak. Yfir afturbrún skutrennu eru ÆGIR 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.