Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1995, Qupperneq 43

Ægir - 01.10.1995, Qupperneq 43
úti fyrir vesturströndinni, en gengur síðan norður með landi, allt norður í Barentshaf. Mest er veitt af síldinni úti fyrir Lófóten á haustin og fram í janú- ar, en frá því um miðjan febrúar og til aprílloka heldur hún sig á hrygningar- svæðinu. Það er einmitt sá stofn sem nú er orðinn svo stór að hann er farinn að sækja vestur á bóginn í átt til Færeyja og íslands eins og hann gerði árlega fram á sjöunda áratuginn. Yfirleitt dreif- ir síldin sér eftir hrygningu og er óveið- anleg yfir sumarið. Langstærsti hluti ýsunnar og þorsks- ins og meirihluti rækjunnar veiðist í Barentshafi og á Svalbarða-svæðinu. Af 375.000 tonnum af þorski veiddust ein- ungis um 8.000 tonn í Norðursjó, af- gangurinn fyrir norðan 62°N, en sá breiddarbaugur er mikið notaður til að skipta veiðum Norðmanna niður eftir svæðum. Tegundir á borð við ufsa, karfa, löngu og grálúðu veiðast víða úti fyrir strönd- um Noregs, bæði sunnan og norðan við 62°N. Þess má geta að mestur afli berst á land í Egersund, syðst í landinu, en þar var landað 320.000 tonnum í fyrra. Mesta aflaverðmætið barst hins vegar á land í Álasundi, þar var landað afla að verðmæti um 11 milljarðar íslenskra króna í fyrra. Flotinn Áður en við hugum nánar að veiðun- um og kvótakerfinu skulum við líta ögn á samsetningu norska fiskiskipaflotans og norsku sjómannastéttina. Samanburður á fiskiskipaflota íslend- inga og Norðmanna í árslok 1992: Gerð/stærö ísland Noregur . Óyfirbyggö 1.748 8.954 Yfirbyggö 960 8.437 Þar af 0-24,9 t 479 7.450 25-49,9 t 76 344 50-99,9 t 74 161 100-149,9 t 68 65 Stærrier 1501 263 417 AUs 2.708 17.391 Ári siðar hafði óyfirbyggðum bátum fækkað í 7.573 en yflrbyggðum fjölgað í 8.829. Þá áttu Norðmenn 100 nótaskip yfir 90 fet að lengd, 113 togara sem stunduðu þorskveiðar, þar af 22 vinnsluskip, og 82 togara sem stunduðu veiðar á bræðslufiski í Norðursjó. Ald- ursskipting flotans var þannig að 3.303 skip voru byggð eftir 1980, 4.157 á ár- unum 1960-79, en 1.369 voru byggð fyrir 1960. Skipting flotans eftir landsvæðum var þannig að í Norður-Noregi (þ.e. Finnmörku og Troms) áttu 2.206 skip heimahöfn, 2.500 á Lófóten og í ná- grenni, 1.700 í Mæri og Romsdal og Sogni, en 1.239 á svæðinu frá Bergen til Egersund. Langmest er af trillum og smærri bátum í Norður-Noregi og þó einkum og sérílagi á Lófóten. Nótabát- arnir eru langflestir gerðir út frá Vestur- landinu þótt örfáir eigi heimahöfn fyrir norðan. Togaraflotinn skiptist nokkuð jafnt á milli norðurs og suðurs, en vinnsluskipin eru flest gerð út frá Mæri og Romsdal. Smærri togarar sem veiða bræðslufisk í Norðursjó em flestir gerðir út frá Egersund og Karmey, syðst í land- inu. Hins vegar eiga flestir línubátarnir heimahöfn á svæðinu milli Björgvinjar og Alasunds. Margir þeirra eru í stærri kantinum og stunda langar útilegur, jafnvel á fjarlægum miðum. Fiskimennirnir Munurinn á íslandi og Noregi verður ekki minni þegar litið er á mannskap- inn á þessum flota. Alls höfðu 25.388 norskir sjómenn einhverjar tekjur af fiskveiðum árið 1993. Þar af höfðu 19.068 eða 75% fiskveiðar að aðalstarfi. Til samanburðar má nefna að árið 1994 voru að meðaltali skráðir 5.713 sjó- menn um borð í íslenskum fiskiskipum, en yfir sumartímann fór fjöldinn upp í tæplega 7.000. Alls voru ársverk við fiskveiðar 6.354 í fyrra. En þótt norskir sjómenn séu 3-4 sinnum fleiri en ís- lenskir hefur orðið umtalsverð fækkun á síðustu árum og áratugum. Árið 1948 höfðu 85.500 manns tekjur af fiskveið- um í Noregi, þar af 68.400 sem aðal- starf. Þeir 19.000 sjómenn sem hafa fisk- veiðar að aðalstarfi skiptust nokkuð jafnt þannig að helmingur þeirra býr í Norður-Noregi og á Lófóten, en hinn helmingurinn sunnar í landinu. Alls drógu norskir sjómenn fisk að verðmæti rúmlega 72 milljarðar íslenskra króna upp úr sjó í fyrra, en þá sköpuðu 6.354 ársverk íslenskra sjómanna tæplega 50 milljarða króna aflaverðmæti upp úr sjó. í báðum tilvikum er miðað við verð yfir borðstokk. Með öðrum orðum: hver norskur sjómaður skapar aflaverðmæti upp á tæpar 4 milljónir króna á meðan hver íslenskur sjómaður skapar verð- mæti upp á 8 milljónir króna. Enda hef- ur afkoma norska fiskiskipaflotans, einkum smærri skipanna, verið heldur rýr. Veiðistjórnunin Þegar skipta á takmörkuðum auð- lindum milli skipa verður málið heldur flóknara í Noregi en hér á landi. Helsta ástæðan er sú að Norðmenn deila 80% fiskistofnanna með öðmm þjóðum. Það þarf því að byrja á því að semja um skiptingu þeirra áður en hægt er að ákvarða kvótann innanlands. Það eru fyrst og fremst Rússland og ríki Evrópu- sambandsins sem semja þarf við, en einnig Færeyjar, ísland og Grænland. Norska kvótakerfið er ansi flókið, en til þess að einfalda málið skulum við einskorða okkur við þorskinn í Barents- hafi. Þegar Norðmenn og Rússar setjast niður til að skipta honum á milli sín byrja þeir á að hlusta á ráðleggingar frá Alþjóðahafrannsóknastofnuninni. Heildaraflanum sem veiða má er í upp- hafi skipt til helminga milli landanna, en svo fá Norðmenn tiltekinn hlut af þorskinum til baka svo á endanum fá þeir meirihluta kvótans. Auk þess er hluta heildarkvótans úthlutað til ann- arra ríkja sem teljast eiga sögulegan rétt á að veiða í Barentshafi, en þar er um að ræða nokkur ríki ESB, Færeyjar, Græn- land og Eystrasaltslöndin. Fyrir árið 1995 lítur þetta þannig út: Heildarkvótinn var ákveðinn 740.000 tonn. Af því var 88.000 tonn- um úthlutað til annarra ríkja sem skipt- ast þannig að 28.000 tonn má veiða á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða, en 60.000 tonn í norskri og rússneskri lög- sögu. Næst er afganginum skipt á milli ÆGIR 43

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.