Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1995, Page 37

Ægir - 01.10.1995, Page 37
Nýjar fisktegundir á íslandsmiðum Gunnar Jónsson. í 7.-8. tbl. Ægis 1994 er greint frá sjö nýjum fisktegundum sem fundist höfðu á Islandsmiðum frá 2. útgáfu bókarinn- ar íslenskir fiskar til aprílloka ársins 1994. Síöan þá hafa nokkrar fisktegund- ir bæst við, þar af þrjár árið 1994 (maí til desember) og fjórar til júníloka á þessu ári. Þessar fisktegundir eru orðu- fiskur, Polyipnus polli, stórriddari, Lepi- dion guentheri, og durgur, Allocyttus verrucosus, sem veiddust árið 1994, og stutti silfurfiskur, Sternoptyx diaphana, faxaskeggur, Flagellostomias boureei, rauðskinni, Barbourisia rufa, og ósa- þorskur, Arctogadus borosovi, sem veiðst hafa á þessu ári. Hér á eftir verbur greint frá þessum sjö fisktegundum og sagt frá fundarstað þeirra vib ísland. Ætt: Silfurfiskaætt, sternoptychidae Orbufiskur, Polyipnus polli Schultz, 1961 Stœrð: 5-6 cm. Lýsing: Hávaxinn og þunnvaxinn sporöskjulaga fiskur með mjög stór augu og lóðréttan munn. Mest áberandi eru öll þau ljósfæri sem prýða fiskinn eins og verðlaunapeningar hangandi á hliðum hans (sjá mynd). Ljósfæri þessi eru í röðum og grúppum á haus, neðan hauss og eftir kviðrönd sem og á stirtlu. Einnig eru stór ljósfæri á hliðum. Uggar eru frekar rytjulegir en þó greinilegir. Smár veiöiuggi er á milli bakugga og sporðs. Aftan við augu eru smágaddar sem vísa upp og tveir smágaddar eru framan vib bakugga. Hreistur er laust. Sundmagi er vel þroskaður. Litur er dökkur á baki en silfraöur á hliðum. Geislar í bakugga (B) eru 14-15(16), í raufarugga (R) (15)16-17, fjöldi hryggjarliða er 32-34. Gelgjur eru 10 og tálknbogatindar á fyrsta boga eru 21-23. Heimkynni: Orðufiskur hefur einkum fundist í hlýrri hlutum Austur-Atlants- hafs á milli 20°N og 10°S. Einn hefur fundist subvestur af Madeira (30°55'N og 25°19'V) og annar við Grænland. í ágúst 1994 veiddist einn 5,5 cm langur á 400-500 metra dýpi í Grænlandshafi (63°58'N og 28°45’V). Veiðiskip var rs. Bjarni Sæmundsson RE. Annar veiddist á 531-604 metra dýpi í Háfadjúpi (63°19'N og 19°40'V). Sá var 4,4 cm og veiðiskip var Andvari VE. Lífshœttir: Úthafs- og miðsævisdjúp- fiskur sem lítið er vitað um. Ætt: Silfurfiskaætt, STERNOPTYCHIDAE Stutti silfurfiskur, Sternoptyx diaphana Hermann, 1781 Stoerð: 6-7 cm, Lýsing: Hávaxinn og þunnvaxinn fiskur með mjög stór augu og lóðréttan munn. Uggar eru allstórir nema kvið- uggi. Veiðiuggi er á milli bakugga og sporðs. Sérkennileg ljósfæri eru í grúpp- um undir nebri skolti, á kviðrönd og einnig ofan eyrugga og ofan raufar, við aftanverðan raufarugga og á milli rauf- arugga og sporðs. Framan við kviðugga eru örsmáir gaddar sem vísa fram og svipaðir gaddar eru framan við rauf- arugga. Allt útlit fisksins er hið sér- kennilegasta (sjá mynd). Fundarstaður stutta silfurfisks. ÆGIR 37

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.