Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1995, Qupperneq 45

Ægir - 01.10.1995, Qupperneq 45
Einar bendir á að auk almennra styrkja og lána frá Byggða- stofnun sé starfræktur innan hennar sjóður sem nefnist Statens nærings- og distriktudviklingsfond (Þróunarsjóður matvælaiðnaðarins, skammtafað SND). Sá sjóður hefur til ráð- stöfunar í styrki um 9,2 milljarða íslenskra króna í ár. Þar af renna 4,6 milljarðar í fjárfestingarstyrki og 4 milljarðar í þró- unarstyrki. Ekki renna þó allir þessir styrkir til fiskvinnslunn- ar heldur fá önnur fyrirtæki í matvælaiðnaði hluta af þeim. Auk þessa rekur SND lána- og hlutafjárdeildir þar sem fyrir- tæki í sjávarútvegi eiga aðgang að lánum og áhættufjármagni. Einar dregur þessa styrkveitingar saman og segir að ef maður gefi sér að helmingur fjárfestingar- og þróunarstyrkja frá SND renni til fiskvinnslu og fiskeldis geri það 4,2 millj- arða íslenskra króna á ári. Við þetta bætast styrkir til útgerö- arinnar sem Einar segir að séu 2 milljaröar en Sigbjörn Lomelde segir að séu aðeins 1 milljarður og fari ört lækkandi. En ef tölur Einars eru réttar nýtur norskur sjávarútvegur rík- isstyrkja að upphæð 6,2 milljarðar íslenskra króna á ári. Þetta er um 3% af veltu norsks sjávarútvegs og ef við heimfærum það upp á ísland myndu stærstu fyrirtækin hér á landi, Grandi og ÚA, fá um 100 milljónir króna í styrk á ári. í erindi sinu dregur Einar ýmsar ályktanir af því hvernig ríkisvaldið gerir við íslenskan sjávarútveg í samanburði við það sem tíðkast í Noregi og öðrum Evrópuríkjum. Hér verð- ur ekki farið nánar út í þá sálma en áhugasömum bent á að nálgast erindið hjá Samtökum fiskvinnslustööva. Litlibróðir olíunnar En þótt norskur sjávarútvegur sé stöndugur um þessar mundir þá er ekki úr vegi að benda á að hann er langt frá því að vera í því aðalhlutverki í norsku efnahagslífi sem ís- lenskur sjávarútvegur er hér á landi. Árið 1993 var heildarút- flutningur vöru frá Noregi 206,2 milljarðar norskra króna. Þar af nam útflutningur á fiski og sjávarafurðum tæpum 17 milljörðum eða 7% af heildinni. Olían er meira en helming- ur af vöruúflutningnum, en verðmæti hennar var 116 millj- arðar árið 1993, og bæöi málmar og vélar skiluðu meiri út- flutningstekjum en sjávarafurðirnar. Hins vegar er bjart framundan í norskum sjávarútvegi og þar skín ljósiö skærast á fiskeldið sem nú skapar um það bil helming útflutningsverðmætis sjávarafurða. Ef spár sérfræð- inga rætast gætu verðmætin þrefaldast innan 10 ára og þá verður sjávarútvegurinn orðinn næststærsta gjaldeyrislind Norðmanna. □ < RKS GASSKYNJARAR FYRIR FREON OG AMMONÍ AK SPARNAÐUR UMHVERFIS- VÆNT * ISLENSKT HUGVIT ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Gasskynjararnir eru til þess að gera viðvart um leka í fyrsti- og kælikerfum. Þeir eru gerðir fyrir erfiðar aðstæður og henta vel I t.d. frystihúsum og frystitogurum. Þeir spara tíma, fé og fyrirhöfn < RKS Skynjaratækni Borgarflöt 27 - 550 Sauðárkrókur S: 453 6054 - Fax: 453 6049 MITSUBISHI DIESELVÉLAR MITSUBISHI diesel- vélarnar taka mun minna pláss en flestar aðrar vélar- tegundir, sé miðað við afköst þeirra. SPARNEYTINN OG TRAUSTUR AFLGJAFI ATH. NÝTT HEIMILISFANG OG SÍMANÚMER MDvÉLAR HL FISKISLÓÐ 135 B • PÓSTHÓLF 1562 • 121 REYKJAVÍK SÍMI: 561 0020 • FAX: 561 002 ÆGIR 45

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.